Sex franskir ISIS-liðar dæmdir til dauða í Írak Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2019 12:08 Mannréttindasamtök hafa sakað Íraka um að byggja dómsmál á takmörkuðum upplýsingum og um að þvinga fram játanir með pyntingum. Vísir/AP Tveir franskir ISIS-liðar voru dæmdir til dauða í dag. Í þessari viku hafa alls sex Frakkar fengið dauðadóm fyrir aðild að hryðjuverkasamtökunum. Yfirvöld Frakklands segjast ætla að reyna að koma í veg fyrir að mennirnir verði teknir af lífi vegna andstöðu Frakka við dauðadóma en ríkisstjórn Emmanuel Macron, forseta, hefur ekki viljað taka við frönskum ISIS-liðum sem eru í haldi í Írak og Sýrlandi. Frakkarnir sex eru meðal minnst tólf franskra ISIS-liða sem voru handsamaðir af sýrlenskum Kúrdum í Sýrlandi og færðir til Írak. Lög Írak segja til um að hægt sé að dæma hvaða hryðjuverkamenn sem er, jafnvel þó þeir hafi ekki brotið af sér þar í landi. Þá hefur hraði réttarhalda yfir meintum vígamönnum Íslamska ríkisins vakið athygli og hefur dómskerfi Írak hlotið nokkra gagnrýni. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa mannréttindasamtök sakað Íraka um að byggja dómsmál á takmörkuðum upplýsingum og um að þvinga fram játanir með pyntingum.Sjá einnig: Dæmdir til dauða eftir átján mínútna réttarhöldKúrdar, sem hafa ekki eigið ríki eða viðurkennda dómstóla, hafa afhent Írökum hundruð meintra vígamanna á síðustu mánuðum. Einhverjir þeirra eru erlendir en heimaríki þeirra neita að taka við þeim. Þar að auki eru Kúrdar með þúsundir erlendra kvenna og barna í haldi. Um er að ræða fjölskyldumeðlimi ISIS-liða en óhætt er að segja að konurnar sjálfar séu í einhverjum tilfellum ekki minni öfgamenn en eiginmenn þeirra.Erfitt að dæma ISIS-liða heima fyrir Það eru nokkrar ástæður fyrir því að forsvarsmenn heimaríkja þessa manna og kvenna óttast að taka við þeim. Sú helsta er að þó að talið sé næsta víst að umræddir aðilar hafi gengið til liðs við Íslamska ríkið, er erfitt að sanna það fyrir dómi vegna skorts á sönnunargögnum. Reynslan sýnir að mjög erfitt er að sakfella menn fyrir voðaverk sem þeir frömdu mögulega í Sýrlandi og Írak og jafnvel er erfitt að sanna að þeir hafi í raun gengið til liðs við hryðjuverkasamtök. Það er ekki ólöglegt að fara til Sýrlands eða Írak. Þar að auki er stundum ómögulegt að opinbera sönnunargögn sem hafa verið fengin með njósnum eða öðrum hætti, þar sem slíkar uppljóstranir gætu komið upp um heimildarmenn og aðferðir leyniþjónusta. Þó hinir meintu vígamenn yrðu sakfelldir, er ekki vilji til til staðar til að halda þeim í almennum fangelsum þar sem þeir gætu dreift boðskap sínum og jafnvel fengið aðra fanga til að aðhyllast samtök eins og ISIS. Ríki um allan heim berjast nú gegn því að ríkisborgarar þeirra verði sendir aftur heim frá Sýrlandi. Lög hafa verið sett sem gerir yfirvöldum kleift að svipta vígamenn ríkisborgararétti, eins og til dæmis í Bretlandi.Sjá einnig: Mennirnir sem enginn vill fá heimKúrdar geta í raun ekki réttað yfir ISIS-liðum þar sem þeir búa ekki yfir eigin ríki og dómstólar þeirra eru ekki viðurkenndir. Því hafa margir verið sendir til Írak þar sem hundruð erlendra vígamanna samtakanna, og heimamenn, hafa verið