Í tíu ára fangelsi fyrir að breyta ferðalagi ungrar konu í martröð Birgir Olgeirsson skrifar 28. maí 2019 23:07 Marcus Allyn Keith Martin hlaut tíu ára fangelsisrefsingu vegna málsins. Sunday Night Ástralskur karlmaður sem nauðgaði breskri konu í óbyggðum Queensland hefur verið dæmdur til tíu ára fangelsisvistar. Maðurinn heitir Marcus Allyn Keith Martin og er 25 ára. Hann játaði að hafa nauðgað og svipt hina 22 ára gömlu Elisha Greer frelsi. Hélt hann henni fanginni á meðan 1.600 kílómetra langri ferð stóð árið 2017 en Greer var meðal annars barin og hótað með skotvopni sem var haldið að höfði hennar. Greer, sem er frá Liverpool, var bjargað þegar lögreglan stöðvaði fjórhjóladrifna jeppan sem henni var haldið í. Dómarinn í málinu sagði að Martin þyrfti að minnsta kosti að afplána áttatíu prósent af fangelsisvistinni. Við réttarhöldin kom fram að Martin og Greer hafi kynnst í partíi í janúar árið 2017 og tekið saman fljótlega eftir það. Martin er þó sagður hafa verið farinn að beita Greer ofbeldi áður en langt um leið.Elisha Greer sagði sögu sína í Sunday NightÞau lögðu af stað í ferðalag en skömmu síðar hafði Martin svipt hana frelsi ásamt því að berja hana og nauðga ítrekað. Lögregla batt enda á þessa fjögurra vikna löngu frelsissviptingu í bænum Mitchell eftir að eigandi bensínstöðvar hafði gert lögreglu viðvart. Eigandinn hafði séð Greer aka í burtu án þess að greiða fyrir eldsneyti. Lögreglan stöðvaði för hennar og fann þar Martin sem hafði falið sig í bílnum.Greer var með fjölda áverka eftir Martin ásamt því að hafa orðið fyrir andlegu áfalli. Saksóknarinn sagði Martin hafa reynt að einangra Greer og tók meðal annars upp á því að klippa vegabréf hennar. Saksóknarinn sagði Greer hafa óttast um líf sitt og margar af hjálparbeiðnum hennar hefðu verið virtar að vettugi af vegfarendum. Verjandi Martin sagði hann hafa verið í mikilli eiturlyfjaneyslu sem hefði brenglað dómgreind hans. Ástralía Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Ástralskur karlmaður sem nauðgaði breskri konu í óbyggðum Queensland hefur verið dæmdur til tíu ára fangelsisvistar. Maðurinn heitir Marcus Allyn Keith Martin og er 25 ára. Hann játaði að hafa nauðgað og svipt hina 22 ára gömlu Elisha Greer frelsi. Hélt hann henni fanginni á meðan 1.600 kílómetra langri ferð stóð árið 2017 en Greer var meðal annars barin og hótað með skotvopni sem var haldið að höfði hennar. Greer, sem er frá Liverpool, var bjargað þegar lögreglan stöðvaði fjórhjóladrifna jeppan sem henni var haldið í. Dómarinn í málinu sagði að Martin þyrfti að minnsta kosti að afplána áttatíu prósent af fangelsisvistinni. Við réttarhöldin kom fram að Martin og Greer hafi kynnst í partíi í janúar árið 2017 og tekið saman fljótlega eftir það. Martin er þó sagður hafa verið farinn að beita Greer ofbeldi áður en langt um leið.Elisha Greer sagði sögu sína í Sunday NightÞau lögðu af stað í ferðalag en skömmu síðar hafði Martin svipt hana frelsi ásamt því að berja hana og nauðga ítrekað. Lögregla batt enda á þessa fjögurra vikna löngu frelsissviptingu í bænum Mitchell eftir að eigandi bensínstöðvar hafði gert lögreglu viðvart. Eigandinn hafði séð Greer aka í burtu án þess að greiða fyrir eldsneyti. Lögreglan stöðvaði för hennar og fann þar Martin sem hafði falið sig í bílnum.Greer var með fjölda áverka eftir Martin ásamt því að hafa orðið fyrir andlegu áfalli. Saksóknarinn sagði Martin hafa reynt að einangra Greer og tók meðal annars upp á því að klippa vegabréf hennar. Saksóknarinn sagði Greer hafa óttast um líf sitt og margar af hjálparbeiðnum hennar hefðu verið virtar að vettugi af vegfarendum. Verjandi Martin sagði hann hafa verið í mikilli eiturlyfjaneyslu sem hefði brenglað dómgreind hans.
Ástralía Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira