Nær Rose að verja titilinn í fjandsamlegu andrúmslofti? Pétur Marinó Jónsson skrifar 11. maí 2019 12:00 Andrade gefur Rose Namajunas rós. Vísir/Getty UFC 237 fer fram í kvöld í Rio de Janeiro í Brasilíu. Í aðalbardaga kvöldsins mun Rose Namajunas freista þess að verja titilinn á heimavelli andstæðingsins. Strávigtarmeistarinn Rose Namajunas hefur ekki barist síðan hún sigraði Joanna Jedrzejczyk í apríl í fyrra. Það var hennar fyrsta titilvörn en í hennar næstu titilvörn mætir hún hinni brasilísu Jessica Andrade í Brasilíu. ‘Thug Rose’ kom verulega á óvart þegar hún rotaði Joanna Jedrzejczyk í nóvember 2017 og vann beltið. Það var hennar fyrsta rothögg á ferlinum en fram að því hafði hún helst verið þekkt fyrir tilþrif í gólfglímunni. Þær mættust aftur í apríl 2018 og gekk ýmislegt á fyrir þann bardaga sem kom þó Namajunas ekkert við. Tveimur dögum fyrir bardagakvöldið ákvað Conor McGregor að ráðast á rútu sem innihélt Khabib Nurmagomedov eins og frægt er. Namajunas var í rútunni og var hún í áfalli eftir árás Conor. Litlu munaði að hún myndi hætta við bardagann en hélt þó áfram og átti frábæra frammistöðu gegn Jedrzejczyk. Namajunas lenti í mörgum áföllum í æsku og átti erfitt með að vinna úr árás Conor McGregor. Namajunas fór ekki úr húsi lengi og var einnig að glíma við meiðsli sem héldu henni frá búrinu. Núna fer hún inn í erfiðar aðstæður gegn hættulegum andstæðingi. Namajunas mætir Jessicu Andrade og eru brasilísku aðdáendurnir þekktir fyrir að láta vel í sér heyra í höllinni og ekkert alltaf á jákvæðu nótunum í garð utanaðkomandi bardagamanna. Trevor Wittman, yfirþjálfari Namajunas, vildi ekki sjá Namajunas fara til Brasilíu til að verja titilinn en Namajunas var sjálf óhrædd við að samþykkja að fara í fjandsamlegar aðstæður. Andrade er grimm í búrinu og er sigurstranglegri hjá veðbönkum. Andrade er aðeins með eitt tap í strávigtinni gegn fyrrnefndri Jedrzejczyk en það var fyrri titilbardaganum hennar. Núna fær hún annað tækifæri á beltinu og gæti þetta orðið virkilega skemmtilegur bardagi. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og eru nokkrar gamlar kempur sem berjast á kvöldinu. Anderson Silva mætir Jared Cannonier í næstsíðasta bardaga kvöldsins og Jose Aldo mætir Alex Volkanovski í mikilvægum bardaga í fjaðurvigt. MMA Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Í beinni: Arsenal - Newcastle | Newcastle getur komist upp fyrir Arsenal Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin Sjá meira
UFC 237 fer fram í kvöld í Rio de Janeiro í Brasilíu. Í aðalbardaga kvöldsins mun Rose Namajunas freista þess að verja titilinn á heimavelli andstæðingsins. Strávigtarmeistarinn Rose Namajunas hefur ekki barist síðan hún sigraði Joanna Jedrzejczyk í apríl í fyrra. Það var hennar fyrsta titilvörn en í hennar næstu titilvörn mætir hún hinni brasilísu Jessica Andrade í Brasilíu. ‘Thug Rose’ kom verulega á óvart þegar hún rotaði Joanna Jedrzejczyk í nóvember 2017 og vann beltið. Það var hennar fyrsta rothögg á ferlinum en fram að því hafði hún helst verið þekkt fyrir tilþrif í gólfglímunni. Þær mættust aftur í apríl 2018 og gekk ýmislegt á fyrir þann bardaga sem kom þó Namajunas ekkert við. Tveimur dögum fyrir bardagakvöldið ákvað Conor McGregor að ráðast á rútu sem innihélt Khabib Nurmagomedov eins og frægt er. Namajunas var í rútunni og var hún í áfalli eftir árás Conor. Litlu munaði að hún myndi hætta við bardagann en hélt þó áfram og átti frábæra frammistöðu gegn Jedrzejczyk. Namajunas lenti í mörgum áföllum í æsku og átti erfitt með að vinna úr árás Conor McGregor. Namajunas fór ekki úr húsi lengi og var einnig að glíma við meiðsli sem héldu henni frá búrinu. Núna fer hún inn í erfiðar aðstæður gegn hættulegum andstæðingi. Namajunas mætir Jessicu Andrade og eru brasilísku aðdáendurnir þekktir fyrir að láta vel í sér heyra í höllinni og ekkert alltaf á jákvæðu nótunum í garð utanaðkomandi bardagamanna. Trevor Wittman, yfirþjálfari Namajunas, vildi ekki sjá Namajunas fara til Brasilíu til að verja titilinn en Namajunas var sjálf óhrædd við að samþykkja að fara í fjandsamlegar aðstæður. Andrade er grimm í búrinu og er sigurstranglegri hjá veðbönkum. Andrade er aðeins með eitt tap í strávigtinni gegn fyrrnefndri Jedrzejczyk en það var fyrri titilbardaganum hennar. Núna fær hún annað tækifæri á beltinu og gæti þetta orðið virkilega skemmtilegur bardagi. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og eru nokkrar gamlar kempur sem berjast á kvöldinu. Anderson Silva mætir Jared Cannonier í næstsíðasta bardaga kvöldsins og Jose Aldo mætir Alex Volkanovski í mikilvægum bardaga í fjaðurvigt.
MMA Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Í beinni: Arsenal - Newcastle | Newcastle getur komist upp fyrir Arsenal Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin Sjá meira