Gagnkvæm viðurkenning Kína og Íslands á háskólanámi mikið réttindamál Heimir Már Pétursson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 13. maí 2019 23:45 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, er stödd í Kína um þessar mundir. Ísland og Kína munu viðurkenna háskólamenntun hvors ríkis fyrir sig eftir að menntamálaráðherrar ríkjanna undirrituðu samning þar að lútandi í Beijing í dag. Þá var einnig undirritaður samningur um menningarsamskipti ríkjanna. Lilja Alfreðsdóttir skrifaði undir þessa tvo samninga hér í Beijing fyrr í dag ásamt kínverskum kollegum sínum. Haldið var upp á þessi tímamót með móttöku á heimili sendiherra Íslands í Beijing. „Við vorum í fyrsta lagi að undirrita samning er varðar menntamál um gagnkvæma viðurkenningu á háskólanámi milli beggja landa. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður og hann skiptir mjög miklu máli fyrir það að auka samskipti og menntun á milli ríkjanna og svo í öðru lagi vorum við að skrifa undir endurnýjaðan menningarsamning á milli ríkjanna,“ segir Lilja. Kína hefur gert sams konar samninga við um fimmtíu önnur ríki, meðal annars hin Norðurlöndin. En þar til nú hafa til að mynda Kínverjar sem hlotið hafa háskólagráður á Íslandi ekki fengið þær metnar í heimalandinu. „Þetta er mikið réttindamál fyrir þá nemendur sem hafa verið að mennta sig í báðum ríkjum,“ segir Lilja.Það hlýtur að vera mikill fengur fyrir Íslendinga að hafa aðgang með sínum prófum hér í þessu rúmlega milljarða landi? „Við sjáum það og það er auðvitað alltaf vaxandi áhugi á öllu sem er kínverskt. Við sjáum líka að fjöldi kínverskra ferðamanna sem er að koma til Íslands, hann hefur aukist um 400 prósent á átta árum þannig að það eru feikileg tækifæri hér,“ segir Lilja. Kína Menning Skóla - og menntamál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Sjá meira
Ísland og Kína munu viðurkenna háskólamenntun hvors ríkis fyrir sig eftir að menntamálaráðherrar ríkjanna undirrituðu samning þar að lútandi í Beijing í dag. Þá var einnig undirritaður samningur um menningarsamskipti ríkjanna. Lilja Alfreðsdóttir skrifaði undir þessa tvo samninga hér í Beijing fyrr í dag ásamt kínverskum kollegum sínum. Haldið var upp á þessi tímamót með móttöku á heimili sendiherra Íslands í Beijing. „Við vorum í fyrsta lagi að undirrita samning er varðar menntamál um gagnkvæma viðurkenningu á háskólanámi milli beggja landa. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður og hann skiptir mjög miklu máli fyrir það að auka samskipti og menntun á milli ríkjanna og svo í öðru lagi vorum við að skrifa undir endurnýjaðan menningarsamning á milli ríkjanna,“ segir Lilja. Kína hefur gert sams konar samninga við um fimmtíu önnur ríki, meðal annars hin Norðurlöndin. En þar til nú hafa til að mynda Kínverjar sem hlotið hafa háskólagráður á Íslandi ekki fengið þær metnar í heimalandinu. „Þetta er mikið réttindamál fyrir þá nemendur sem hafa verið að mennta sig í báðum ríkjum,“ segir Lilja.Það hlýtur að vera mikill fengur fyrir Íslendinga að hafa aðgang með sínum prófum hér í þessu rúmlega milljarða landi? „Við sjáum það og það er auðvitað alltaf vaxandi áhugi á öllu sem er kínverskt. Við sjáum líka að fjöldi kínverskra ferðamanna sem er að koma til Íslands, hann hefur aukist um 400 prósent á átta árum þannig að það eru feikileg tækifæri hér,“ segir Lilja.
Kína Menning Skóla - og menntamál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Sjá meira