Ótrúlegu undirhandarskotin hans Hauks Þrastarsonar eru engin tilviljun Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. maí 2019 11:00 Magnað mark. mynd/skjáskot Haukur Þrastarson, leikmaður Selfoss í Olís-deild karla í handbolta, fór hamförum í fyrsta leik gegn Val í undanúrslitarimmu liðanna á þriðjudagskvöldið. Undrabarnið, sem fætt er árið 2001, skoraði þrettán mörk í sextán skotum, gaf þrjár stoðsendingar og var með fjórar löglegar stöðvanir en hann skoraði meðal annars markið sem kom leiknum í framlengingu. Haukur hefur heillað ekki bara Íslendinga heldur allan handboltaheiminn frá því á síðustu leiktíð þegar að hann var einn besti leikmaður deildarinnar aðeins sextán ára gamall. Hann er af mörgum talinn besti leikmaður heims í sínum árgangi og einn efnilegasti leikmaður heims en flest stórliðin í handboltaheiminum fylgjast grannt með honum. Haukur hefur mikið skorað með ótrúlegum undirhandarskotum í vetur en hann skoraði gjörsamlega geggjað mark á móti Val á þriðjudaginn með undirhandarskoti upp í samskeytin fjær sem fékk lýsendur leiksins til að spangóla.Mikið var rætt og ritað um markið á samfélagsmiðlum en einn handboltaáhugamaðurinn stakk upp á því á Twitter að Haukur myndi halda námskeið í undirhandarskotum fyrir HSÍ. „Þessi skot eru bara rugl. Ótrúleg skottækni,“ sagði Aðalsteinn Halldórsson. Örn Þrastarson, bróðir Hauks og þjálfari kvennaliðs Selfyssinga, svaraði með skemmtilegu myndbandi þar sem að hann sýndi að Haukur er búinn að vera að æfa þessi skot frá því að hann var bara polli. „Svona tækni er ekki tilviljun,“ segir Örn en á myndbandinu má sjá kornungan Hauk Þrastarson í Kiel-treyju númer 25 (númerið hans Hauks) að æfa undirhandarskot alveg eins og hann skoraði með á móti Val. Svo er bara spurning hvort hann muni þurfa stærri Kiel-treyju á næstu árum?Svona tækni er ekki tilviljun! #Aukaæfingin pic.twitter.com/oliD1blySP— Örn Þrastarson (@orntrastar7) May 1, 2019 Olís-deild karla Tengdar fréttir Patti: Haukur er magnaður gæi Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfoss var hæstánægður með sigur sinna manna gegn Val í kvöld. Leikurinn fór í framlengingu en heimamenn kláruðu leikinn að lokum með 2 mörkum, 36-34. 30. apríl 2019 23:13 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 36-34 | Haukur með sýningu og Selfoss vann í framlengingu Valsmenn komust tvisvar fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik en Selfoss náði í framlengingu í Hleðsluhöllinni á Iðu. Þar voru heimamenn sterkari og tóku sigurinn. 30. apríl 2019 23:15 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Haukur Þrastarson, leikmaður Selfoss í Olís-deild karla í handbolta, fór hamförum í fyrsta leik gegn Val í undanúrslitarimmu liðanna á þriðjudagskvöldið. Undrabarnið, sem fætt er árið 2001, skoraði þrettán mörk í sextán skotum, gaf þrjár stoðsendingar og var með fjórar löglegar stöðvanir en hann skoraði meðal annars markið sem kom leiknum í framlengingu. Haukur hefur heillað ekki bara Íslendinga heldur allan handboltaheiminn frá því á síðustu leiktíð þegar að hann var einn besti leikmaður deildarinnar aðeins sextán ára gamall. Hann er af mörgum talinn besti leikmaður heims í sínum árgangi og einn efnilegasti leikmaður heims en flest stórliðin í handboltaheiminum fylgjast grannt með honum. Haukur hefur mikið skorað með ótrúlegum undirhandarskotum í vetur en hann skoraði gjörsamlega geggjað mark á móti Val á þriðjudaginn með undirhandarskoti upp í samskeytin fjær sem fékk lýsendur leiksins til að spangóla.Mikið var rætt og ritað um markið á samfélagsmiðlum en einn handboltaáhugamaðurinn stakk upp á því á Twitter að Haukur myndi halda námskeið í undirhandarskotum fyrir HSÍ. „Þessi skot eru bara rugl. Ótrúleg skottækni,“ sagði Aðalsteinn Halldórsson. Örn Þrastarson, bróðir Hauks og þjálfari kvennaliðs Selfyssinga, svaraði með skemmtilegu myndbandi þar sem að hann sýndi að Haukur er búinn að vera að æfa þessi skot frá því að hann var bara polli. „Svona tækni er ekki tilviljun,“ segir Örn en á myndbandinu má sjá kornungan Hauk Þrastarson í Kiel-treyju númer 25 (númerið hans Hauks) að æfa undirhandarskot alveg eins og hann skoraði með á móti Val. Svo er bara spurning hvort hann muni þurfa stærri Kiel-treyju á næstu árum?Svona tækni er ekki tilviljun! #Aukaæfingin pic.twitter.com/oliD1blySP— Örn Þrastarson (@orntrastar7) May 1, 2019
Olís-deild karla Tengdar fréttir Patti: Haukur er magnaður gæi Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfoss var hæstánægður með sigur sinna manna gegn Val í kvöld. Leikurinn fór í framlengingu en heimamenn kláruðu leikinn að lokum með 2 mörkum, 36-34. 30. apríl 2019 23:13 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 36-34 | Haukur með sýningu og Selfoss vann í framlengingu Valsmenn komust tvisvar fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik en Selfoss náði í framlengingu í Hleðsluhöllinni á Iðu. Þar voru heimamenn sterkari og tóku sigurinn. 30. apríl 2019 23:15 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Patti: Haukur er magnaður gæi Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfoss var hæstánægður með sigur sinna manna gegn Val í kvöld. Leikurinn fór í framlengingu en heimamenn kláruðu leikinn að lokum með 2 mörkum, 36-34. 30. apríl 2019 23:13
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 36-34 | Haukur með sýningu og Selfoss vann í framlengingu Valsmenn komust tvisvar fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik en Selfoss náði í framlengingu í Hleðsluhöllinni á Iðu. Þar voru heimamenn sterkari og tóku sigurinn. 30. apríl 2019 23:15