Loks tilfinningar Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 25. maí 2019 07:30 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur tilkynnt afsögn. Hún mun þó sitja þar til í sumar þegar nýr leiðtogi Íhaldsflokksins verður valinn. May hélt stutta ræðu í Downing-stræti við tilefnið, og felldi tár. Segja má að þar hafi hún látið skína í tilfinningar í fyrsta skipti í embættistíð sinni, en hún hefur legið undir ámæli fyrir vélræna framkomu. Kannski hefði hún mátt sýna þessa hlið oftar í embættistíð sinni. Líklegt er að May verði minnst sem einhvers versta forsætisráðherra í sögu Bretlands. Eftir hana liggur í raun sáralítið áþreifanlegt, annað en ítrekaðar tilraunir til að fá Brexit-samning sinn samþykktan í þinginu. Í þrígang var hann felldur, og þegar hún ætlaði að reyna í enn eitt skiptið var henni endanlega sparkað úr embætti. Saga May er kannski staðfesting á því að stjórnmálamenn þurfa að hafa eitthvað meira til brunns að bera en klækina eina saman. Samnemendur hennar úr háskóla segja að strax þá hafi hún verið ákveðin í að verða forsætisráðherra. Hátterni hennar síðar bendir líka til þess. Hún var tryggur flokkshestur Íhaldsflokksins og forðaðist að taka afstöðu í umdeildum málum. Í aðdraganda Brexit-atkvæðagreiðslunnar tók May enga afstöðu fyrr en á lokametrunum. Hún vildi engan styggja ef ske kynni að hún ætti möguleika á forsætisráðherraembættinu að kosningu lokinni. Sú varð raunin. May las stöðuna rétt en gallinn var sá að þegar í Downing-stræti var komið reyndist hún algerlega erindislaus. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra til lengri tíma. Því er þó ekki hægt að neita að May hefur reynst þrjóskari en karlinn í neðra. Hún gafst ekki upp á því að reyna að koma samningi sínum gegnum þingið. Þar hafði hún sennilega á réttu að standa. Útganga án samnings væri versta mögulega niðurstaðan fyrir Breta, og samningur May hefði allavega komið í veg fyrir það. Hvert skal haldið nú? Boris Johnson þykir líklegastur til að hreppa embættið, en fyrst þarf hann að komast gegnum valferli Íhaldsflokksins. Þar hafa oft óvæntir hlutir gerst. Þingmenn, sem velja leiðtogann, eru ekki jafn hrifnir af Johnson og hinn almenni kjósandi. Johnson er vissulega stærri persónuleiki en May, en er að sama skapi enn meiri tækifærissinni. Í aðdraganda Brexit las hann stöðuna svo að hagsmunum hans væri best borgið með því að styðja útgöngu. Ekki er gott að segja hver líklegasta niðurstaðan er. Nýr forsætisráðherra mun þurfa að vinna með þinginu en þar hefur allt stoppað hingað til. Möguleikarnir eru þrír: samningur um útgöngu, önnur atkvæðagreiðsla eða útganga án samnings. Við skulum vona fyrir hönd Breta að Johnson, eða hver sem tekur við, muni ekki leiða þá samningslausa úr sambandinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur tilkynnt afsögn. Hún mun þó sitja þar til í sumar þegar nýr leiðtogi Íhaldsflokksins verður valinn. May hélt stutta ræðu í Downing-stræti við tilefnið, og felldi tár. Segja má að þar hafi hún látið skína í tilfinningar í fyrsta skipti í embættistíð sinni, en hún hefur legið undir ámæli fyrir vélræna framkomu. Kannski hefði hún mátt sýna þessa hlið oftar í embættistíð sinni. Líklegt er að May verði minnst sem einhvers versta forsætisráðherra í sögu Bretlands. Eftir hana liggur í raun sáralítið áþreifanlegt, annað en ítrekaðar tilraunir til að fá Brexit-samning sinn samþykktan í þinginu. Í þrígang var hann felldur, og þegar hún ætlaði að reyna í enn eitt skiptið var henni endanlega sparkað úr embætti. Saga May er kannski staðfesting á því að stjórnmálamenn þurfa að hafa eitthvað meira til brunns að bera en klækina eina saman. Samnemendur hennar úr háskóla segja að strax þá hafi hún verið ákveðin í að verða forsætisráðherra. Hátterni hennar síðar bendir líka til þess. Hún var tryggur flokkshestur Íhaldsflokksins og forðaðist að taka afstöðu í umdeildum málum. Í aðdraganda Brexit-atkvæðagreiðslunnar tók May enga afstöðu fyrr en á lokametrunum. Hún vildi engan styggja ef ske kynni að hún ætti möguleika á forsætisráðherraembættinu að kosningu lokinni. Sú varð raunin. May las stöðuna rétt en gallinn var sá að þegar í Downing-stræti var komið reyndist hún algerlega erindislaus. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra til lengri tíma. Því er þó ekki hægt að neita að May hefur reynst þrjóskari en karlinn í neðra. Hún gafst ekki upp á því að reyna að koma samningi sínum gegnum þingið. Þar hafði hún sennilega á réttu að standa. Útganga án samnings væri versta mögulega niðurstaðan fyrir Breta, og samningur May hefði allavega komið í veg fyrir það. Hvert skal haldið nú? Boris Johnson þykir líklegastur til að hreppa embættið, en fyrst þarf hann að komast gegnum valferli Íhaldsflokksins. Þar hafa oft óvæntir hlutir gerst. Þingmenn, sem velja leiðtogann, eru ekki jafn hrifnir af Johnson og hinn almenni kjósandi. Johnson er vissulega stærri persónuleiki en May, en er að sama skapi enn meiri tækifærissinni. Í aðdraganda Brexit las hann stöðuna svo að hagsmunum hans væri best borgið með því að styðja útgöngu. Ekki er gott að segja hver líklegasta niðurstaðan er. Nýr forsætisráðherra mun þurfa að vinna með þinginu en þar hefur allt stoppað hingað til. Möguleikarnir eru þrír: samningur um útgöngu, önnur atkvæðagreiðsla eða útganga án samnings. Við skulum vona fyrir hönd Breta að Johnson, eða hver sem tekur við, muni ekki leiða þá samningslausa úr sambandinu.
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar