Isavia haggast ekki þrátt fyrir kröfu ALC um afhendingu flugvélar Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 6. maí 2019 12:00 Vél WOW air TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá því í mars. Vísir/Vilhelm Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation hefur greitt Isavia 87 milljóna króna skuld vegna kyrrsetningar á flugvél félagsins sem það leigði WOW air. Félagið krefst þess að flugvélin verði afhend fyrir klukkan tvö í dag. Flugvélin hefur verið kyrrsett síðan í mars en Isavia heldur henni eftir vegna vangoldinna gjalda WOW air upp á tvo milljarða króna. Isavia ætlar ekki að verða við kröfu Air Lease Corporation að sögn Guðjóns Helgasonar upplýsingafulltrúa ISAVIA. „Isavia hefur borist tilkynning frá lögmönnum ALC um greiðslu,“ segir Guðjón. „Það er hvorki fullnaðargreiðsla vegna skulda WOW air né fullnægjandi trygging og staða málsins er því óbreytt. Vélin verður áfram kyrrsett vegna skulda WOW sem nema rúmega tveimur milljörðum króna.“ Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að Isavia hafi verið heimilt að hamla för flugvélarinnar frá Keflavíkurflugvelli á meðan gjöld tengd þeirri flugvél eru ógreidd, en ekki vegna ógreiddra annarra gjalda WOW air við Isavia vegna flugvéla í eigu þriðja aðila. Isavia telur formgalla á niðurstöðu héraðsdóms og útkljá þurfi málið fyrir æðra dómstigi. „Eins og hefur komið fram áðu voru misvísandi forsendur í úrskurði dómara við Héraðsdóm Reykjaness. Þessvegna kærðum við úrskurðinn til Landsréttar á föstudaginn og Landsréttur hefur fengið úrskurðinn í sínar hendur því við teljum mikilvægt að fá niðurstöðu í málið fyrir æðra dómstigi,“ segir Guðjón. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Isavia kærir úrskurðinn Isavia hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness í mál félagsins gegn Air Lease Corporation (ALC) til Landsréttar. 3. maí 2019 16:26 Skuld WOW air ekki flugvélaleigunni óviðkomandi Héraðsdómur Reykjaness tekur afstöðu til þess í dag hvort flugvélaleiga fái aftur í hendurnar vél sem Isavia hefur haldið frá því að WOW air varð gjaldþrota í lok mars. 2. maí 2019 09:49 Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10 Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en ekki krefjast tveggja milljarða Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað að Isavia hafði lagaheimild í loftferðarlögum til þess að kyrrsetja Airbus vél Air Lease Corporation (ALC) við gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins við Isavia. 2. maí 2019 16:03 Segir að Isavia gæti þurft að óska eftir tryggingum frá flugfélögum verði niðurstaða héraðsdóms staðfest Forstjóri Isavia segir að ef bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu ALC beri einungis að greiða skuldir vegna einnar flugvélar WOW air við félagið geti það leitt til þess að færri flugfélög vilji lenda á Íslandi. 3. maí 2019 21:00 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation hefur greitt Isavia 87 milljóna króna skuld vegna kyrrsetningar á flugvél félagsins sem það leigði WOW air. Félagið krefst þess að flugvélin verði afhend fyrir klukkan tvö í dag. Flugvélin hefur verið kyrrsett síðan í mars en Isavia heldur henni eftir vegna vangoldinna gjalda WOW air upp á tvo milljarða króna. Isavia ætlar ekki að verða við kröfu Air Lease Corporation að sögn Guðjóns Helgasonar upplýsingafulltrúa ISAVIA. „Isavia hefur borist tilkynning frá lögmönnum ALC um greiðslu,“ segir Guðjón. „Það er hvorki fullnaðargreiðsla vegna skulda WOW air né fullnægjandi trygging og staða málsins er því óbreytt. Vélin verður áfram kyrrsett vegna skulda WOW sem nema rúmega tveimur milljörðum króna.“ Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að Isavia hafi verið heimilt að hamla för flugvélarinnar frá Keflavíkurflugvelli á meðan gjöld tengd þeirri flugvél eru ógreidd, en ekki vegna ógreiddra annarra gjalda WOW air við Isavia vegna flugvéla í eigu þriðja aðila. Isavia telur formgalla á niðurstöðu héraðsdóms og útkljá þurfi málið fyrir æðra dómstigi. „Eins og hefur komið fram áðu voru misvísandi forsendur í úrskurði dómara við Héraðsdóm Reykjaness. Þessvegna kærðum við úrskurðinn til Landsréttar á föstudaginn og Landsréttur hefur fengið úrskurðinn í sínar hendur því við teljum mikilvægt að fá niðurstöðu í málið fyrir æðra dómstigi,“ segir Guðjón.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Isavia kærir úrskurðinn Isavia hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness í mál félagsins gegn Air Lease Corporation (ALC) til Landsréttar. 3. maí 2019 16:26 Skuld WOW air ekki flugvélaleigunni óviðkomandi Héraðsdómur Reykjaness tekur afstöðu til þess í dag hvort flugvélaleiga fái aftur í hendurnar vél sem Isavia hefur haldið frá því að WOW air varð gjaldþrota í lok mars. 2. maí 2019 09:49 Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10 Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en ekki krefjast tveggja milljarða Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað að Isavia hafði lagaheimild í loftferðarlögum til þess að kyrrsetja Airbus vél Air Lease Corporation (ALC) við gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins við Isavia. 2. maí 2019 16:03 Segir að Isavia gæti þurft að óska eftir tryggingum frá flugfélögum verði niðurstaða héraðsdóms staðfest Forstjóri Isavia segir að ef bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu ALC beri einungis að greiða skuldir vegna einnar flugvélar WOW air við félagið geti það leitt til þess að færri flugfélög vilji lenda á Íslandi. 3. maí 2019 21:00 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Isavia kærir úrskurðinn Isavia hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness í mál félagsins gegn Air Lease Corporation (ALC) til Landsréttar. 3. maí 2019 16:26
Skuld WOW air ekki flugvélaleigunni óviðkomandi Héraðsdómur Reykjaness tekur afstöðu til þess í dag hvort flugvélaleiga fái aftur í hendurnar vél sem Isavia hefur haldið frá því að WOW air varð gjaldþrota í lok mars. 2. maí 2019 09:49
Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10
Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en ekki krefjast tveggja milljarða Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað að Isavia hafði lagaheimild í loftferðarlögum til þess að kyrrsetja Airbus vél Air Lease Corporation (ALC) við gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins við Isavia. 2. maí 2019 16:03
Segir að Isavia gæti þurft að óska eftir tryggingum frá flugfélögum verði niðurstaða héraðsdóms staðfest Forstjóri Isavia segir að ef bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu ALC beri einungis að greiða skuldir vegna einnar flugvélar WOW air við félagið geti það leitt til þess að færri flugfélög vilji lenda á Íslandi. 3. maí 2019 21:00