„Holdgervingur illskunnar“ hlaut lífstíðardóm Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2019 23:30 Patterson rændi hinni þrettán ára gömlu Jayme Closs í október á síðasta ári. Mynd/Facebook Karlmaður í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða foreldra hinnar þrettán ára Jayme Closs í fyrra og halda henni svo fanginni í tæpa þrjá mánuði. Jake Patterson, 21 árs, játaði í mars að hafa skotið foreldra Jayme, þau Denise og James Closs, til bana á heimili þeirra í október síðastliðnum, rænt stúlkunni og haldið henni í gíslingu í afskekktum kofa í grennd við bæinn Gordon í Wisconsinríki.Sjá einnig: Jayme Closs fær sjálf fundarlaunin Jayme slapp úr prísundinni í janúar eftir 88 daga í haldi Pattersons. Hún var m.a. neydd til að fela sig undir rúmi ræningja síns í allt að tólf klukkutíma í senn án þess að fá vott né þurrt, að því er fjölmiðlar vestanhafs hafa haft upp úr skjölum málsins.„Hann getur ekki svipt mig frelsinu“ Dómsuppkvaðningin í dag var tilfinningaþrungin, samkvæmt fréttaflutningi af málinu. Fjölskyldumeðlimir Jayme mættu margir í dómsal og lýstu hryllilegum áhrifum voðaverkanna á stúlkuna. Þá var dómarinn í málinu, James Babler, harðorður í garð Pattersons. „Þú ert holdgervingur illskunnar,“ sagði Babler, og beindi þá orðum sínum að sakborningnum. „Ég er ekki í vafa um það að þú sért ein hættulegasta manneskjan sem uppi hefur verið.“Sjálf var Jayme ekki viðstödd dómsuppkvaðninguna en lögmaður hennar las upp yfirlýsingu fyrir hennar hönd. „Í október síðastliðnum svipti Jake Patterson mig ýmsu sem ég elska. Það hryggir mig mest að hann hafi tekið mömmu mína og pabba frá mér,“ sagði í yfirlýsingu Jayme. „En hann getur ekki svipt mig frelsinu. Hann hélt að hann gæti slegið eign sinni á mig en hann hafði rangt fyrir sér. Ég var sterkari. Ég mun alltaf búa yfir frelsi mínu en hann ekki.“Valdi Jayme af handahófi Patterson, sem sagðist sjá eftir því sem hann gerði fyrir dómi í dag, hlaut tvo lífstíðardóma fyrir morðin á foreldrum Jayme, og 40 ára dóm til viðbótar fyrir mannránið. Yfirvöld komust ekki á sporið um aðild hans að málinu fyrr en Jayme fannst í janúar og vísaði lögreglu á hann. Áður hefur komið fram að Patterson virðist hafa valið Jayme af handahófi en hann sá hana fyrst þegar hún steig upp í rútu á leið í skólann. Hann hafi þó þegar í stað ákveðið að ræna henni og undirbjó sig vel fyrir mannránið. Hann rakaði til að mynda af sér allt hár, til að vera fullviss um að hann myndi ekki skilja eftir sig ummerki á vettvangi glæpsins. Bandaríkin Tengdar fréttir Sá þrettán ára stúlku stíga upp í rútu og ákvað að ræna henni Hinn 21 árs gamli Jake Thomas Patterson, sem hefur verið ákærður fyrir að myrða foreldra þrettán ára gamallar stúlku og ræna henni, sá hana stíga upp í skólarútu og ákvað að ræna henni. 14. janúar 2019 23:06 Fannst á lífi 87 dögum eftir morðið á foreldrunum Haft er eftir kennara við skóla á svæðinu að nágranni hafi gengið fram á Closs á fimmtudag. 11. janúar 2019 07:41 Jayme Closs fær sjálf fundarlaunin Bandaríska stúlkan Jayme Closs fannst á vegi í Wisconsin þann 10. janúar síðastliðinn eftir að hafa verið haldið fanginni af 21 árs karlmanni í 88 daga. 24. janúar 2019 21:47 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Karlmaður í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða foreldra hinnar þrettán ára Jayme Closs í fyrra og halda henni svo fanginni í tæpa þrjá mánuði. Jake Patterson, 21 árs, játaði í mars að hafa skotið foreldra Jayme, þau Denise og James Closs, til bana á heimili þeirra í október síðastliðnum, rænt stúlkunni og haldið henni í gíslingu í afskekktum kofa í grennd við bæinn Gordon í Wisconsinríki.Sjá einnig: Jayme Closs fær sjálf fundarlaunin Jayme slapp úr prísundinni í janúar eftir 88 daga í haldi Pattersons. Hún var m.a. neydd til að fela sig undir rúmi ræningja síns í allt að tólf klukkutíma í senn án þess að fá vott né þurrt, að því er fjölmiðlar vestanhafs hafa haft upp úr skjölum málsins.