Hrottalegt morð á ungri konu vekur óhug og reiði í Ástralíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. maí 2019 08:33 Courtney Herron var 25 ára gömul þegar hún var myrt á hrottafenginn hátt. lögreglan í viktoríu Hrottalegt morð á ungri, heimilislausri konu í Melbourne í Ástralíu hefur vakið óhug og reiði almennings í landinu og endurvakið umræðuna um ofbeldi gegn konum. Courtney Herron var 25 ára þegar hún var myrt. Fjölskylda hennar segir að hún hafi átt við geðræn vandamál að stríða og fíknivanda og er talið að hún hafi verið heimilislau um tíma. Lögreglan hefur handtekið 27 ára gamlan, heimilislausan mann, Henry Hammond, og hefur hann verið ákærður fyrir morð. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og kemur næst fyrir dóm í september. Verjandi Hammond segir að hann glíma við geðræn vandamál. „Hún dó eftir að hafa orðið fyrir hrottafenginni árás, það er engin önnur leið til að lýsa því,“ segir rannsóknarlögreglumaðurinn Andrew Stamper.Segja ofbeldi gegn konum snúast um hegðun karlmanna Lík Herron fannst í almenningsgarði, ekki langt frá öðrum garði þar sem talið er að leikkonunni Eurydice Dixon hafi verið nauðgað og hún svo myrt af ókunnugum manni í júní síðastliðnum. Lögreglan telur að Herron hafi verið myrt snemma á laugardagsmorgni og síðan hafi Hammond reynt að fela lík hennar. Bráðabirgðaniðurstöður krufningar benda ekki til þess að hún hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi að því er fram kemur á vef BBC. Á blaðamannafundi í gær sagði Luke Cornelius, aðstoðarlögreglustjóri í Melbourne, að borgin væri almennt örugg en viðhorf karlmanna til kvenna þyrfti að breytast. „Ofbeldi gegn konum snýst að öllu leyti um hegðun karlmanna,“ sagði Cornelius. Fylkisstjóri Viktoríu-fylkis, Daniel Andrews, tók í sama streng en hann hefur áður gagnrýnt viðhorf sem gera kynjunum mishátt undir höfði í tengslum við önnur morð á konum. „Ofbeldi gegn konum snýst ekki um það hvernig konur haga sér… að öllum líkindum snýst þetta um hvernig menn haga sér,“ sagði Andrews. Samkvæmt rannsóknum hefur ein af hverjum fimm konum í Ástralíu orðið fyrir kynferðisofbeldi eða hótunum þar um fyrir fimmtán ára aldur og einn af hverjum tuttugu karlmönnum. Ástralía Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Hrottalegt morð á ungri, heimilislausri konu í Melbourne í Ástralíu hefur vakið óhug og reiði almennings í landinu og endurvakið umræðuna um ofbeldi gegn konum. Courtney Herron var 25 ára þegar hún var myrt. Fjölskylda hennar segir að hún hafi átt við geðræn vandamál að stríða og fíknivanda og er talið að hún hafi verið heimilislau um tíma. Lögreglan hefur handtekið 27 ára gamlan, heimilislausan mann, Henry Hammond, og hefur hann verið ákærður fyrir morð. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og kemur næst fyrir dóm í september. Verjandi Hammond segir að hann glíma við geðræn vandamál. „Hún dó eftir að hafa orðið fyrir hrottafenginni árás, það er engin önnur leið til að lýsa því,“ segir rannsóknarlögreglumaðurinn Andrew Stamper.Segja ofbeldi gegn konum snúast um hegðun karlmanna Lík Herron fannst í almenningsgarði, ekki langt frá öðrum garði þar sem talið er að leikkonunni Eurydice Dixon hafi verið nauðgað og hún svo myrt af ókunnugum manni í júní síðastliðnum. Lögreglan telur að Herron hafi verið myrt snemma á laugardagsmorgni og síðan hafi Hammond reynt að fela lík hennar. Bráðabirgðaniðurstöður krufningar benda ekki til þess að hún hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi að því er fram kemur á vef BBC. Á blaðamannafundi í gær sagði Luke Cornelius, aðstoðarlögreglustjóri í Melbourne, að borgin væri almennt örugg en viðhorf karlmanna til kvenna þyrfti að breytast. „Ofbeldi gegn konum snýst að öllu leyti um hegðun karlmanna,“ sagði Cornelius. Fylkisstjóri Viktoríu-fylkis, Daniel Andrews, tók í sama streng en hann hefur áður gagnrýnt viðhorf sem gera kynjunum mishátt undir höfði í tengslum við önnur morð á konum. „Ofbeldi gegn konum snýst ekki um það hvernig konur haga sér… að öllum líkindum snýst þetta um hvernig menn haga sér,“ sagði Andrews. Samkvæmt rannsóknum hefur ein af hverjum fimm konum í Ástralíu orðið fyrir kynferðisofbeldi eða hótunum þar um fyrir fimmtán ára aldur og einn af hverjum tuttugu karlmönnum.
Ástralía Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira