Isavia kærir úrskurðinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. maí 2019 16:26 Vél WOW air TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá því í mars. Vísir/vilhelm Isavia hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness í mál félagsins gegn Air Lease Corporation (ALC) til Landsréttar.Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í gær að Isavia hafi verið heimilt að hamla för flugvélarinnar TF-GPA frá Keflavíkurflugvelli á meðan gjöld tengd þeirri flugvél eru ógreidd, en ekki vegna ógreiddra annarra gjalda WOW air við Isavia vegna flugvéla í eigu þriðja aðila. Umrædd gjöld vélarinnar sem deilan snýst um nema 87 milljónum krónum.Sjá einnig: Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en ekki krefjast tveggja milljarðaALC hefur boðist til að greiða gjöldin gegn því að fá vélina afhenta, en ekki þá tvo milljarða sem er heildarskuld WOW air við Isavia. Það getur Isavia hins vegar ekki fallist á því félagið telur að það samræmist ekki „fyrri framkvæmd og skýru orðalagi lagaákvæðisins.“ Í tilkynningu frá Isavia segir að það sé mat félagsins að það sé „finna misvísandi umfjöllun í forsendum úrskurðarins um túlkun á efnislegri heimild til beitingar á því ákvæði loftferðalaga sem heimilar stöðvun flugvélar.“Verulegir hagsmunir undir Umrædd umfjöllun samræmist þannig ekki túlkun ákvæðisins að mati Isavia, ekki frekar en eldri dómaframkvæmd og dómafordæmum erlendis í samskonar málum, þar með talið í Bretlandi og Kanada. „Fjölmörg flugfélög sem nýta sér þjónustu Keflavíkurflugvallar eiga og hafa til umráða marga tugi eða hundruði flugvéla. Ef að sú forsenda úrskurðarins stendur, að beiting ákvæðisins eigi eingöngu við um hverja flugvél fyrir sig, mun það í grundvallaratriðum raska þeim forsendum sem gjaldtaka félagsins byggir á þegar kemur að innheimtu notendagjalda. Þessu ákvæði er meðal annars ætlað að koma í veg fyrir möguleika á misnotkun,“ segir í yfirlýsingu Isavia.Sjá einnig: Isavia vildi frekar vera hluti af lausn WOW air heldur en valdur að gjaldþroti þessÞar er jafnframt haft eftir starfandi forstjóra félagsins, Sveinbirni Indriðasyni, að verulegir hagsmunir séu tengdir núverandi framkvæmd loftferðalaga. „Hún auðveldar flugfélögum að taka ákvörðun um að hefja flug til landsins. Ef breyting verður á þessu gæti okkur til dæmis verið nauðugur sá kostur að óska eftir tryggingu frá þeim flugfélögum sem hyggjast hefja flug til Íslands,“ segir Sveinbjörn. „Það yrði íþyngjandi fyrir flugfélög og gæti haft neikvæð áhrif á íslenska ferðaþjónustu. Isavia hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til æðra dóms með það að markmiði að fá forsendum hans breytt.“ Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en ekki krefjast tveggja milljarða Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað að Isavia hafði lagaheimild í loftferðarlögum til þess að kyrrsetja Airbus vél Air Lease Corporation (ALC) við gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins við Isavia. 2. maí 2019 16:03 Isavia vildi frekar vera hluti af lausn WOW air heldur en valdur að gjaldþroti þess Starfandi forstjóri Isavia ræddi WOW air málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 2. maí 2019 18:57 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Isavia hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness í mál félagsins gegn Air Lease Corporation (ALC) til Landsréttar.Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í gær að Isavia hafi verið heimilt að hamla för flugvélarinnar TF-GPA frá Keflavíkurflugvelli á meðan gjöld tengd þeirri flugvél eru ógreidd, en ekki vegna ógreiddra annarra gjalda WOW air við Isavia vegna flugvéla í eigu þriðja aðila. Umrædd gjöld vélarinnar sem deilan snýst um nema 87 milljónum krónum.Sjá einnig: Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en ekki krefjast tveggja milljarðaALC hefur boðist til að greiða gjöldin gegn því að fá vélina afhenta, en ekki þá tvo milljarða sem er heildarskuld WOW air við Isavia. Það getur Isavia hins vegar ekki fallist á því félagið telur að það samræmist ekki „fyrri framkvæmd og skýru orðalagi lagaákvæðisins.“ Í tilkynningu frá Isavia segir að það sé mat félagsins að það sé „finna misvísandi umfjöllun í forsendum úrskurðarins um túlkun á efnislegri heimild til beitingar á því ákvæði loftferðalaga sem heimilar stöðvun flugvélar.“Verulegir hagsmunir undir Umrædd umfjöllun samræmist þannig ekki túlkun ákvæðisins að mati Isavia, ekki frekar en eldri dómaframkvæmd og dómafordæmum erlendis í samskonar málum, þar með talið í Bretlandi og Kanada. „Fjölmörg flugfélög sem nýta sér þjónustu Keflavíkurflugvallar eiga og hafa til umráða marga tugi eða hundruði flugvéla. Ef að sú forsenda úrskurðarins stendur, að beiting ákvæðisins eigi eingöngu við um hverja flugvél fyrir sig, mun það í grundvallaratriðum raska þeim forsendum sem gjaldtaka félagsins byggir á þegar kemur að innheimtu notendagjalda. Þessu ákvæði er meðal annars ætlað að koma í veg fyrir möguleika á misnotkun,“ segir í yfirlýsingu Isavia.Sjá einnig: Isavia vildi frekar vera hluti af lausn WOW air heldur en valdur að gjaldþroti þessÞar er jafnframt haft eftir starfandi forstjóra félagsins, Sveinbirni Indriðasyni, að verulegir hagsmunir séu tengdir núverandi framkvæmd loftferðalaga. „Hún auðveldar flugfélögum að taka ákvörðun um að hefja flug til landsins. Ef breyting verður á þessu gæti okkur til dæmis verið nauðugur sá kostur að óska eftir tryggingu frá þeim flugfélögum sem hyggjast hefja flug til Íslands,“ segir Sveinbjörn. „Það yrði íþyngjandi fyrir flugfélög og gæti haft neikvæð áhrif á íslenska ferðaþjónustu. Isavia hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til æðra dóms með það að markmiði að fá forsendum hans breytt.“
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en ekki krefjast tveggja milljarða Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað að Isavia hafði lagaheimild í loftferðarlögum til þess að kyrrsetja Airbus vél Air Lease Corporation (ALC) við gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins við Isavia. 2. maí 2019 16:03 Isavia vildi frekar vera hluti af lausn WOW air heldur en valdur að gjaldþroti þess Starfandi forstjóri Isavia ræddi WOW air málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 2. maí 2019 18:57 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en ekki krefjast tveggja milljarða Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað að Isavia hafði lagaheimild í loftferðarlögum til þess að kyrrsetja Airbus vél Air Lease Corporation (ALC) við gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins við Isavia. 2. maí 2019 16:03
Isavia vildi frekar vera hluti af lausn WOW air heldur en valdur að gjaldþroti þess Starfandi forstjóri Isavia ræddi WOW air málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 2. maí 2019 18:57