Féll á lygaprófi í þættinum sem tekinn var af dagskrá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. maí 2019 13:22 Jeremy Kyle er stjórnandi þáttarins. Mynd/ITV Breskir þingmenn hafa skorað á ITV-sjónvarpsstöðina þar í landi að hætta alfarið við frekari framleiðslu á The Jeremy Kyle Show eftir að karlmaður sem átti að koma fram í þættinum lést stuttu eftir að þátturinn sem hann var gestur í var tekinn upp.Fjölmiðlar í Bretlandi greina frá því í dag að maðurinn hafi fallið á lygaprófi í þættinum sem hann samþykkti að gangast undir til þess að sannfæra unnustu sína um að hann hefði ekki haldið fram hjá henni. Batt hún enda á sambandið í kjölfarið. Maðurinn lést um viku eftir að þátturinn sem hann átti að koma fram í var tekinn upp. Verið er að rannsaka með hvaða hætti andlát hans bar að. ITV hefur tekið þáttinn af dagskrá á meðan málið er til rannsóknar.Þá hefur eldri þáttum og efni úr þáttunum sem nálgast mátti á vef ITV verið eytt út, en þátturinn var eitt vinsælasta sjónvarpsefni sjónvarpstöðvarinnar. Þingmenn í Bretlandi hafa hvatt forsvarsmenn ITV til þess að hætta alfarið við þáttinn. Þar á meðal er Charles Walker, þingmaður Íhaldsflokksins og varaformaður nefndar breska þingsins um sjálfsvíg og forvarnir gegn þeim. „The Jeremy Kyle Show er búinn að vera, það er langt síðan hann var búinn að vera. Nú er sérstök vika ætluð vitundarvakningu um geðheilsu og það besta sem ITV gæti gert væri að hætta við þáttinn,“ sagði Walker. Sagði Walker að þátturinn væri byggður á því að níðast á minnimáttar og að dagskrárgerð þáttarins væri ekki í samræmi við ábyrgð og skyldur ábyrgrar sjónvarpsstöðvar. Undir orð Walkers tóku fjölmargir þingmenn. Í þáttunum tekur stjórnandinn, Jeremy Kyle, á móti gestum sem yfirleitt eiga í einhvers konar deilum sín á milli. Á vefsíðu þáttarins er auglýst eftir þátttakendum sem vilji ræða ýmis konar vandamál á borð við forræðisdeilur, sambandsslit og fíknisjúkdóma svo dæmi séu tekin. Þátturinn snýst svo um það að Kyle reynir að miðla málum en oftar en ekki sýður upp úr á milli þátttakenda. ITV segir að framleiðsla þáttarins verði tekin til rannsóknar eftir dauðsfall mannsins og að í bili verði ekki fleiri þættir sýndir, né framleiddir. Bretland Tengdar fréttir Vinsæll breskur þáttur tekinn af dagskrá eftir dauðsfall þátttakanda Breska sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að taka The Jeremy Kyle Show tímabundið af dagskrá á meðan dauðsfall þátttakenda stutti eftir að hann kom fram í þættinum er rannsakað. 13. maí 2019 10:35 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Breskir þingmenn hafa skorað á ITV-sjónvarpsstöðina þar í landi að hætta alfarið við frekari framleiðslu á The Jeremy Kyle Show eftir að karlmaður sem átti að koma fram í þættinum lést stuttu eftir að þátturinn sem hann var gestur í var tekinn upp.Fjölmiðlar í Bretlandi greina frá því í dag að maðurinn hafi fallið á lygaprófi í þættinum sem hann samþykkti að gangast undir til þess að sannfæra unnustu sína um að hann hefði ekki haldið fram hjá henni. Batt hún enda á sambandið í kjölfarið. Maðurinn lést um viku eftir að þátturinn sem hann átti að koma fram í var tekinn upp. Verið er að rannsaka með hvaða hætti andlát hans bar að. ITV hefur tekið þáttinn af dagskrá á meðan málið er til rannsóknar.Þá hefur eldri þáttum og efni úr þáttunum sem nálgast mátti á vef ITV verið eytt út, en þátturinn var eitt vinsælasta sjónvarpsefni sjónvarpstöðvarinnar. Þingmenn í Bretlandi hafa hvatt forsvarsmenn ITV til þess að hætta alfarið við þáttinn. Þar á meðal er Charles Walker, þingmaður Íhaldsflokksins og varaformaður nefndar breska þingsins um sjálfsvíg og forvarnir gegn þeim. „The Jeremy Kyle Show er búinn að vera, það er langt síðan hann var búinn að vera. Nú er sérstök vika ætluð vitundarvakningu um geðheilsu og það besta sem ITV gæti gert væri að hætta við þáttinn,“ sagði Walker. Sagði Walker að þátturinn væri byggður á því að níðast á minnimáttar og að dagskrárgerð þáttarins væri ekki í samræmi við ábyrgð og skyldur ábyrgrar sjónvarpsstöðvar. Undir orð Walkers tóku fjölmargir þingmenn. Í þáttunum tekur stjórnandinn, Jeremy Kyle, á móti gestum sem yfirleitt eiga í einhvers konar deilum sín á milli. Á vefsíðu þáttarins er auglýst eftir þátttakendum sem vilji ræða ýmis konar vandamál á borð við forræðisdeilur, sambandsslit og fíknisjúkdóma svo dæmi séu tekin. Þátturinn snýst svo um það að Kyle reynir að miðla málum en oftar en ekki sýður upp úr á milli þátttakenda. ITV segir að framleiðsla þáttarins verði tekin til rannsóknar eftir dauðsfall mannsins og að í bili verði ekki fleiri þættir sýndir, né framleiddir.
Bretland Tengdar fréttir Vinsæll breskur þáttur tekinn af dagskrá eftir dauðsfall þátttakanda Breska sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að taka The Jeremy Kyle Show tímabundið af dagskrá á meðan dauðsfall þátttakenda stutti eftir að hann kom fram í þættinum er rannsakað. 13. maí 2019 10:35 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Vinsæll breskur þáttur tekinn af dagskrá eftir dauðsfall þátttakanda Breska sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að taka The Jeremy Kyle Show tímabundið af dagskrá á meðan dauðsfall þátttakenda stutti eftir að hann kom fram í þættinum er rannsakað. 13. maí 2019 10:35