„Hann getur ekki svipt mig frelsinu“ Dómsuppkvaðningin í dag var tilfinningaþrungin, samkvæmt fréttaflutningi af málinu. Fjölskyldumeðlimir Jayme mættu margir í dómsal og lýstu hryllilegum áhrifum voðaverkanna á stúlkuna. Þá var dómarinn í málinu, James Babler, harðorður í garð Pattersons. „Þú ert holdgervingur illskunnar,“ sagði Babler, og beindi þá orðum sínum að sakborningnum. „Ég er ekki í vafa um það að þú sért ein hættulegasta manneskjan sem uppi hefur verið.“Sjálf var Jayme ekki viðstödd dómsuppkvaðninguna en lögmaður hennar las upp yfirlýsingu fyrir hennar hönd. „Í október síðastliðnum svipti Jake Patterson mig ýmsu sem ég elska. Það hryggir mig mest að hann hafi tekið mömmu mína og pabba frá mér,“ sagði í yfirlýsingu Jayme. „En hann getur ekki svipt mig frelsinu. Hann hélt að hann gæti slegið eign sinni á mig en hann hafði rangt fyrir sér. Ég var sterkari. Ég mun alltaf búa yfir frelsi mínu en hann ekki.“Valdi Jayme af handahófi Patterson, sem sagðist sjá eftir því sem hann gerði fyrir dómi í dag, hlaut tvo lífstíðardóma fyrir morðin á foreldrum Jayme, og 40 ára dóm til viðbótar fyrir mannránið. Yfirvöld komust ekki á sporið um aðild hans að málinu fyrr en Jayme fannst í janúar og vísaði lögreglu á hann. Áður hefur komið fram að Patterson virðist hafa valið Jayme af handahófi en hann sá hana fyrst þegar hún steig upp í rútu á leið í skólann. Hann hafi þó þegar í stað ákveðið að ræna henni og undirbjó sig vel fyrir mannránið. Hann rakaði til að mynda af sér allt hár, til að vera fullviss um að hann myndi ekki skilja eftir sig ummerki á vettvangi glæpsins.
Bandaríkin Tengdar fréttir Sá þrettán ára stúlku stíga upp í rútu og ákvað að ræna henni Hinn 21 árs gamli Jake Thomas Patterson, sem hefur verið ákærður fyrir að myrða foreldra þrettán ára gamallar stúlku og ræna henni, sá hana stíga upp í skólarútu og ákvað að ræna henni. 14. janúar 2019 23:06 Fannst á lífi 87 dögum eftir morðið á foreldrunum Haft er eftir kennara við skóla á svæðinu að nágranni hafi gengið fram á Closs á fimmtudag. 11. janúar 2019 07:41 Jayme Closs fær sjálf fundarlaunin Bandaríska stúlkan Jayme Closs fannst á vegi í Wisconsin þann 10. janúar síðastliðinn eftir að hafa verið haldið fanginni af 21 árs karlmanni í 88 daga. 24. janúar 2019 21:47 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Sá þrettán ára stúlku stíga upp í rútu og ákvað að ræna henni Hinn 21 árs gamli Jake Thomas Patterson, sem hefur verið ákærður fyrir að myrða foreldra þrettán ára gamallar stúlku og ræna henni, sá hana stíga upp í skólarútu og ákvað að ræna henni. 14. janúar 2019 23:06
Fannst á lífi 87 dögum eftir morðið á foreldrunum Haft er eftir kennara við skóla á svæðinu að nágranni hafi gengið fram á Closs á fimmtudag. 11. janúar 2019 07:41
Jayme Closs fær sjálf fundarlaunin Bandaríska stúlkan Jayme Closs fannst á vegi í Wisconsin þann 10. janúar síðastliðinn eftir að hafa verið haldið fanginni af 21 árs karlmanni í 88 daga. 24. janúar 2019 21:47