Íran mun verjast öllu ofstopi Bandaríkjanna Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 26. maí 2019 18:10 Mohammad Javad Zarif (t.v.) og Mohammed al-Hakim (t.h.) á blaðamannafundi í Írak. Myndin tengist fréttinni ekki beint. getty/Haydar Karaalp Íran mun verjast öllu hernaðarlegu eða efnahagslegu ofstopi, sagði Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, á blaðamannafundi á sunnudag. Hann kallaði einnig eftir því að evrópsk ríki gerðu meira til að viðhalda kjarnorkusamningnum sem Íran skrifaði undir. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Reuters. Á blaðamannafundinum, sem fór fram í Bagdad, kom Zarif fram ásamt Mohammed al-Hakim, utanríkisráðherra Írak, og sagði Zarif að Íran vildi stuðla að góðum samskiptum á milli Arabaríkjanna við Persaflóa og hefur lagt til að skrifað verði undir friðarsáttmála. „Við munum verjast gegn öllum hernaðartilburðum gegn Íran, sama hvort það sé efnahagslegt stríð eða hernaðarlegt og við munum bregðast við svoleiðis tilburðum með styrk,“ sagði hann. Spenna á milli Íran og Bandaríkjanna hefur aukist síðustu misseri, sérstaklega eftir árás sem gerð var á olíuflutningaskip á Persaflóa. Yfirvöld í Bandaríkjunum, sem styðja andstæðinga Íran á svæðinu, Sádi-Arabíu, hafa kennt Íran um árásirnar. Írönsk yfirvöld hafa þverneitað fyrir nokkur tengsl við árásina, en Bandaríkin hafa síðan sent flugmóðurskip og 1.500 auka hermenn til Persaflóa, sem hefur valdið auknum áhyggjum um átök á svæðinu, sem nú þegar er eldfimt. Írak styður Íran og eru yfirvöld þar tilbúin til að taka að sér hlutverk milliliða í samskiptum Íran og Bandaríkjanna, sagði Hakim. Yfirvöld í Bagdad telja „efnahagsleg bönn“ ekki bera ávöxt, bætti hann við og vísaði þar í refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn Íran. „Við viljum gera það mjög ljóst að við erum mjög andsnúin einhliða aðgerðunum sem Bandaríkin hafa gert. Við stöndum með Íran í afstöðu þess,“ bætti Hakim við. Bandaríkin og Íran eru tveir helstu bandamenn Írak. Á sama tíma mætti Abbas Araqchi, aðstoðarutanríkisráðherra, á fund í Óman til að ræða þróun á svæðinu við Yousuf bin Alawi bin Abdullah, utanríkisráðherra soldánsins. „Araqchi brýndi mikilvægi þess að friður og öryggi viðhéldist við Persaflóa og varaði við skaðlegri stefnu Bandaríkjanna og sumra bandamanna þeirra á svæðinu,“ kom fram á vefsíðu utanríkisráðuneytis Íran. „Hann harðneitaði fyrir nokkur samskipti, bein eða óbein, við Bandaríkin.“ Bin Alawi sagði í síðustu viku að land hans væri að reyna að minnka spennuna á milli Bandaríkjanna og Íran í samstarfi með öðrum.Hvað myndi þjóðaratkvæðagreiðsla um kjarnorkumál gera? Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa aukið viðskiptaþvinganir við Íran eftir að samskipti á milli ríkjanna hafa farið versnandi eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, dró ríkið út úr kjarnorkusamningi sem skrifað var undir í valdatíð Barack Obama, ásamt Íran og öðrum áhrifamiklum ríkjum árið 2015. Hassan Rouhani, forseti Íran, hefur viðrað þá hugmynd að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um kjarnorkuáætlun landsins. Þjóðaratkvæðagreiðsla gæti gefið Írönsku ríkisstjórninni tækifæri til að athafna sig og að reyna að leysa úr deilunum við Bandaríkin. Háttsettir stjórnmálamenn í Íran hafa lýst því yfir að þeir sækist ekki eftir stríði við Bandaríkin og í samtali við Reuters sögðu yfirvöld að þrátt fyrir stirð samskipti við yfirvöld í Washington, væru yfirvöld að reyna að koma í veg fyrir átök. „[Þjóðaratkvæðagreiðsla um] 59. grein stjórnarskrárinnar gæti leyst okkur úr sjálfheldu… og gæti leyst úr þessum vanda,“ sagði Rouhani í samtali við fréttastofu ILNA á laugardag. Rouhani sagði, að þegar hann hafi verið aðal samningamaður kjarnorkumála árið 2004, hafi hann lagt til að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um kjarnorku „vandamálið“ við Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Íran. Aðeins hafa verið haldnar þrjár þjóðaratkvæðagreiðslur í Íran síðan uppreisnin var gerð árið 1979, annars vegar til að staðfesta hvernig farið yrði með stjórn landsins og hins vegar til að samþykkja og gera breytingu á stjórnarskránni. Yfirvöld í Washington hafa sagt að þau séu að byggja upp hernaðarviðveru sína á svæðinu og hafa sakað yfirvöld í Tehran um að ógna herliði og hagsmunum Bandaríkjanna. Tehran hefur lýst ákvörðunum Bandaríkjanna í málum tengdum Íran sem „sálrænum hernaði“ og „pólitískum leik.