Kári: „Deginum ljósara að ég er fórnarlamb í þessu máli“ │Myndband Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. maí 2019 18:13 Kári og Heimir Óli liggja í gólfinu eftir umrætt atvik vísir/skjáskot Kári Kristján Kristjánsson fékk rautt spald fyrir brot á Heimi Óla Heimissyni í leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í gær. Aganefnd HSÍ dæmdi Kára Kristján í eins leiks bann þegar hún kom saman í dag, en málsmeðferð er þó ekki lokið því aganefndin kemur aftur saman á morgun þegar félögin hafa haft tíma til þess að senda inn sjónarmið og athugasemdir. Myndband tekið úr stúkunni í Vestmannaeyjum sýnir nýtt sjónarhorn á atvikið sem að mati Kára Kristjáns sannreynir sakleysi hans í málinu og á hann von á því að aganefnd afturkalli bannið. „Það sýnir allt sem segja þarf um máli. Heimir Óli veitist að mér í þessari senu,“ sagði Kári Kristján í samtali við Vísi í dag. „Ég hleyp til baka, Atli Báruson kemur með boltann að mér og ég brýt á Atla smekklega og passa að hann falli ekki beint til jarðar, ég hjálpa honum meira að segja í fallinu. Svo þegar ég stend upp þá veitist Heimir Óli að mér og innan skamms er hann búinn að toga mig niður í jörðina.“ „Ég á þess enga annars kosta völ en að bera hendur fyrir höfði mér þegar hann togar mig niður,“ svo lýsir Kári atvikinu. „Vissulega þá fer höndin í hann, endar eflaust á hausnum á honum, en sökin er hvergi nálægt mín þarna.“Klippa: Nýtt sjónarhorn á brot Kára Eins og áður segir er búið að dæma Kára í eins leiks bann en aganefnd á þó eftir að funda aftur um málið og á ÍBV færi á því að senda inn athugasemdir. Myndbandið mun væntanlega vera á meðal málsgagna sem ÍBV sendir inn, þar sem atvikið kemur mismunandi fyrir sjónir hvort sem er á umræddu myndbandi eða sjónvarpsupptökum. „Ég er fyrstur til að viðurkenna að eins og þetta lítur út frá upptökum Stöð 2 Sport frá leiknum, þá lítur þetta bara ekki vel út fyrir mig. Það lítur út eins og ég hafi bara snappað, ef svo má orði komast, misst stjórn á skapi mínu.“ „Þess vegna er mjög gott, frábært fyrir mig, að þetta myndband sé til og þá sjá allir hvernig sakir liggja.“ „Það er deginum ljósara að ég er fórnarlamb í þessu máli,“ segir Kári. Umrætt myndband má sjá hér fyrir ofan en upptökur frá Stöð 2 Sport eru neðst í fréttinni. Kári segist eiga von á því að aganefnd dragi leikbannið til baka þegar hún fer yfir málið á nýju á morgun. „Mér finndist það lang líklegast. Við fáum að senda inn gögn og þessi gögn eru vægast sagt óyggjandi. Það er mjög gott að aganefndin gefi okkur kost á því að senda inn gögn í þessu máli og þarna kemur sannleikurinn í ljós bersýnilega.“ „Sem er mjög gott, enda á að vera gegnsæi í þessu, og þá vinna allir.“ „Auðvitað getur dómurum yfirsést í hita leiksins, þetta var mjög erfiður leikur að dæma, mikið að gerast og mikið undir, mikill hiti í húsinu og að sjálfsögðu eru dómarar mannlegir og getur yfirsést svona hlutir. Ég ljái þeim það ekkert.