Hótar öllu illu verði vélinni ekki skilað Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 1. maí 2019 07:15 Steven Udvar-Hazy, stjórnarformaður Air Lease Corporation. NordicPhotos/Getty Dulbúnum hótunum um búsifjar íslenskra flugfélaga og annarra íslenskra fyrirtækja sem selja ferðir til og frá Bandaríkjunum eru meðal þeirra meðala sem beitt er í deilum bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation (ALC) og Isavia. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Eru erindrekar félagsins einnig sagðir gefa stjórnendum Isavia til kynna að spjótum kunni að verða beint að þeim persónulega vegna málsins. Málið varðar flugvél í eigu ALC sem WOW air hafði á leigu en Isavia hefur kyrrsett vegna vangoldinna lendingar- og annarra flugvallagjalda flugfélagsins. Pólitísk tengsl milljarðamæringsins Steven F. Udvar-Házy, stjórnarformanns og stofnanda ALC, eru sterk í Bandaríkjunum og ná allt til ráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump. Udvar-Házy hefur ekki farið leynt með bræði sína vegna kyrrsetningar Isavia á vél ALC. Í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum fyrr í vikunni segir hann að allra leiða verði leitað til að fá kyrrsetningunni hnekkt og það muni valda miklum álitshnekki fyrir íslensk stjórnvöld. Segir hann meðal annars að leitað verði liðsinnis bandarískra stjórnvalda og stofnana Evrópusambandsins vegna málsins. Heimildir blaðsins herma að sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi hafi átt fundi hérlendis vegna málsins. Málið hefur þó ekki komið inn á borð utanríkisráðuneytisins samkvæmt svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. ALC hefur lagt fram aðfararbeiðni gegn Isavia og krefst afhendingar flugvélarinnar á þeim grunni meðal annars að engin lagaheimild sé fyrir kyrrsetningunni enda um eign þriðja aðila að ræða. Þá er því meðal annars haldið fram að engin lagaheimild sé fyrir kyrrsetningu vélarinnar þar sem flugfélagið hafi ekki haft umráð yfir vélinni þegar félagið var úrskurðað gjaldþrota. Einnig er gagnrýnt að Isavia hafi ekki gripið fyrr í taumana vegna vanefnda á greiðslu gjaldanna. Með athafnaleysinu hafi Isavia farið í bága við eigin reglur. Hin vangoldnu gjöld sem kyrrsetning hinnar umdeildu vélar grundvallast á nema um það bil tveimur milljörðum króna, en þau varða ekki nema að litlu leyti þá tilteknu vél sem kyrrsett hefur verið heldur fjölda annarra flugvéla sem WOW air hafði á leigu. Eftir framlagningu aðfararbeiðninnar sendi ALC Isavia tilboð um sátt í málinu þess efnis að ALC greiddi þau gjöld sem rekja megi beint til notkunar þeirrar tilteknu vélar sem kyrrsett er, með þeim fyrirvara þó að félagið telji enga greiðsluskyldu hvíla á félaginu. Isavia hafnaði tilboðinu skömmu eftir fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Málið verður flutt munnlega í fyrramálið og úrskurðar um kröfu ALC er að vænta síðdegis á morgun. Birtist í Fréttablaðinu Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira
Dulbúnum hótunum um búsifjar íslenskra flugfélaga og annarra íslenskra fyrirtækja sem selja ferðir til og frá Bandaríkjunum eru meðal þeirra meðala sem beitt er í deilum bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation (ALC) og Isavia. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Eru erindrekar félagsins einnig sagðir gefa stjórnendum Isavia til kynna að spjótum kunni að verða beint að þeim persónulega vegna málsins. Málið varðar flugvél í eigu ALC sem WOW air hafði á leigu en Isavia hefur kyrrsett vegna vangoldinna lendingar- og annarra flugvallagjalda flugfélagsins. Pólitísk tengsl milljarðamæringsins Steven F. Udvar-Házy, stjórnarformanns og stofnanda ALC, eru sterk í Bandaríkjunum og ná allt til ráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump. Udvar-Házy hefur ekki farið leynt með bræði sína vegna kyrrsetningar Isavia á vél ALC. Í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum fyrr í vikunni segir hann að allra leiða verði leitað til að fá kyrrsetningunni hnekkt og það muni valda miklum álitshnekki fyrir íslensk stjórnvöld. Segir hann meðal annars að leitað verði liðsinnis bandarískra stjórnvalda og stofnana Evrópusambandsins vegna málsins. Heimildir blaðsins herma að sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi hafi átt fundi hérlendis vegna málsins. Málið hefur þó ekki komið inn á borð utanríkisráðuneytisins samkvæmt svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. ALC hefur lagt fram aðfararbeiðni gegn Isavia og krefst afhendingar flugvélarinnar á þeim grunni meðal annars að engin lagaheimild sé fyrir kyrrsetningunni enda um eign þriðja aðila að ræða. Þá er því meðal annars haldið fram að engin lagaheimild sé fyrir kyrrsetningu vélarinnar þar sem flugfélagið hafi ekki haft umráð yfir vélinni þegar félagið var úrskurðað gjaldþrota. Einnig er gagnrýnt að Isavia hafi ekki gripið fyrr í taumana vegna vanefnda á greiðslu gjaldanna. Með athafnaleysinu hafi Isavia farið í bága við eigin reglur. Hin vangoldnu gjöld sem kyrrsetning hinnar umdeildu vélar grundvallast á nema um það bil tveimur milljörðum króna, en þau varða ekki nema að litlu leyti þá tilteknu vél sem kyrrsett hefur verið heldur fjölda annarra flugvéla sem WOW air hafði á leigu. Eftir framlagningu aðfararbeiðninnar sendi ALC Isavia tilboð um sátt í málinu þess efnis að ALC greiddi þau gjöld sem rekja megi beint til notkunar þeirrar tilteknu vélar sem kyrrsett er, með þeim fyrirvara þó að félagið telji enga greiðsluskyldu hvíla á félaginu. Isavia hafnaði tilboðinu skömmu eftir fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Málið verður flutt munnlega í fyrramálið og úrskurðar um kröfu ALC er að vænta síðdegis á morgun.
Birtist í Fréttablaðinu Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira