Þriggja leikja bann Kára staðfest af aganefndinni Anton Ingi Leifsson skrifar 7. maí 2019 20:41 Kári Kristján í leik með ÍBV. vísir/daníel Kári Kristján Kristjánsson á enn eftir tvo leiki í leikbanni eftir að aganefnd HSÍ staðfesti að þriggja leikja bann hans stendur. Eyjamenn voru mjög ósáttir er Kári var dæmdur í þriggja leikja bann eftir leik númer tvö í undanúrslitaeinvíginu gegn Haukum. Þeir sendu HSÍ myndbandsupptökur og greinargerð.Í dag birtist svo frétt á Vísi um að aganefnd HSÍ hafði ákveðið að taka málið fyrir á ný. Það var tekið fyrir í dag. „Með vísan til framangreinds er það niðurstaða aganefndar að athugasemdir ÍBV vísa ekki til formgalla í skilningi reglugerðarinnar og enginn formgalli sé á málinu sem heimilar að málið verði tekið upp að nýju. Úrskurður aganefndar dags. 4. maí 2019 skal því vera óraskaður,“ stendur í dómnum. Hann má lesa í heild sinni hér að neðan en Kári hefur tekið út einn leik af þremur.Dómur HSÍ: Með tölvupósti dags. 6. maí 2019 barst aganefnd krafa ÍBV um endurskoðun úrskurðar aganefndar dags. 4. maí s.l. þar sem leikmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson var úrskurðaður í þriggja leikja bann vegna leikbrots. Í erindinu er rakið að ÍBV telji fyrri úrskurð nefndarinnar byggja á röngum upplýsingum um afleiðingar leikbrotsins sem koma fram í skýrslu dómara leiksins. Vísast þar meðal annars til þeirrar staðreyndar að leikmaðurinn sem fyrir brotinu varð tók fullan þátt í næsta leik liðs síns. Aganefnd lítur svo á að með erindi sínu sé ÍBV að krefjast endurupptöku málsins á grundvelli 8. gr. reglugerðar HSÍ um agamál. Samkvæmt umræddri grein hefur aganefnd heimild til að leiðrétta fyrri úrskurð eða kveða upp nýjan úrskurð ef augljóst er að kveðinn hafi verið upp rangur úrskurður vegna formgalla, svo sem vegna rangra upplýsinga í skýrslu dómara. Skýrt er hins vegar að aganefnd er ekki heimilt að taka mál aftur upp til efnismeðferðar á grundvelli ákvæðisins. Málið var tekið til umfjöllunar á fundi aganefndar. Með vísan til framangreinds er það niðurstaða aganefndar að athugasemdir ÍBV vísa ekki til formgalla í skilningi reglugerðarinnar og enginn formgalli sé á málinu sem heimilar að málið verði tekið upp að nýju. Úrskurður aganefndar dags. 4. maí 2019 skal því vera óraskaður. Aganefnd telur rétt að geta þess að ákvarðanir dómara byggðar á mati þeirra á staðreyndum eða mati þeirra eru endanlegar samkvæmt 17:11 leikreglna. Þá heyrir til undantekninga að gögn eða áreiðanlegar upplýsingar liggi fyrir sem staðfesta alvarleika áverka sem af brotum hljótast. Mat aganefndar á brotum við ákvörðun leikbanna hverju sinni er hlutrænt. Ræðst niðurstaðan fyrst og fremst af hættueiginleikum brotanna sem um ræðir og hvort háttsemin sé til þess fallin að hún geti valdið alvarlegum afleiðingum. Olís-deild karla Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Chelsea mætir Real Betis Sport Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson á enn eftir tvo leiki í leikbanni eftir að aganefnd HSÍ staðfesti að þriggja leikja bann hans stendur. Eyjamenn voru mjög ósáttir er Kári var dæmdur í þriggja leikja bann eftir leik númer tvö í undanúrslitaeinvíginu gegn Haukum. Þeir sendu HSÍ myndbandsupptökur og greinargerð.Í dag birtist svo frétt á Vísi um að aganefnd HSÍ hafði ákveðið að taka málið fyrir á ný. Það var tekið fyrir í dag. „Með vísan til framangreinds er það niðurstaða aganefndar að athugasemdir ÍBV vísa ekki til formgalla í skilningi reglugerðarinnar og enginn formgalli sé á málinu sem heimilar að málið verði tekið upp að nýju. Úrskurður aganefndar dags. 4. maí 2019 skal því vera óraskaður,“ stendur í dómnum. Hann má lesa í heild sinni hér að neðan en Kári hefur tekið út einn leik af þremur.Dómur HSÍ: Með tölvupósti dags. 6. maí 2019 barst aganefnd krafa ÍBV um endurskoðun úrskurðar aganefndar dags. 4. maí s.l. þar sem leikmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson var úrskurðaður í þriggja leikja bann vegna leikbrots. Í erindinu er rakið að ÍBV telji fyrri úrskurð nefndarinnar byggja á röngum upplýsingum um afleiðingar leikbrotsins sem koma fram í skýrslu dómara leiksins. Vísast þar meðal annars til þeirrar staðreyndar að leikmaðurinn sem fyrir brotinu varð tók fullan þátt í næsta leik liðs síns. Aganefnd lítur svo á að með erindi sínu sé ÍBV að krefjast endurupptöku málsins á grundvelli 8. gr. reglugerðar HSÍ um agamál. Samkvæmt umræddri grein hefur aganefnd heimild til að leiðrétta fyrri úrskurð eða kveða upp nýjan úrskurð ef augljóst er að kveðinn hafi verið upp rangur úrskurður vegna formgalla, svo sem vegna rangra upplýsinga í skýrslu dómara. Skýrt er hins vegar að aganefnd er ekki heimilt að taka mál aftur upp til efnismeðferðar á grundvelli ákvæðisins. Málið var tekið til umfjöllunar á fundi aganefndar. Með vísan til framangreinds er það niðurstaða aganefndar að athugasemdir ÍBV vísa ekki til formgalla í skilningi reglugerðarinnar og enginn formgalli sé á málinu sem heimilar að málið verði tekið upp að nýju. Úrskurður aganefndar dags. 4. maí 2019 skal því vera óraskaður. Aganefnd telur rétt að geta þess að ákvarðanir dómara byggðar á mati þeirra á staðreyndum eða mati þeirra eru endanlegar samkvæmt 17:11 leikreglna. Þá heyrir til undantekninga að gögn eða áreiðanlegar upplýsingar liggi fyrir sem staðfesta alvarleika áverka sem af brotum hljótast. Mat aganefndar á brotum við ákvörðun leikbanna hverju sinni er hlutrænt. Ræðst niðurstaðan fyrst og fremst af hættueiginleikum brotanna sem um ræðir og hvort háttsemin sé til þess fallin að hún geti valdið alvarlegum afleiðingum.
Olís-deild karla Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Chelsea mætir Real Betis Sport Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira