Viljaleysi ríkisstjórnarinnar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar 6. maí 2019 15:52 Afi minn, eins og margir aðrir þolendur harðræðis af hálfu íslenskra yfirvalda, trúði því að á meðan lykilgerendur í ofbeldinu gegn honum væru enn á lífi myndi reynast útilokað að ná fram sannleika og réttlæti fyrir þær hörmungar sem hann þurfti að líða sem ungur maður. Síðastliðið haust, eftir úrskurð Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, afsökunarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, og stofnun nefndarum „sáttaumleitanir“ við aðila þeirra mála, var okkur aðstandendum afa, nafna míns Leifssonar, gefin smávægileg von um að þessi stund uppgjörs væri komin. Rúmu hálfu ári síðar er þó orðið óhætt að lýsa því yfir að sú von, og einnig kannski sýn afa á hægvirka framvindu sannleikans í samfélaginu okkar, hafi verið bjartsýn úr hófi. Rangnefni var það sannarlega að kalla þá nefnd sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur skipaði „sáttanefnd“. Slíkt heiti bæri með sér að við, hinir valdaminni brotaþolar ríkisins, fengjum hlustun, skilning og hjálp frá meðlimum nefndarinnar, og að þau myndu tala okkar máli gagnvart þeim sem ákvarðanir taka í samfélaginu. En þannig sá ég þessa nefnd raunar mánuðum saman.Ferlið Ég lagði mig fram, með stuðningi minnar fjölskyldu, við öflun gagna (t.d. úr sjúkra- og atvinnusögu afa) til þess að skapa viðræðufleti sem nefndinni hlyti að þykja viðeigandi fyrir hverskyns mat á orsökum og afleiðingum ranglátra fangelsana og rangra dóma á einstaklinginn. Við fjölskyldan vorum jafnframt reiðubúin að takast á um og hrekja þá fráleitu tilgátu sem m.a. settur ríkissaksóknari bauð upp á síðastliðin ár, að afi sjálfur bæri hluta ábyrgðarinnar á því hvernig fór fyrir honum í klóm réttarvörslukerfisins. Við lögðum líka til viðkvæm skjöl sem lýstu endurtekinni misnotkun tiltekinna embættismanna tengdum Guðmundar- og Geirfinnsmálum á persónu afa míns frá því hann var 16-17 ára. Þá buðum við fram okkar þekkingu og reynslu til að skilgreina mikilvæg hugtök á borð við pyntingar, og svona gæti ég lengi talið. Að lokum var hver einasta tillaga sem kom úr okkar horni hundsuð. Og aldrei var svo mikið sem leitast eftir viðtölum við fólkið sem gæti í hinum veigamestu þáttum útskýrt áhrif ríkisofbeldisins á manninn og hans nærumhverfi, svosem ömmu mína, ekkju Tryggva, eða bræður hans. Þrátt fyrir mikla biðlund okkar fólks fór það svo að nefndin vildi ekki eiga önnur samskipti en óformleg og aðeins við lögmenn málsaðila. Á útskúfun okkar fengum við enga skýringu. En allt fram að því að nefndin lagði undir lögmanninn okkar tillögu að bótum trúðum við því að sú tillaga myndi endurspegla ákveðna vinnu sem hlyti að hafa verið að eiga sér stað allan þennan tíma – því ekki var fólk að tala við okkur. Af fundinum kom lögmaðurinn svo með fáeinar tölur sem hann fékk að krota á lítinn seðil sér til minnis. Sýnist mér það boð hafa verið í samræmi við nýlegar fréttir um þær upphæðir sem ríkið hefur haft í „pottinum“ fyrir þetta mál, eins og blaðamaður Fréttablaðsins orðaði það svo óheppilega á dögunum. Fulltrúar stjórnvalda vildu bersýnilega ekki taka fyrir nema smáan hluti reynslunnar, í grunninn bara dagafjöldann sem hver maður var sviptur frelsinu. Útreikningur þeirra byggði víst á innlendu fordæmi, Vegasmálinu svokallaða, sem svipar ekki hið minnsta til þess máls sem hér um ræðir. Mestu máli