Óbærilegt hjónaband Jón Steindór Valdimarsson skrifar 7. maí 2019 07:15 Hjónaband er lögbundið og formlega staðfest samkomulag tveggja einstaklinga um að verja lífinu saman með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. Hjónaband getur af mörgum ástæðum orðið óbærilegt fyrir annan eða báða sem til þess stofnuðu, t.d. vegna ofbeldis eða sundurlyndis. Dæmin sanna að oft er hægara sagt en gert að losna úr hjónabandi sem einkennist af andlegu og líkamlegu ofbeldi. Oft lýkur ofbeldi, líkamlegu en þó aðallega andlegu, ekki við það að fólk slíti sambúð. Sá sem ofbeldinu hefur beitt heldur því áfram með þeim aðferðum sem tiltækar eru, svo sem með þrætum um forræði og umgengni við börn, baráttu gegn lögskilnaði og töfum á fjárhagslegum skiptum. Þannig er ofbeldinu og tökum geranda á lífi þolandans haldið áfram um árabil. Það er undarlegt að hjúskaparbrot er mun greiðfærari skilnaðarástæða en ofbeldi. Hvernig má það vera að löggjöfin sé þannig úr garði gerð að hún neyði fólk til þess að vera mörg ár að losna úr sambandi sem það vill ekki lengur? Af hverju þurfa að líða minnst tvö ár frá samvistarslitum hjóna vegna ósamlyndis áður en hægt er að krefjast lögskilnaðar? Hjónaband er samkomulag og því verður að vera hægt að rifta með lögformlegum hætti á skemmri tíma en núgildandi lög leyfa. Engan á að neyða til þess að vera í lagalegum tengslum við maka sem hann vill losna úr tengslum við jafn lengi og núverandi hjúskaparlög krefjast. Þessu verður að breyta og þess vegna verður lagt fram frumvarp á næstu dögum sem felur í sér að réttur hjóna til að krefjast lögskilnaðar verði rýmkaður. Ekki skipti lengur máli hvort annað eða bæði óski eftir lögskilnaði og um leið verði tímamörk til kröfu um lögskilnað í kjölfar samvistarslita vegna ósamlyndis stytt úr tveimur árum í eitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölskyldumál Jón Steindór Valdimarsson Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Sjá meira
Hjónaband er lögbundið og formlega staðfest samkomulag tveggja einstaklinga um að verja lífinu saman með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. Hjónaband getur af mörgum ástæðum orðið óbærilegt fyrir annan eða báða sem til þess stofnuðu, t.d. vegna ofbeldis eða sundurlyndis. Dæmin sanna að oft er hægara sagt en gert að losna úr hjónabandi sem einkennist af andlegu og líkamlegu ofbeldi. Oft lýkur ofbeldi, líkamlegu en þó aðallega andlegu, ekki við það að fólk slíti sambúð. Sá sem ofbeldinu hefur beitt heldur því áfram með þeim aðferðum sem tiltækar eru, svo sem með þrætum um forræði og umgengni við börn, baráttu gegn lögskilnaði og töfum á fjárhagslegum skiptum. Þannig er ofbeldinu og tökum geranda á lífi þolandans haldið áfram um árabil. Það er undarlegt að hjúskaparbrot er mun greiðfærari skilnaðarástæða en ofbeldi. Hvernig má það vera að löggjöfin sé þannig úr garði gerð að hún neyði fólk til þess að vera mörg ár að losna úr sambandi sem það vill ekki lengur? Af hverju þurfa að líða minnst tvö ár frá samvistarslitum hjóna vegna ósamlyndis áður en hægt er að krefjast lögskilnaðar? Hjónaband er samkomulag og því verður að vera hægt að rifta með lögformlegum hætti á skemmri tíma en núgildandi lög leyfa. Engan á að neyða til þess að vera í lagalegum tengslum við maka sem hann vill losna úr tengslum við jafn lengi og núverandi hjúskaparlög krefjast. Þessu verður að breyta og þess vegna verður lagt fram frumvarp á næstu dögum sem felur í sér að réttur hjóna til að krefjast lögskilnaðar verði rýmkaður. Ekki skipti lengur máli hvort annað eða bæði óski eftir lögskilnaði og um leið verði tímamörk til kröfu um lögskilnað í kjölfar samvistarslita vegna ósamlyndis stytt úr tveimur árum í eitt.
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar