Haukur snýr heim úr heimsendingum Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. maí 2019 09:14 Haukur Jarl Kristjánsson. Haukur Jarl Kristjánsson snýr aftur til fyrirtækisins The Engine, dótturfyrirtækisins auglýsingastofunnar Pipars/TBWA, sem sér um markaðssetningu á netinu. Haukur Jarl hefur búið og starfað í Berlín undanfarin fjögur ár, en þar áður starfaði hann fyrir forvera The Engine, fyrirtækinu Nordic eMarketing, á árabilinu 2008 til 2015. Þar vann hann til verðlauna árið 2014 fyrir bestu „PPC-herferðina“ á European Search Awards. Í tilkynningu þar sem greint er frá vistaskiptum hans segir að í Berlín hafi Haukur í fyrstu starfað hjá Foodpanda, þar sem hann var yfir leitarvélamarkaðssetningu fyrirtækisins. Síðar tók hann við 15 manna markaðsteymi hjá Delivery Hero sem er talið framarlega í heimsendingum á mat. Delivery Hero starfar í rúmlega 40 löndum, sér um meira en 250 þúsund veitingastaði og afgreiddi rúmlega 369 milljónir pantanir á síðasta ári. Störf hans fyrir Delivery Hero skiluðu honum verðlaunum fyrir árangursríkustu notkun tækni í leitarherferð á The Drum Search Awards í apríl.Spennandi markaður heima Haft er eftir Hauki í tilkynningunni að það hafi verið mikil áskorun að starfa fyrir slíkt stórfyrirtæki. „Það starfa rúmlega 19.000 manns á heimsvísu hjá Delivery Hero og þar af er markaðsdeildin í höfuðstöðvunum í Berlín um 200 manns. Ég var ábyrgur fyrir miklum fjárhæðum og að þeim væri eytt skynsamlega í leitarvélamarkaðssetningu sem er gríðarlega mikilvæg fyrir fyrirtæki sem ætla sér að ná góðum árangri á netinu,“ segir Haukur Jarl sem stýrði teymi sem sá um daglegan rekstur herferða á margvíslegum tungumálum. „Seinna var ég svo í forsvari fyrir fjölbreytt teymi sem einbeitti sér alfarið að tækni sem tengist netmarkaðssetningu. Þar bættist við mikil reynsla í bankann sem ég tek með mér hingað. Það er áhugaverður og spennandi markaður hér heima og ég mun koma til með innleiða þessa aðferða- og hugmyndafræði fyrir viðskiptavini The Engine. Hér á landi eru mikil sóknarfæri í þessum geira, ekki síst fyrir fyrirtæki sem ætla sér að ná árangri í markaðssetningu á netinu,“ segir Haukur Jarl. Vistaskipti Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Sjá meira
Haukur Jarl Kristjánsson snýr aftur til fyrirtækisins The Engine, dótturfyrirtækisins auglýsingastofunnar Pipars/TBWA, sem sér um markaðssetningu á netinu. Haukur Jarl hefur búið og starfað í Berlín undanfarin fjögur ár, en þar áður starfaði hann fyrir forvera The Engine, fyrirtækinu Nordic eMarketing, á árabilinu 2008 til 2015. Þar vann hann til verðlauna árið 2014 fyrir bestu „PPC-herferðina“ á European Search Awards. Í tilkynningu þar sem greint er frá vistaskiptum hans segir að í Berlín hafi Haukur í fyrstu starfað hjá Foodpanda, þar sem hann var yfir leitarvélamarkaðssetningu fyrirtækisins. Síðar tók hann við 15 manna markaðsteymi hjá Delivery Hero sem er talið framarlega í heimsendingum á mat. Delivery Hero starfar í rúmlega 40 löndum, sér um meira en 250 þúsund veitingastaði og afgreiddi rúmlega 369 milljónir pantanir á síðasta ári. Störf hans fyrir Delivery Hero skiluðu honum verðlaunum fyrir árangursríkustu notkun tækni í leitarherferð á The Drum Search Awards í apríl.Spennandi markaður heima Haft er eftir Hauki í tilkynningunni að það hafi verið mikil áskorun að starfa fyrir slíkt stórfyrirtæki. „Það starfa rúmlega 19.000 manns á heimsvísu hjá Delivery Hero og þar af er markaðsdeildin í höfuðstöðvunum í Berlín um 200 manns. Ég var ábyrgur fyrir miklum fjárhæðum og að þeim væri eytt skynsamlega í leitarvélamarkaðssetningu sem er gríðarlega mikilvæg fyrir fyrirtæki sem ætla sér að ná góðum árangri á netinu,“ segir Haukur Jarl sem stýrði teymi sem sá um daglegan rekstur herferða á margvíslegum tungumálum. „Seinna var ég svo í forsvari fyrir fjölbreytt teymi sem einbeitti sér alfarið að tækni sem tengist netmarkaðssetningu. Þar bættist við mikil reynsla í bankann sem ég tek með mér hingað. Það er áhugaverður og spennandi markaður hér heima og ég mun koma til með innleiða þessa aðferða- og hugmyndafræði fyrir viðskiptavini The Engine. Hér á landi eru mikil sóknarfæri í þessum geira, ekki síst fyrir fyrirtæki sem ætla sér að ná árangri í markaðssetningu á netinu,“ segir Haukur Jarl.
Vistaskipti Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Sjá meira