“ „Þess vegna er frábært að við getum séð hvernig sakir standi,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson. Aganefnd fundar á morgun, laugardag, en næsti leikur í einvíginu er á sunnudaginn 5. maí í Schenkerhöllinni að Ásvöllum klukkan 16:00. Eftir sigur ÍBV í Eyjum er staðan í einvíginu jöfn, 1-1.Klippa: Rauðu spjöldin í Eyjum Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson fékk rautt spald fyrir brot á Heimi Óla Heimissyni í leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í gær. Aganefnd HSÍ dæmdi Kára Kristján í eins leiks bann þegar hún kom saman í dag, en málsmeðferð er þó ekki lokið því aganefndin kemur aftur saman á morgun þegar félögin hafa haft tíma til þess að senda inn sjónarmið og athugasemdir. Myndband tekið úr stúkunni í Vestmannaeyjum sýnir nýtt sjónarhorn á atvikið sem að mati Kára Kristjáns sannreynir sakleysi hans í málinu og á hann von á því að aganefnd afturkalli bannið. „Það sýnir allt sem segja þarf um máli. Heimir Óli veitist að mér í þessari senu,“ sagði Kári Kristján í samtali við Vísi í dag. „Ég hleyp til baka, Atli Báruson kemur með boltann að mér og ég brýt á Atla smekklega og passa að hann falli ekki beint til jarðar, ég hjálpa honum meira að segja í fallinu. Svo þegar ég stend upp þá veitist Heimir Óli að mér og innan skamms er hann búinn að toga mig niður í jörðina.“ „Ég á þess enga annars kosta völ en að bera hendur fyrir höfði mér þegar hann togar mig niður,“ svo lýsir Kári atvikinu. „Vissulega þá fer höndin í hann, endar eflaust á hausnum á honum, en sökin er hvergi nálægt mín þarna.“Klippa: Nýtt sjónarhorn á brot Kára Eins og áður segir er búið að dæma Kára í eins leiks bann en aganefnd á þó eftir að funda aftur um málið og á ÍBV færi á því að senda inn athugasemdir. Myndbandið mun væntanlega vera á meðal málsgagna sem ÍBV sendir inn, þar sem atvikið kemur mismunandi fyrir sjónir hvort sem er á umræddu myndbandi eða sjónvarpsupptökum. „Ég er fyrstur til að viðurkenna að eins og þetta lítur út frá upptökum Stöð 2 Sport frá leiknum, þá lítur þetta bara ekki vel út fyrir mig. Það lítur út eins og ég hafi bara snappað, ef svo má orði komast, misst stjórn á skapi mínu.“ „Þess vegna er mjög gott, frábært fyrir mig, að þetta myndband sé til og þá sjá allir hvernig sakir liggja.“ „Það er deginum ljósara að ég er fórnarlamb í þessu máli,“ segir Kári. Umrætt myndband má sjá hér fyrir ofan en upptökur frá Stöð 2 Sport eru neðst í fréttinni. Kári segist eiga von á því að aganefnd dragi leikbannið til baka þegar hún fer yfir málið á nýju á morgun. „Mér finndist það lang líklegast. Við fáum að senda inn gögn og þessi gögn eru vægast sagt óyggjandi. Það er mjög gott að aganefndin gefi okkur kost á því að senda inn gögn í þessu máli og þarna kemur sannleikurinn í ljós bersýnilega.“ „Sem er mjög gott, enda á að vera gegnsæi í þessu, og þá vinna allir.“ „Auðvitað getur dómurum yfirsést í hita leiksins, þetta var mjög erfiður leikur að dæma, mikið að gerast og mikið undir, mikill hiti í húsinu og að sjálfsögðu eru dómarar mannlegir og getur yfirsést svona hlutir. Ég ljái þeim það ekkert.“ „Þess vegna er frábært að við getum séð hvernig sakir standi,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson. Aganefnd fundar á morgun, laugardag, en næsti leikur í einvíginu er á sunnudaginn 5. maí í Schenkerhöllinni að Ásvöllum klukkan 16:00. Eftir sigur ÍBV í Eyjum er staðan í einvíginu jöfn, 1-1.Klippa: Rauðu spjöldin í Eyjum
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira