Kári lét Loga heyra það: „Þvílík andskotans firra“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. maí 2019 14:22 Kári Kristján Kristjánsson vísir/vilhelm Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV í Olísdeild karla, lét Loga Geirsson, einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, heyra það á samfélagsmiðlum í dag eftir að Logi sagði brot Kára á Heimi Óla Heimissyni verðskulda margra leikja bann. Aganefnd HSÍ fundar í dag um mál Kára Kristjáns sem fékk rautt spjald í leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla á dögunum. Kári fékk rauða spjaldið fyrir brot á Heimi Óla en sjónvarpsupptökur Stöðvar 2 Sport frá leiknum virðast sýna Kára setja olnbogann í höfuðið á Heimi. Í gær kom fram myndband með öðru sjónarhorni sem Kári sagði í samtali við Vísi að sannaði með óyggjandi hætti að hann væri fórnarlamb í málinu og að hann hafi verið að bera hendur fyrir sig þar sem Heimir Óli togaði hann niður.Logi Geirssons2 sportHeimir Óli var hins vegar ósammála frásögn Kára, sagði hana gjörsamlega út í Hróa og að hann hafi „aldrei heyrt um það að maður sem detti taki olnbogann og bombi honuum í andlitið á öðrum manni.“ Heimir sagðist jafnframt ekki hafa mátt æfa í gær vegna höfuðmeiðsla og óvíst sé um áframhaldandi þátttöku hans. Málið var tekið fyrir í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld og þar voru sérfræðingarnir nokkuð sammála um að Kári hefði brotið af sér og verðskuldað rautt spjald. Logi Geirsson fór svo langt að segja það verðskulda margra leikja bann því brotið hafi gerst þegar búið var að stöðva leikinn og þar með væri þetta árás en ekki leikbrot. Kári Kristján tók til samfélagsmiðla í dag og birti þar þriðja myndbandið sem í hans orðum er „enn betra sjónarhorn máli mínu til stuðnings.“ Kári segir Loga hafa vænt sig um einbeittan brotavilja. „Þvílík andskotans firra. Logi Geirsson hafðu þetta til hliðsjónar áður en þú setur þig í dómarasæti til þess eins að strauja mig út úr þessari úrslitakeppni og umfram allt hafðu skömm fyrir,“ skrifar Kári á Facebook. Kári var upphaflega dæmdur í eins leiks bann af aganefnd HSÍ en málsmeðferð er þó ekki lokið. Aganefnd kemur aftur saman í dag eftir að félögin gátu sent inn athugasemdir og sjónarmið. Úrskurður aganefndar í málinu verður líklega gerður opinber seinna í dag, en þriðji leikur liðanna fer fram á morgun. Olís-deild karla Tengdar fréttir Allt fór í háaloft í Eyjum: Sjáðu rauðu spjöldin sem fóru á loft Fjögur rauð spjöld sáust í leik Hauka og ÍBV í undanúrslitum Olís-deildarinnar. 3. maí 2019 11:37 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV í Olísdeild karla, lét Loga Geirsson, einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, heyra það á samfélagsmiðlum í dag eftir að Logi sagði brot Kára á Heimi Óla Heimissyni verðskulda margra leikja bann. Aganefnd HSÍ fundar í dag um mál Kára Kristjáns sem fékk rautt spjald í leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla á dögunum. Kári fékk rauða spjaldið fyrir brot á Heimi Óla en sjónvarpsupptökur Stöðvar 2 Sport frá leiknum virðast sýna Kára setja olnbogann í höfuðið á Heimi. Í gær kom fram myndband með öðru sjónarhorni sem Kári sagði í samtali við Vísi að sannaði með óyggjandi hætti að hann væri fórnarlamb í málinu og að hann hafi verið að bera hendur fyrir sig þar sem Heimir Óli togaði hann niður.Logi Geirssons2 sportHeimir Óli var hins vegar ósammála frásögn Kára, sagði hana gjörsamlega út í Hróa og að hann hafi „aldrei heyrt um það að maður sem detti taki olnbogann og bombi honuum í andlitið á öðrum manni.“ Heimir sagðist jafnframt ekki hafa mátt æfa í gær vegna höfuðmeiðsla og óvíst sé um áframhaldandi þátttöku hans. Málið var tekið fyrir í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld og þar voru sérfræðingarnir nokkuð sammála um að Kári hefði brotið af sér og verðskuldað rautt spjald. Logi Geirsson fór svo langt að segja það verðskulda margra leikja bann því brotið hafi gerst þegar búið var að stöðva leikinn og þar með væri þetta árás en ekki leikbrot. Kári Kristján tók til samfélagsmiðla í dag og birti þar þriðja myndbandið sem í hans orðum er „enn betra sjónarhorn máli mínu til stuðnings.“ Kári segir Loga hafa vænt sig um einbeittan brotavilja. „Þvílík andskotans firra. Logi Geirsson hafðu þetta til hliðsjónar áður en þú setur þig í dómarasæti til þess eins að strauja mig út úr þessari úrslitakeppni og umfram allt hafðu skömm fyrir,“ skrifar Kári á Facebook. Kári var upphaflega dæmdur í eins leiks bann af aganefnd HSÍ en málsmeðferð er þó ekki lokið. Aganefnd kemur aftur saman í dag eftir að félögin gátu sent inn athugasemdir og sjónarmið. Úrskurður aganefndar í málinu verður líklega gerður opinber seinna í dag, en þriðji leikur liðanna fer fram á morgun.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Allt fór í háaloft í Eyjum: Sjáðu rauðu spjöldin sem fóru á loft Fjögur rauð spjöld sáust í leik Hauka og ÍBV í undanúrslitum Olís-deildarinnar. 3. maí 2019 11:37 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Sjá meira
Allt fór í háaloft í Eyjum: Sjáðu rauðu spjöldin sem fóru á loft Fjögur rauð spjöld sáust í leik Hauka og ÍBV í undanúrslitum Olís-deildarinnar. 3. maí 2019 11:37