Verðmat Capacent á Skeljungi lækkar lítillega Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. maí 2019 09:45 Hlutabréf í Skeljungi hafa hækkað um 12 prósent á árinu. Fréttablaðið/GVA Greinendur Capacent hafa lækkað verðmat sitt á Skeljungi um þrjú prósent og meta nú gengi hlutabréfa í olíufélaginu á 8,1 krónu á hlut. Til samanburðar stóð gengi bréfanna í 8,04 krónum á hlut þegar markaðir lokuðu síðdegis í gær. Lakari sjóðsstaða Skeljungs og breytt rekstrarspá sérfræðinga Capacent fyrir þetta ár skýra lægra verðmat ráðgjafafyrirtækisins en á móti vegur að hluta lægri fjármagnskostnaður olíufélagsins. Í verðmati Capacent, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að allt hafi unnið með Skeljungi í fyrra þegar félagið skilaði metafkomu. Olíuverð hafi hækkað auk þess sem umsvif í íslenska hagkerfinu hafi verið mikil og fjöldi ferðamanna í hæstu hæðum. Greinendur Capacent gera ráð fyrir að EBITDA Skeljungs - afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta - verði jákvæð um 3.153 milljónir króna í ár en til samanburðar gera áætlanir stjórnenda olíufélagsins ráð fyrir að EBITDA ársins verði á bilinu 3.000 til 3.200 milljónir króna. Er meðal annars tekið fram í verðmatinu að stjórnendur Skeljungs hafi hagrætt umtalsvert í rekstrinum sem sýni sig meðal annars í því að launakostnaður hafi dregist saman um 130 milljónir króna eða sex prósent í fyrra. Samfara því að framlegð hafi aukist meira en kostnaður hafi rekstrarhagnaður sem hlutfall af framlegð farið úr 24,9 prósentum í 30,4 prósent. Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Sjá meira
Greinendur Capacent hafa lækkað verðmat sitt á Skeljungi um þrjú prósent og meta nú gengi hlutabréfa í olíufélaginu á 8,1 krónu á hlut. Til samanburðar stóð gengi bréfanna í 8,04 krónum á hlut þegar markaðir lokuðu síðdegis í gær. Lakari sjóðsstaða Skeljungs og breytt rekstrarspá sérfræðinga Capacent fyrir þetta ár skýra lægra verðmat ráðgjafafyrirtækisins en á móti vegur að hluta lægri fjármagnskostnaður olíufélagsins. Í verðmati Capacent, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að allt hafi unnið með Skeljungi í fyrra þegar félagið skilaði metafkomu. Olíuverð hafi hækkað auk þess sem umsvif í íslenska hagkerfinu hafi verið mikil og fjöldi ferðamanna í hæstu hæðum. Greinendur Capacent gera ráð fyrir að EBITDA Skeljungs - afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta - verði jákvæð um 3.153 milljónir króna í ár en til samanburðar gera áætlanir stjórnenda olíufélagsins ráð fyrir að EBITDA ársins verði á bilinu 3.000 til 3.200 milljónir króna. Er meðal annars tekið fram í verðmatinu að stjórnendur Skeljungs hafi hagrætt umtalsvert í rekstrinum sem sýni sig meðal annars í því að launakostnaður hafi dregist saman um 130 milljónir króna eða sex prósent í fyrra. Samfara því að framlegð hafi aukist meira en kostnaður hafi rekstrarhagnaður sem hlutfall af framlegð farið úr 24,9 prósentum í 30,4 prósent.
Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Sjá meira