skiptir að lítið sem ekkert tillit virðist hafa verið tekið til innihalds þeirra daga sem afi minn og aðrir þurftu að eyða undir því stöðuga sálræna og líkamlega leifturstríði sem fjölmörg gögn bera vitnisburð um að hafi átt sér stað í Síðumúlafangelsi svo mánuðum og árum skipti; ekki eitt einasta strik í reikninginn setti sú fyrirlitning sem opinberir starfsmenn sýndu ítrekað í málinu að þeir bæru í brjósti sér fyrir lífum og örlögum þessarra ungmenna, sem birtist í stanslausum niðurlægingum og niðurbroti.Spurningar Hvers vegna, spyr maður sig, er svona lítill vilji meðal stjórnvalda til að gera þetta mál hreinskilnislega upp? Í 45 ár hefur stefið verið á þann veg að æra þeirra sem brutu svo herfilega af sér í opinberu starfi hafi verið metin dýrmætari en æra einhvers „ógæfufólks“ sem varð fyrir hrottalegu ofbeldi af hálfu ríkisins. Á öllum stigum hefur kerfið varið sjálft sig og reynt að kæfa málið. Hversu meðvitað er ríkisstjórn Íslands nú að taka þátt í sambærilegri þöggun? Hvernig eigum við að túlka annað úr nýjustu vinnubrögðum hennar en að málstaður gerendanna sé óaðgreinanlegur frá málstaði stjórnvalda samtímans? Eða hvað nákvæmlega greinir þann yfirgang sem okkur hefur nú nýlegast verið sýndur frá þeim sem við höfum setið undir frá íslenskri embættismannastétt allt síðan afi minn var á táningsaldri? Við trúum ekki öðru en að íslenska þjóðin styðji okkur í áframhaldandi leit okkar að sannleika og réttlæti. Nú þarf Katrín Jakobsdóttir svo að ákveða hvort henni hugnist sá málstaður eða hvort hún vilji halda áfram að skýla raunverulegum gerendum þessa máls fram yfir gröf og dauða.Höfundur er barnabarn Tryggva Rúnars Leifssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tryggvi Rúnar Brynjarsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Afi minn, eins og margir aðrir þolendur harðræðis af hálfu íslenskra yfirvalda, trúði því að á meðan lykilgerendur í ofbeldinu gegn honum væru enn á lífi myndi reynast útilokað að ná fram sannleika og réttlæti fyrir þær hörmungar sem hann þurfti að líða sem ungur maður. Síðastliðið haust, eftir úrskurð Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, afsökunarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, og stofnun nefndarum „sáttaumleitanir“ við aðila þeirra mála, var okkur aðstandendum afa, nafna míns Leifssonar, gefin smávægileg von um að þessi stund uppgjörs væri komin. Rúmu hálfu ári síðar er þó orðið óhætt að lýsa því yfir að sú von, og einnig kannski sýn afa á hægvirka framvindu sannleikans í samfélaginu okkar, hafi verið bjartsýn úr hófi. Rangnefni var það sannarlega að kalla þá nefnd sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur skipaði „sáttanefnd“. Slíkt heiti bæri með sér að við, hinir valdaminni brotaþolar ríkisins, fengjum hlustun, skilning og hjálp frá meðlimum nefndarinnar, og að þau myndu tala okkar máli gagnvart þeim sem ákvarðanir taka í samfélaginu. En þannig sá ég þessa nefnd raunar mánuðum saman.Ferlið Ég lagði mig fram, með stuðningi minnar fjölskyldu, við öflun gagna (t.d. úr sjúkra- og atvinnusögu afa) til þess að skapa viðræðufleti sem nefndinni hlyti að þykja viðeigandi fyrir hverskyns mat á orsökum og afleiðingum ranglátra fangelsana og rangra dóma á einstaklinginn. Við fjölskyldan vorum jafnframt reiðubúin að takast á um og hrekja þá fráleitu tilgátu sem m.a. settur ríkissaksóknari bauð upp á síðastliðin ár, að afi sjálfur bæri