dæmdir til dauða eftir leiftursnögg réttarhöld. Frakkland Írak Sýrland Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Tveir franskir ISIS-liðar voru dæmdir til dauða í dag. Í þessari viku hafa alls sex Frakkar fengið dauðadóm fyrir aðild að hryðjuverkasamtökunum. Yfirvöld Frakklands segjast ætla að reyna að koma í veg fyrir að mennirnir verði teknir af lífi vegna andstöðu Frakka við dauðadóma en ríkisstjórn Emmanuel Macron, forseta, hefur ekki viljað taka við frönskum ISIS-liðum sem eru í haldi í Írak og Sýrlandi. Frakkarnir sex eru meðal minnst tólf franskra ISIS-liða sem voru handsamaðir af sýrlenskum Kúrdum í Sýrlandi og færðir til Írak. Lög Írak segja til um að hægt sé að dæma hvaða hryðjuverkamenn sem er, jafnvel þó þeir hafi ekki brotið af sér þar í landi. Þá hefur hraði réttarhalda yfir meintum vígamönnum Íslamska ríkisins vakið athygli og hefur dómskerfi Írak hlotið nokkra gagnrýni. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa mannréttindasamtök sakað Íraka um að byggja dómsmál á takmörkuðum upplýsingum og um að þvinga fram játanir með pyntingum.Sjá einnig: Dæmdir til dauða eftir átján mínútna réttarhöldKúrdar, sem hafa ekki eigið ríki eða viðurkennda dómstóla, hafa afhent Írökum hundruð meintra vígamanna á síðustu mánuðum. Einhverjir þeirra eru erlendir en heimaríki þeirra neita að taka við þeim. Þar að auki eru Kúrdar með þúsundir erlendra kvenna og barna í haldi. Um er að ræða fjölskyldumeðlimi ISIS-liða en óhætt er að segja að konurnar sjálfar séu í einhverjum tilfellum ekki minni öfgamenn en eiginmenn þeirra.Erfitt að dæma ISIS-liða heima fyrir Það eru nokkrar ástæður fyrir því að forsvarsmenn heimaríkja þessa manna og kvenna óttast að taka við þeim. Sú helsta er að þó að talið sé næsta víst að umræddir aðilar hafi gengið til liðs við Íslamska ríkið, er erfitt að sanna það fyrir dómi vegna skorts á sönnunargögnum. Reynslan sýnir að mjög erfitt er að sakfella menn fyrir voðaverk sem þeir frömdu mögulega í Sýrlandi og Írak og jafnvel er erfitt að sanna að þeir hafi í raun gengið til liðs við hryðjuverkasamtök. Það er ekki ólöglegt að fara til Sýrlands eða Írak. Þar að auki er stundum ómögulegt að opinbera sönnunargögn sem hafa verið fengin með njósnum eða öðrum hætti, þar sem slíkar uppljóstranir gætu komið upp um heimildarmenn og aðferðir leyniþjónusta. Þó hinir meintu vígamenn yrðu sakfelldir, er ekki vilji til til staðar til að halda þeim í almennum fangelsum þar sem þeir gætu dreift boðskap sínum og jafnvel fengið aðra fanga til að aðhyllast samtök eins og ISIS. Ríki um allan heim berjast nú gegn því að ríkisborgarar þeirra verði sendir aftur heim frá Sýrlandi. Lög hafa verið sett sem gerir yfirvöldum kleift að svipta vígamenn ríkisborgararétti, eins og til dæmis í Bretlandi.Sjá einnig: Mennirnir sem enginn vill fá heimKúrdar geta í raun ekki réttað yfir ISIS-liðum þar sem þeir búa ekki yfir eigin ríki og dómstólar þeirra eru ekki viðurkenndir. Því hafa margir verið sendir til Írak þar sem hundruð erlendra vígamanna samtakanna, og heimamenn, hafa verið dæmdir til dauða eftir leiftursnögg réttarhöld.
Frakkland Írak Sýrland Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira