Rannsókn á nauðgunarmáli Assange opnuð aftur Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2019 09:34 Eva-Marie Persson, vararíkissaksóknari, tilkynnti um að mál Assange hefði verið opnað aftur í morgun. Vísir/EPA Saksóknarar í Svíþjóð hafa opnað aftur rannsókn á ásökunum gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks, um nauðgun. Lögmaður konu sem sakar Assange um nauðgun fór fram á að málið yrði tekið upp aftur, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Það er enn rökstuddur grunur um að herra Assange hafi framið nauðgun,“ sagði Eva-Marie Persson, vararíkissaksóknari Svíþjóðar, þegar hún tilkynnti um ákvörðunina í morgun. Sænsk yfirvöld krefjast framsals Assange. Saksóknararnir segja að það þurfi að gerast hratt því meint brot hans fyrnist á næsta ári. Þörf sé á að yfirheyra hann. Assange neitar sök. Saksóknarar létu málið falla niður eftir að hann neitaði að gefa skýrslu í Svíþjóð. Leitaði Assange meðal annars hælis í sendiráði Ekvadors í London og dvaldi þar í sjö ár til að komast hjá því að vera framseldur til Svíþjóðar. Ekvadorsk stjórnvöld sviptu hann hæli í apríl. Breskur dómstóll dæmdi Assange í fimmtíu vikna fangelsi fyrir að brjóta gegn skilmálum lausnar gegn tryggingu sem hann fékk áður en hann leitaði hælis í sendiráðinu. Bandaríkjastjórn vill einnig fá Assange framseldan en hann er ákærður þar fyrir að hafa átt þátt í tölvuinnbrotinu sem kom fjölda leynilegra skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar í hendur Wikileaks árið 2010. Bretland Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Pamela Anderson og Kristinn Hrafnsson þau fyrstu til að hitta Assange Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, segir að málið sé alvarlegt og snúist um líf eða dauða. 7. maí 2019 13:39 Segir Assange hafa notað sendiráðið til njósna Forseti Ekvadors segist hafa fengið tryggingar frá breskum stjórnvöldum um að þau gæti að mannréttindum Julians Assange, stofnanda Wikileaks. 15. apríl 2019 07:45 Segir Assange hafa makað saur á sendiráðsveggina Forseti Ekvadors segir að það hafi verið nægileg ástæða til að afturkalla hæli stofnanda Wikileaks. 16. apríl 2019 23:27 Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Sjá meira
Saksóknarar í Svíþjóð hafa opnað aftur rannsókn á ásökunum gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks, um nauðgun. Lögmaður konu sem sakar Assange um nauðgun fór fram á að málið yrði tekið upp aftur, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Það er enn rökstuddur grunur um að herra Assange hafi framið nauðgun,“ sagði Eva-Marie Persson, vararíkissaksóknari Svíþjóðar, þegar hún tilkynnti um ákvörðunina í morgun. Sænsk yfirvöld krefjast framsals Assange. Saksóknararnir segja að það þurfi að gerast hratt því meint brot hans fyrnist á næsta ári. Þörf sé á að yfirheyra hann. Assange neitar sök. Saksóknarar létu málið falla niður eftir að hann neitaði að gefa skýrslu í Svíþjóð. Leitaði Assange meðal annars hælis í sendiráði Ekvadors í London og dvaldi þar í sjö ár til að komast hjá því að vera framseldur til Svíþjóðar. Ekvadorsk stjórnvöld sviptu hann hæli í apríl. Breskur dómstóll dæmdi Assange í fimmtíu vikna fangelsi fyrir að brjóta gegn skilmálum lausnar gegn tryggingu sem hann fékk áður en hann leitaði hælis í sendiráðinu. Bandaríkjastjórn vill einnig fá Assange framseldan en hann er ákærður þar fyrir að hafa átt þátt í tölvuinnbrotinu sem kom fjölda leynilegra skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar í hendur Wikileaks árið 2010.
Bretland Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Pamela Anderson og Kristinn Hrafnsson þau fyrstu til að hitta Assange Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, segir að málið sé alvarlegt og snúist um líf eða dauða. 7. maí 2019 13:39 Segir Assange hafa notað sendiráðið til njósna Forseti Ekvadors segist hafa fengið tryggingar frá breskum stjórnvöldum um að þau gæti að mannréttindum Julians Assange, stofnanda Wikileaks. 15. apríl 2019 07:45 Segir Assange hafa makað saur á sendiráðsveggina Forseti Ekvadors segir að það hafi verið nægileg ástæða til að afturkalla hæli stofnanda Wikileaks. 16. apríl 2019 23:27 Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Sjá meira
Pamela Anderson og Kristinn Hrafnsson þau fyrstu til að hitta Assange Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, segir að málið sé alvarlegt og snúist um líf eða dauða. 7. maí 2019 13:39
Segir Assange hafa notað sendiráðið til njósna Forseti Ekvadors segist hafa fengið tryggingar frá breskum stjórnvöldum um að þau gæti að mannréttindum Julians Assange, stofnanda Wikileaks. 15. apríl 2019 07:45
Segir Assange hafa makað saur á sendiráðsveggina Forseti Ekvadors segir að það hafi verið nægileg ástæða til að afturkalla hæli stofnanda Wikileaks. 16. apríl 2019 23:27
Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00