hluta ábyrgðarinnar á því hvernig fór fyrir honum í klóm réttarvörslukerfisins. Við lögðum líka til viðkvæm skjöl sem lýstu endurtekinni misnotkun tiltekinna embættismanna tengdum Guðmundar- og Geirfinnsmálum á persónu afa míns frá því hann var 16-17 ára. Þá buðum við fram okkar þekkingu og reynslu til að skilgreina mikilvæg hugtök á borð við pyntingar, og svona gæti ég lengi talið. Að lokum var hver einasta tillaga sem kom úr okkar horni hundsuð. Og aldrei var svo mikið sem leitast eftir viðtölum við fólkið sem gæti í hinum veigamestu þáttum útskýrt áhrif ríkisofbeldisins á manninn og hans nærumhverfi, svosem ömmu mína, ekkju Tryggva, eða bræður hans. Þrátt fyrir mikla biðlund okkar fólks fór það svo að nefndin vildi ekki eiga önnur samskipti en óformleg og aðeins við lögmenn málsaðila. Á útskúfun okkar fengum við enga skýringu. En allt fram að því að nefndin lagði undir lögmanninn okkar tillögu að bótum trúðum við því að sú tillaga myndi endurspegla ákveðna vinnu sem hlyti að hafa verið að eiga sér stað allan þennan tíma – því ekki var fólk að tala við okkur. Af fundinum kom lögmaðurinn svo með fáeinar tölur sem hann fékk að krota á lítinn seðil sér til minnis. Sýnist mér það boð hafa verið í samræmi við nýlegar fréttir um þær upphæðir sem ríkið hefur haft í „pottinum“ fyrir þetta mál, eins og blaðamaður Fréttablaðsins orðaði það svo óheppilega á dögunum. Fulltrúar stjórnvalda vildu bersýnilega ekki taka fyrir nema smáan hluti reynslunnar, í grunninn bara dagafjöldann sem hver maður var sviptur frelsinu. Útreikningur þeirra byggði víst á innlendu fordæmi, Vegasmálinu svokallaða, sem svipar ekki hið minnsta til þess máls sem hér um ræðir. Mestu máli skiptir að lítið sem ekkert tillit virðist hafa verið tekið til innihalds þeirra daga sem afi minn og aðrir þurftu að eyða undir því stöðuga sálræna og líkamlega leifturstríði sem fjölmörg gögn bera vitnisburð um að hafi átt sér stað í Síðumúlafangelsi svo mánuðum og árum skipti; ekki eitt einasta strik í reikninginn setti sú fyrirlitning sem opinberir starfsmenn sýndu ítrekað í málinu að þeir bæru í brjósti sér fyrir lífum og örlögum þessarra ungmenna, sem birtist í stanslausum niðurlægingum og niðurbroti.Spurningar Hvers vegna, spyr maður sig, er svona lítill vilji meðal stjórnvalda til að gera þetta mál hreinskilnislega upp? Í 45 ár hefur stefið verið á þann veg að æra þeirra sem brutu svo herfilega af sér í opinberu starfi hafi verið metin dýrmætari en æra einhvers „ógæfufólks“ sem varð fyrir hrottalegu ofbeldi af hálfu ríkisins. Á öllum stigum hefur kerfið varið sjálft sig og reynt að kæfa málið. Hversu meðvitað er ríkisstjórn Íslands nú að taka þátt í sambærilegri þöggun? Hvernig eigum við að túlka annað úr nýjustu vinnubrögðum hennar en að málstaður gerendanna sé óaðgreinanlegur frá málstaði stjórnvalda samtímans? Eða hvað nákvæmlega greinir þann yfirgang sem okkur hefur nú nýlegast verið sýndur frá þeim sem við höfum setið undir frá íslenskri embættismannastétt allt síðan afi minn var á táningsaldri? Við trúum ekki öðru en að íslenska þjóðin styðji okkur í áframhaldandi leit okkar að sannleika og réttlæti. Nú þarf Katrín Jakobsdóttir svo að ákveða hvort henni hugnist sá málstaður eða hvort hún vilji halda áfram að skýla raunverulegum gerendum þessa máls fram yfir gröf og dauða.Höfundur er barnabarn Tryggva Rúnars Leifssonar.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun