Foreldrar óttast um öryggi barna vegna tveggja bruna á skömmum tíma: „Við ætlum ekki að búa við þetta“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. maí 2019 19:00 Foreldrar barna í Seljaskóla í Breiðholti eru áhyggjufullir yfir því að kviknað hafi í skólanum í nótt, í annað sinn á mjög skömmum tíma. Skólastjórinn deilir áhyggjum foreldra og segir brýnt að komast til botns í málinu. Tíu kennslustofur skemmdust í brunanum í nótt og þurfa um 250 nemendur að mæta annað en í sínar bekkjarstofur það sem eftir er skólaársins. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út um klukkan hálf eitt í nótt eftir að mikill eldur kom upp í þaki skólans. Aðstæður til slökkvistarfsins voru heldur erfiðar og tók langan tíma að slökkva eldinn. Þakið á húsinu féll á fimmta tímanum og var þá hafist handa við að tína klæðinguna af þakinu þannig að hægt væri að slökkva í glæðum. Slökkvistarfi lauk klukkan tólf í hádeginu og var vettvangur færður lögreglu til rannsóknar sem vinnu nú að því að leiða eldsupptökin í ljós. Eldurinn kom upp íálmu þar sem sjö kennslustofur og þrír stórir salir eru. Þar eru kennslurými fyrir um 250 börn. Eldurinn fór ekki inn í stofurnar þar sem þakplatan var steypt en þangað lak mikið vatn. „Skemmtir af völdum vatns og reyks eru gríðarlegar og ég held að það sé lagt þar til við getum verið að kenna þar. Þetta er gríðarlegt innbústjón. Það eru námsgögn og tölvur og er allt undirlagt vatni,“ segir Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskjóla. Tjónið hlaupi líklega á tugum milljóna. Búið er að aflýsa skólastarfi á morgun. Þá verður ekki hægt að kenna í þessum hluta skólans á næstunni en Magnús segir að góðir grannar hafi boðið fram pláss til kennslu, til dæmis kirkjan og íþróttafélagið. Þetta er í annað sinn sem eldur kemur upp í skólanum. Það gerðist einnig í mars en þá hafði eldurinn kviknað út frá rafmagni. Magnús segir of snemmt að segja til um hvort það sama eigi við núna en það verði að komast til botns í málinu. „Það skiptir öllu máli fyrir vinnustað með 670 börnum að hér verði öllum steinum snúið við til þess að það sé á hreinu hvað er. Við ætlum ekki að búa við þetta,“ segir Magnús Þór. Foreldrar séu áhyggjufullir. „Við skiljum það að fólk hrökkvi við þegar kviknar aftur í. Ég fullvissa fólk um það að við deildum þessu öllu. Við erum búin að vera funda hér í allan dag og kjarninn er alltaf þessi, að hér verði allt eins og það á að vera,“ segir Magnús Þór. Reykjavík Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Foreldrar barna í Seljaskóla í Breiðholti eru áhyggjufullir yfir því að kviknað hafi í skólanum í nótt, í annað sinn á mjög skömmum tíma. Skólastjórinn deilir áhyggjum foreldra og segir brýnt að komast til botns í málinu. Tíu kennslustofur skemmdust í brunanum í nótt og þurfa um 250 nemendur að mæta annað en í sínar bekkjarstofur það sem eftir er skólaársins. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út um klukkan hálf eitt í nótt eftir að mikill eldur kom upp í þaki skólans. Aðstæður til slökkvistarfsins voru heldur erfiðar og tók langan tíma að slökkva eldinn. Þakið á húsinu féll á fimmta tímanum og var þá hafist handa við að tína klæðinguna af þakinu þannig að hægt væri að slökkva í glæðum. Slökkvistarfi lauk klukkan tólf í hádeginu og var vettvangur færður lögreglu til rannsóknar sem vinnu nú að því að leiða eldsupptökin í ljós. Eldurinn kom upp íálmu þar sem sjö kennslustofur og þrír stórir salir eru. Þar eru kennslurými fyrir um 250 börn. Eldurinn fór ekki inn í stofurnar þar sem þakplatan var steypt en þangað lak mikið vatn. „Skemmtir af völdum vatns og reyks eru gríðarlegar og ég held að það sé lagt þar til við getum verið að kenna þar. Þetta er gríðarlegt innbústjón. Það eru námsgögn og tölvur og er allt undirlagt vatni,“ segir Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskjóla. Tjónið hlaupi líklega á tugum milljóna. Búið er að aflýsa skólastarfi á morgun. Þá verður ekki hægt að kenna í þessum hluta skólans á næstunni en Magnús segir að góðir grannar hafi boðið fram pláss til kennslu, til dæmis kirkjan og íþróttafélagið. Þetta er í annað sinn sem eldur kemur upp í skólanum. Það gerðist einnig í mars en þá hafði eldurinn kviknað út frá rafmagni. Magnús segir of snemmt að segja til um hvort það sama eigi við núna en það verði að komast til botns í málinu. „Það skiptir öllu máli fyrir vinnustað með 670 börnum að hér verði öllum steinum snúið við til þess að það sé á hreinu hvað er. Við ætlum ekki að búa við þetta,“ segir Magnús Þór. Foreldrar séu áhyggjufullir. „Við skiljum það að fólk hrökkvi við þegar kviknar aftur í. Ég fullvissa fólk um það að við deildum þessu öllu. Við erum búin að vera funda hér í allan dag og kjarninn er alltaf þessi, að hér verði allt eins og það á að vera,“ segir Magnús Þór.
Reykjavík Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira