Lögmaður Air Lease Corporation kannast ekki við dulbúnar persónulegar hótanir Sighvatur Jónsson skrifar 1. maí 2019 12:30 Munnlegur málflutningur verður í málinu á morgun og búist er við úrskurði um kröfu Air Lease Corporation síðdegis á morgun. Vísir/vilhelm Lögmaður bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation kannast ekki við að félagið beiti dulbúnum persónulegum hótunum, fái félagið ekki Airbus vél sína afhenta sem Isavia hefur kyrrsett. Lögmönnum Isavia hafi hins vegar verið gerð grein fyrir því að kannað verði hvort starfsmenn Isavia kunni að bera skaðabóta- eða refsiábyrgð í málinu. Fréttablaðið hefur eftir heimildum að Air Lease Corporation beiti dulbúnum hótunum um búsifjar íslenskra flugfélaga og annarra íslenskra fyrirtækja sem selja ferðir til og frá Bandaríkjunum í deilu sinni við Isavia um flugvél sem WOW air hafði á leigu. Vélin var kyrrsett við fall flugfélagsins vegna vangoldinna gjalda sem nema um tveimur milljörðum krónum. Þá eru erindrekar bandaríska félagsins sagðir gefa stjórnendum Isavia til kynna að þeir verði sóttir persónulega vegna málsins.Oddur Ástráðsson, lögmaður Air Lease Corporation.fréttablaðið/gvaOddur Ástráðsson, lögmaður Air Lease Corporation, segir undarlegt að svara fyrir óljósar fréttir um dulbúnar hótanir sem eru hafðar eftir nafnlausum heimildum. Hann segir að forsvarsmenn félagsins hafi sagt að allir möguleikar verði skoðaðir, meðal annars með því að leita til stjórnvalda í Bandaríkjunum eða stofnana Evrópusambandsins. „Við höfum sagt í samtölum okkar við lögmenn Isavia og í fjölmiðlum að eitt af því sem við munum kanna í framhaldinu er hvort einhver kunni að bera skaðabóta- eða refsiábyrgð vegna aðgerða Isavia. Það beinist þá í einhverjum skilningi persónulega að starfsfólki þess fyrirtækis. Ef það eru hinar dulbúnu persónulegu hótanir getum við gengist við þeim. Annað könnumst við nú ekki við,“ segir Oddur.Vél WOW air TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá því í mars.Vísir/vilhelmEðlilegt að leita diplómatískra leiða Fréttablaðið hefur eftir heimildum að fundað hafi verið með sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi hér á landi vegna málsins. Oddur segist hvorki geta staðfest það né neitað því. Hann segir að umbjóðendur sínir vinni að málinu á sínum enda líka. Ekkert óeðlilegt sé við það að nýta diplómatískar leiðir. Oddur bendir á að sama leið hafi verið farin í deilu vegna nýs Herjólfs þegar sendiherra Póllands á Íslandi hafði milligöngu um fund fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar og samgönguráðherra. „Framganga Isavia býr til orðsporsáhættu fyrir íslenskan flugrekstur og þeir verða auðvitað að sitja uppi með það,“ segir Oddur Ástráðsson, lögmaður Air Lease Corporation. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Lögmaður bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation kannast ekki við að félagið beiti dulbúnum persónulegum hótunum, fái félagið ekki Airbus vél sína afhenta sem Isavia hefur kyrrsett. Lögmönnum Isavia hafi hins vegar verið gerð grein fyrir því að kannað verði hvort starfsmenn Isavia kunni að bera skaðabóta- eða refsiábyrgð í málinu. Fréttablaðið hefur eftir heimildum að Air Lease Corporation beiti dulbúnum hótunum um búsifjar íslenskra flugfélaga og annarra íslenskra fyrirtækja sem selja ferðir til og frá Bandaríkjunum í deilu sinni við Isavia um flugvél sem WOW air hafði á leigu. Vélin var kyrrsett við fall flugfélagsins vegna vangoldinna gjalda sem nema um tveimur milljörðum krónum. Þá eru erindrekar bandaríska félagsins sagðir gefa stjórnendum Isavia til kynna að þeir verði sóttir persónulega vegna málsins.Oddur Ástráðsson, lögmaður Air Lease Corporation.fréttablaðið/gvaOddur Ástráðsson, lögmaður Air Lease Corporation, segir undarlegt að svara fyrir óljósar fréttir um dulbúnar hótanir sem eru hafðar eftir nafnlausum heimildum. Hann segir að forsvarsmenn félagsins hafi sagt að allir möguleikar verði skoðaðir, meðal annars með því að leita til stjórnvalda í Bandaríkjunum eða stofnana Evrópusambandsins. „Við höfum sagt í samtölum okkar við lögmenn Isavia og í fjölmiðlum að eitt af því sem við munum kanna í framhaldinu er hvort einhver kunni að bera skaðabóta- eða refsiábyrgð vegna aðgerða Isavia. Það beinist þá í einhverjum skilningi persónulega að starfsfólki þess fyrirtækis. Ef það eru hinar dulbúnu persónulegu hótanir getum við gengist við þeim. Annað könnumst við nú ekki við,“ segir Oddur.Vél WOW air TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá því í mars.Vísir/vilhelmEðlilegt að leita diplómatískra leiða Fréttablaðið hefur eftir heimildum að fundað hafi verið með sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi hér á landi vegna málsins. Oddur segist hvorki geta staðfest það né neitað því. Hann segir að umbjóðendur sínir vinni að málinu á sínum enda líka. Ekkert óeðlilegt sé við það að nýta diplómatískar leiðir. Oddur bendir á að sama leið hafi verið farin í deilu vegna nýs Herjólfs þegar sendiherra Póllands á Íslandi hafði milligöngu um fund fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar og samgönguráðherra. „Framganga Isavia býr til orðsporsáhættu fyrir íslenskan flugrekstur og þeir verða auðvitað að sitja uppi með það,“ segir Oddur Ástráðsson, lögmaður Air Lease Corporation.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira