Palestínskur stjórnmálaleiðtogi býður Hatara til Palestínu í þakklætisskyni Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2019 18:17 Mustafa Barghouti hefur rekið hjálparsamtök í Palestínu í áratugi. Getty/Issam Rimawi Mustafa Barghouti, palestínskur stjórnmálamaður og læknir, hafði samband við liðsmenn Hatara og þakkaði þeim fyrir að sýna Palestínu samstöðu í Eurovision. Þá bauð hann Hatara til Ramallah, höfuðborgar Palestínu. Þetta tilkynnti Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvara Hatara, á Dan Panorama-hótelinu í Tel Aviv í dag þar sem íslenski Eurovision-hópurinn dvelur. Barghouti er palestínskur læknir og stjórnmálamaður sem rekið hefur hjálparsamtök í Palestínu í áratugi. Hann var þar að auki tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels árið 2010. Hann fer fyrir stjórnmálaflokknum Þjóðarfrumkvæði Palestínu (e. Palestinian National Initiative) sem berst fyrir sjálfstæðu, palestínsku lýðræðisríki. Barghouti er stuðningsmaður hinnar palestínsku BDS-hreyfingar, sem berst fyrir sniðgöngu Ísraels. Samtökin PACBI, einn angi hreyfingarinnar, gáfu þó lítið fyrir gjörning Hatara í yfirlýsingu sem þau sendu frá sér í gær. Í yfrlýsingunni sagði að þó að meðlimir Hatara hafi sýnt samstöðu með Palestínu þegar þeir strengdu á milli sín fána ríkisins í beinni Eurovision-útsendingu í gær sé ekki hægt að samþykkja gjörninginn. Réttast hefði verið að sniðganga söngvakeppnina alfarið. Barghouti virðist hins vegar fagna gjörningnum, ef marka má tilkynningu Matthíasar. Matthías segir Barghouti kunna Hatara bestu þakkir fyrir framgöngu þeirra í keppninni. Sem þakklætisvott vilji hann bjóða Hatara til Ramallah til sérstakrar hátíðar, þar sem þeim yrði þakkað fyrir stuðninginn við Palestínu. Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30 Þúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Yfir átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv í gær. 19. maí 2019 17:12 Samtök um sniðgöngu Ísrael skammast út í Hatara Samtökin PACBI, eða BDS, sem berjast fyrir sniðgöngu Ísrael, gefa lítið fyrir gjörning meðlima hljómsveitarinnar Hatari á Eurovision. 19. maí 2019 07:42 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík Sjá meira
Mustafa Barghouti, palestínskur stjórnmálamaður og læknir, hafði samband við liðsmenn Hatara og þakkaði þeim fyrir að sýna Palestínu samstöðu í Eurovision. Þá bauð hann Hatara til Ramallah, höfuðborgar Palestínu. Þetta tilkynnti Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvara Hatara, á Dan Panorama-hótelinu í Tel Aviv í dag þar sem íslenski Eurovision-hópurinn dvelur. Barghouti er palestínskur læknir og stjórnmálamaður sem rekið hefur hjálparsamtök í Palestínu í áratugi. Hann var þar að auki tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels árið 2010. Hann fer fyrir stjórnmálaflokknum Þjóðarfrumkvæði Palestínu (e. Palestinian National Initiative) sem berst fyrir sjálfstæðu, palestínsku lýðræðisríki. Barghouti er stuðningsmaður hinnar palestínsku BDS-hreyfingar, sem berst fyrir sniðgöngu Ísraels. Samtökin PACBI, einn angi hreyfingarinnar, gáfu þó lítið fyrir gjörning Hatara í yfirlýsingu sem þau sendu frá sér í gær. Í yfrlýsingunni sagði að þó að meðlimir Hatara hafi sýnt samstöðu með Palestínu þegar þeir strengdu á milli sín fána ríkisins í beinni Eurovision-útsendingu í gær sé ekki hægt að samþykkja gjörninginn. Réttast hefði verið að sniðganga söngvakeppnina alfarið. Barghouti virðist hins vegar fagna gjörningnum, ef marka má tilkynningu Matthíasar. Matthías segir Barghouti kunna Hatara bestu þakkir fyrir framgöngu þeirra í keppninni. Sem þakklætisvott vilji hann bjóða Hatara til Ramallah til sérstakrar hátíðar, þar sem þeim yrði þakkað fyrir stuðninginn við Palestínu.
Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30 Þúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Yfir átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv í gær. 19. maí 2019 17:12 Samtök um sniðgöngu Ísrael skammast út í Hatara Samtökin PACBI, eða BDS, sem berjast fyrir sniðgöngu Ísrael, gefa lítið fyrir gjörning meðlima hljómsveitarinnar Hatari á Eurovision. 19. maí 2019 07:42 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík Sjá meira
Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30
Þúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Yfir átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv í gær. 19. maí 2019 17:12
Samtök um sniðgöngu Ísrael skammast út í Hatara Samtökin PACBI, eða BDS, sem berjast fyrir sniðgöngu Ísrael, gefa lítið fyrir gjörning meðlima hljómsveitarinnar Hatari á Eurovision. 19. maí 2019 07:42