“ Hægt er að horfa á blaðamannafundinn hér. Bandaríkin Írak Íran Óman Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Erlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Íran mun verjast öllu hernaðarlegu eða efnahagslegu ofstopi, sagði Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, á blaðamannafundi á sunnudag. Hann kallaði einnig eftir því að evrópsk ríki gerðu meira til að viðhalda kjarnorkusamningnum sem Íran skrifaði undir. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Reuters. Á blaðamannafundinum, sem fór fram í Bagdad, kom Zarif fram ásamt Mohammed al-Hakim, utanríkisráðherra Írak, og sagði Zarif að Íran vildi stuðla að góðum samskiptum á milli Arabaríkjanna við Persaflóa og hefur lagt til að skrifað verði undir friðarsáttmála. „Við munum verjast gegn öllum hernaðartilburðum gegn Íran, sama hvort það sé efnahagslegt stríð eða hernaðarlegt og við munum bregðast við svoleiðis tilburðum með styrk,“ sagði hann. Spenna á milli Íran og Bandaríkjanna hefur aukist síðustu misseri, sérstaklega eftir árás sem gerð var á olíuflutningaskip á Persaflóa. Yfirvöld í Bandaríkjunum, sem styðja andstæðinga Íran á svæðinu, Sádi-Arabíu, hafa kennt Íran um árásirnar. Írönsk yfirvöld hafa þverneitað fyrir nokkur tengsl við árásina, en Bandaríkin hafa síðan sent flugmóðurskip og 1.500 auka hermenn til Persaflóa, sem hefur valdið auknum áhyggjum um átök á svæðinu, sem nú þegar er eldfimt. Írak styður Íran og eru yfirvöld þar tilbúin til að taka að sér hlutverk milliliða í samskiptum Íran og Bandaríkjanna, sagði Hakim. Yfirvöld í Bagdad telja „efnahagsleg bönn“ ekki bera ávöxt, bætti hann við og vísaði þar í refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn Íran. „Við viljum gera það mjög ljóst að við erum mjög andsnúin einhliða aðgerðunum sem Bandaríkin hafa gert. Við stöndum með Íran í afstöðu þess,“ bætti Hakim við. Bandaríkin og Íran eru tveir helstu bandamenn Írak. Á sama tíma mætti Abbas Araqchi, aðstoðarutanríkisráðherra, á fund í Óman til að ræða þróun á svæðinu við Yousuf bin Alawi bin Abdullah, utanríkisráðherra soldánsins. „Araqchi brýndi mikilvægi þess að friður og öryggi viðhéldist við Persaflóa og varaði við skaðlegri stefnu Bandaríkjanna og sumra bandamanna þeirra á svæðinu,“ kom fram á vefsíðu utanríkisráðuneytis Íran. „Hann harðneitaði fyrir nokkur samskipti, bein eða óbein, við Bandaríkin.“ Bin Alawi sagði í síðustu viku að land hans væri að reyna að minnka spennuna á milli Bandaríkjanna og Íran í samstarfi með öðrum.Hvað myndi þjóðaratkvæðagreiðsla um kjarnorkumál gera? Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa aukið viðskiptaþvinganir við Íran eftir að samskipti á milli ríkjanna hafa farið versnandi eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, dró ríkið út úr kjarnorkusamningi sem skrifað var undir í valdatíð Barack Obama, ásamt Íran og öðrum áhrifamiklum ríkjum árið 2015. Hassan Rouhani, forseti Íran, hefur viðrað þá hugmynd að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um kjarnorkuáætlun landsins. Þjóðaratkvæðagreiðsla gæti gefið Írönsku ríkisstjórninni tækifæri til að athafna sig og að reyna að leysa úr deilunum við Bandaríkin. Háttsettir stjórnmálamenn í Íran hafa lýst því yfir að þeir sækist ekki eftir stríði við Bandaríkin og í samtali við Reuters sögðu yfirvöld að þrátt fyrir stirð samskipti við yfirvöld í Washington, væru yfirvöld að reyna að koma í veg fyrir átök. „[Þjóðaratkvæðagreiðsla um] 59. grein stjórnarskrárinnar gæti leyst okkur úr sjálfheldu… og gæti leyst úr þessum vanda,“ sagði Rouhani í samtali við fréttastofu ILNA á laugardag. Rouhani sagði, að þegar hann hafi verið aðal samningamaður kjarnorkumála árið 2004, hafi hann lagt til að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um kjarnorku „vandamálið“ við Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Íran. Aðeins hafa verið haldnar þrjár þjóðaratkvæðagreiðslur í Íran síðan uppreisnin var gerð árið 1979, annars vegar til að staðfesta hvernig farið yrði með stjórn landsins og hins vegar til að samþykkja og gera breytingu á stjórnarskránni. Yfirvöld í Washington hafa sagt að þau séu að byggja upp hernaðarviðveru sína á svæðinu og hafa sakað yfirvöld í Tehran um að ógna herliði og hagsmunum Bandaríkjanna. Tehran hefur lýst ákvörðunum Bandaríkjanna í málum tengdum Íran sem „sálrænum hernaði“ og „pólitískum leik.“ Hægt er að horfa á blaðamannafundinn hér.
Bandaríkin Írak Íran Óman Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Erlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira