Rachel McAdams leikur íslenska söngkonu í Eurovision-mynd Will Ferrell Birgir Olgeirsson skrifar 15. maí 2019 07:36 McAdams er í Ísrael til að kynna sér Eurovision-keppnina. Vísir/Getty Leikkonan Rachel McAdams mun leika íslenska söngkonu í væntanlegri mynd bandaríska grínistans Will Ferrell um Eurovision-söngvakeppnina. Myndin mun einfaldlega kallast Eurovision en McAdams er stödd í Tel Aviv í Ísrael til að kynnas sér keppnina. Verður myndin tekin upp í Pinewood-myndverinu í Lundúnum í sumar. „Þetta er í fyrsta skiptið sem ég fer til Ísrael og ég veit ekkert við hverju ég á að búast,“ sagði McAdamas við Variety áður en hún fór til Ísrael. „Ég varð að stökkva á tækifærið.“McAdams hefur komið víða við á ferli sínu en hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Spotlight. Hún og Ferrell hafa áður leikið í sömu mynd en þó ekki á móti hvort öðru, en það var myndin Wedding Crashers sem kom út árið 2005. Leikstjóri þeirrar myndar var David Dobkin sem mun einmitt leikstýra Eurovision-myndinni. Will Ferrell leikur eitt af aðalhlutverkunum í myndinni ásamt því að skrifa handrit hennar. Var Ferrell einmitt staddur á Eurovision-keppninni í fyrra og einnig í ár en myndin er framleidd fyrir streymisveituna Netflix. Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Ísrael Netflix Tengdar fréttir Will Ferrell gerir grínmynd um Eurovision Gamanleikarinn frægi Will Ferrell hefur náð samkomulagi við Netflix um framleiðslu á grínmynd með söngleikjaívafi sem fjallar um Eurovision. 18. júní 2018 19:49 Júrógarðurinn: Þurfti að mana sig upp í að tala við Will Ferrell Það er komið að úrslitastundu í Eurovision en lokakvöldið fer fram annað kvöld í Altice-höllinni í Lissabon. 11. maí 2018 15:45 Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Fleiri fréttir Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Leikkonan Rachel McAdams mun leika íslenska söngkonu í væntanlegri mynd bandaríska grínistans Will Ferrell um Eurovision-söngvakeppnina. Myndin mun einfaldlega kallast Eurovision en McAdams er stödd í Tel Aviv í Ísrael til að kynnas sér keppnina. Verður myndin tekin upp í Pinewood-myndverinu í Lundúnum í sumar. „Þetta er í fyrsta skiptið sem ég fer til Ísrael og ég veit ekkert við hverju ég á að búast,“ sagði McAdamas við Variety áður en hún fór til Ísrael. „Ég varð að stökkva á tækifærið.“McAdams hefur komið víða við á ferli sínu en hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Spotlight. Hún og Ferrell hafa áður leikið í sömu mynd en þó ekki á móti hvort öðru, en það var myndin Wedding Crashers sem kom út árið 2005. Leikstjóri þeirrar myndar var David Dobkin sem mun einmitt leikstýra Eurovision-myndinni. Will Ferrell leikur eitt af aðalhlutverkunum í myndinni ásamt því að skrifa handrit hennar. Var Ferrell einmitt staddur á Eurovision-keppninni í fyrra og einnig í ár en myndin er framleidd fyrir streymisveituna Netflix.
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Ísrael Netflix Tengdar fréttir Will Ferrell gerir grínmynd um Eurovision Gamanleikarinn frægi Will Ferrell hefur náð samkomulagi við Netflix um framleiðslu á grínmynd með söngleikjaívafi sem fjallar um Eurovision. 18. júní 2018 19:49 Júrógarðurinn: Þurfti að mana sig upp í að tala við Will Ferrell Það er komið að úrslitastundu í Eurovision en lokakvöldið fer fram annað kvöld í Altice-höllinni í Lissabon. 11. maí 2018 15:45 Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Fleiri fréttir Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Will Ferrell gerir grínmynd um Eurovision Gamanleikarinn frægi Will Ferrell hefur náð samkomulagi við Netflix um framleiðslu á grínmynd með söngleikjaívafi sem fjallar um Eurovision. 18. júní 2018 19:49
Júrógarðurinn: Þurfti að mana sig upp í að tala við Will Ferrell Það er komið að úrslitastundu í Eurovision en lokakvöldið fer fram annað kvöld í Altice-höllinni í Lissabon. 11. maí 2018 15:45