Á móti sól og GRL PWR á Þjóðhátíð Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 17. maí 2019 07:15 Lukku Láki, SpriteZeroKlan, Jói og Króli bregða á leik, en þeir bera merki samtakanna Bleiki fíllinn, sem vinnur forvarnarstarf gegn kynferðisafbrotum á hátíðinni. Mynd/Ketchup Creative Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fer fram dagana 2.-4. ágúst í sumar, en hátíðin hefur verið haldin með hléum frá árinu 1874. Nú er búið að auglýsa að margir af vinsælustu listamönnum landsins koma fram á hátíðinni í ár. Má þar meðal annars nefna GDRN, ClubDub, Hugin og Herra Hnetusmjör, en þau fjögur munu einnig koma fram á Húkkaraballinu á fimmtudeginum. Í dag verða kynnt fimm atriði til viðbótar, en það eru Á móti sól, stúlknahljómsveitin GRL PWR, rappararnir JóiXKróli, Lukku Láki og SpriteZeroKlan. „Við erum með einvalalið tónlistarfólks að spila í ár. Það er líka skemmtilegt að Á móti sól spilar nú í tíunda skiptið á Þjóðhátíð,“ segir Jón Gunnar Geirdal, en hann er kynningarfulltrúi hátíðarinnar sjöunda árið í röð. Hann segir söluna fara vel af stað og það fari að styttast í að vinsælustu Herjólfsferðirnar verði uppseldar. Salka Sól, söng- og leikkona, kemur fram á hátíðinni með hljómsveitinni GRL PWR. Um stofnun sveitarinnar segir Salka að þær hafi upphaflega ætlað að koma fram í einungis eitt skipti, á tónleikum á Húrra þar sem þær sungu Spice Girls lög. Salka segir kvöldið hafa gengið vonum framar og því hafi þær ákveðið að halda áfram, en í dag tekur sveitin lög eftir fleiri söngdívur inn á milli Spice Girls slagaranna. „Það er alltaf nóg að gera fyrir tónlistarfólk yfir þessa helgi. Maður er yfirleitt á flakki um landið að spila eins mikið og maður getur. Þetta er í þriðja sinn sem ég kem fram á hátíðinni, en ég er mjög ánægð með að vera að spila á sunnudeginum. Ég spilaði einmitt á sunnudeginum í fyrra sem var alveg mögnuð upplifun,“ segir Salka. Sveitina skipa nokkrar af fremstu söngkonum landsins, þær Elísabet Ormslev, Þuríður Blær, Karó, Stefanía Svavars og svo Salka. Lukku Láki er tiltölulega nýkominn á sjónarsviðið en hann gaf út sína fyrstu plötu fyrir tveimur vikum sem hefur fengið einstaklega góðar viðtökur. „Ég bjóst ekki við að fólk myndi taka svona vel í plötuna, enda er þetta mín fyrsta útgáfa. En ég er með rosalega gott bakland með mér í þessu,“ segir Lukku Láki og bætir við: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir að fá að spila fyrir svona mikinn fjölda og það með mínum bestu vinum. Gaman að bæta við að ég hef aldrei farið á Þjóðhátíð og spila svo þar í minni fyrstu ferð.“ Miða á hátíðina er hægt að nálgast á síðunni dalurinn.is. Birtist í Fréttablaðinu Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fleiri fréttir Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Sjá meira
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fer fram dagana 2.-4. ágúst í sumar, en hátíðin hefur verið haldin með hléum frá árinu 1874. Nú er búið að auglýsa að margir af vinsælustu listamönnum landsins koma fram á hátíðinni í ár. Má þar meðal annars nefna GDRN, ClubDub, Hugin og Herra Hnetusmjör, en þau fjögur munu einnig koma fram á Húkkaraballinu á fimmtudeginum. Í dag verða kynnt fimm atriði til viðbótar, en það eru Á móti sól, stúlknahljómsveitin GRL PWR, rappararnir JóiXKróli, Lukku Láki og SpriteZeroKlan. „Við erum með einvalalið tónlistarfólks að spila í ár. Það er líka skemmtilegt að Á móti sól spilar nú í tíunda skiptið á Þjóðhátíð,“ segir Jón Gunnar Geirdal, en hann er kynningarfulltrúi hátíðarinnar sjöunda árið í röð. Hann segir söluna fara vel af stað og það fari að styttast í að vinsælustu Herjólfsferðirnar verði uppseldar. Salka Sól, söng- og leikkona, kemur fram á hátíðinni með hljómsveitinni GRL PWR. Um stofnun sveitarinnar segir Salka að þær hafi upphaflega ætlað að koma fram í einungis eitt skipti, á tónleikum á Húrra þar sem þær sungu Spice Girls lög. Salka segir kvöldið hafa gengið vonum framar og því hafi þær ákveðið að halda áfram, en í dag tekur sveitin lög eftir fleiri söngdívur inn á milli Spice Girls slagaranna. „Það er alltaf nóg að gera fyrir tónlistarfólk yfir þessa helgi. Maður er yfirleitt á flakki um landið að spila eins mikið og maður getur. Þetta er í þriðja sinn sem ég kem fram á hátíðinni, en ég er mjög ánægð með að vera að spila á sunnudeginum. Ég spilaði einmitt á sunnudeginum í fyrra sem var alveg mögnuð upplifun,“ segir Salka. Sveitina skipa nokkrar af fremstu söngkonum landsins, þær Elísabet Ormslev, Þuríður Blær, Karó, Stefanía Svavars og svo Salka. Lukku Láki er tiltölulega nýkominn á sjónarsviðið en hann gaf út sína fyrstu plötu fyrir tveimur vikum sem hefur fengið einstaklega góðar viðtökur. „Ég bjóst ekki við að fólk myndi taka svona vel í plötuna, enda er þetta mín fyrsta útgáfa. En ég er með rosalega gott bakland með mér í þessu,“ segir Lukku Láki og bætir við: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir að fá að spila fyrir svona mikinn fjölda og það með mínum bestu vinum. Gaman að bæta við að ég hef aldrei farið á Þjóðhátíð og spila svo þar í minni fyrstu ferð.“ Miða á hátíðina er hægt að nálgast á síðunni dalurinn.is.
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fleiri fréttir Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Sjá meira