Isavia mátti halda WOW-vélinni fyrir tveggja milljarða skuld Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2019 17:52 TF-GPA á Keflavíkurflugvelli, þar sem hún hefur verið síðan 28. mars síðastliðinn. Vísir/vilhelm Isavia var heimilt að hamla för flugvélar WOW air frá Keflavíkurflugvelli, sem er í eigu flugvélaleigufyrirtækisins ALC, og nota hana sem tryggingu fyrir greiðslu þeirra gjalda sem flugfélagið skuldaði Isavia. Landsréttur komst að þessari niðurstöðu í dag og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. Oddur Ástráðsson lögmaður ALC segir að fyrirtækið líti svo á að Isavia megi þannig halda flugvélinni, TF-GPA, fyrir allri skuld WOW air við Isavia, sem nemur tveimur milljörðum króna. ALC þurfi því að reiða fram milljarðana til að losa þotuna. Landsréttur tók þó ekki afstöðu til þess hvort Isavia eigi kröfu á hendur ALC um greiðslu þeirra gjalda sem WOW air stofnaði til gagnvart Isavia. Þá var ekki heldur tekin afstaða til þess hvaða gjöld ALC þurfi að greiða eða setja tryggingu fyrir til þess að þvingunarúrræði verði létt af flugvélinni. Oddur segir niðurstöðu Landsréttar vonbrigði og koma verulega á óvart. Verið sé að skoða að óska eftir kæruleyfi Hæstaréttar. Isavia kyrrsetti vélina við gjaldþrot WOW air 28. mars síðastliðinn. Héraðsdómur Reykjaness komst svo að þeirri niðurstöðu í byrjun maí að Isavia hafi verið heimilt að hamla för flugvélarinnar frá Keflavíkurflugvelli á meðan gjöld tengd þeirri flugvél eru ógreidd, en ekki vegna ógreiddra annarra gjalda WOW air við Isavia vegna flugvéla í eigu þriðja aðila. ALC greiddi Isavia 87 milljóna króna skuld vegna vélarinnar sjálfrar í kjölfar uppkvaðningar úrskurðarins í héraðsdómi og krafðist þess svo að flugvélin yrði afhent. Isavia varð ekki við þeirri kröfu. Rætt verður við Sveinbjörn Indriðason, starfandi forstjóra Isavia, um úrskurð Landsréttar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Saka lögmann ALC um dylgjur í garð stjórnenda Isavia Upplýsingafulltrúi Isavia segir að Oddur Ástráðsson, lögmaður flugvélaleigusalans ALC, nýti sér fjölmiðla til að bera á borð fullyrðingar sem ekki standist skoðun. Hann fari af stað með dylgjur í garð þeirra stjórnenda sem tekið hafi erfiðar ákvarðanir fyrir hönd Isavia vegna WOW air. 9. maí 2019 16:05 ALC segist hafa tapað 67 milljónum vegna kyrrsetningar Isavia Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið ALC segist hafa tapað sem nemur 67 milljónum króna vegna kyrrsetningar Isavia á farþegaþotu sem WOW air var með á leigu. Eftir tíu daga nemi tapið sömu upphæð og WOW air skuldaði vegna vélarinnar. 17. maí 2019 18:45 „Réttarfarsleg klemma“ í máli ALC og Isavia Isavia og ALC deila enn um farþegaþotu sem Isavia kyrrsetti eftir fall Wow air í mars. 22. maí 2019 13:25 Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Isavia var heimilt að hamla för flugvélar WOW air frá Keflavíkurflugvelli, sem er í eigu flugvélaleigufyrirtækisins ALC, og nota hana sem tryggingu fyrir greiðslu þeirra gjalda sem flugfélagið skuldaði Isavia. Landsréttur komst að þessari niðurstöðu í dag og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. Oddur Ástráðsson lögmaður ALC segir að fyrirtækið líti svo á að Isavia megi þannig halda flugvélinni, TF-GPA, fyrir allri skuld WOW air við Isavia, sem nemur tveimur milljörðum króna. ALC þurfi því að reiða fram milljarðana til að losa þotuna. Landsréttur tók þó ekki afstöðu til þess hvort Isavia eigi kröfu á hendur ALC um greiðslu þeirra gjalda sem WOW air stofnaði til gagnvart Isavia. Þá var ekki heldur tekin afstaða til þess hvaða gjöld ALC þurfi að greiða eða setja tryggingu fyrir til þess að þvingunarúrræði verði létt af flugvélinni. Oddur segir niðurstöðu Landsréttar vonbrigði og koma verulega á óvart. Verið sé að skoða að óska eftir kæruleyfi Hæstaréttar. Isavia kyrrsetti vélina við gjaldþrot WOW air 28. mars síðastliðinn. Héraðsdómur Reykjaness komst svo að þeirri niðurstöðu í byrjun maí að Isavia hafi verið heimilt að hamla för flugvélarinnar frá Keflavíkurflugvelli á meðan gjöld tengd þeirri flugvél eru ógreidd, en ekki vegna ógreiddra annarra gjalda WOW air við Isavia vegna flugvéla í eigu þriðja aðila. ALC greiddi Isavia 87 milljóna króna skuld vegna vélarinnar sjálfrar í kjölfar uppkvaðningar úrskurðarins í héraðsdómi og krafðist þess svo að flugvélin yrði afhent. Isavia varð ekki við þeirri kröfu. Rætt verður við Sveinbjörn Indriðason, starfandi forstjóra Isavia, um úrskurð Landsréttar í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Saka lögmann ALC um dylgjur í garð stjórnenda Isavia Upplýsingafulltrúi Isavia segir að Oddur Ástráðsson, lögmaður flugvélaleigusalans ALC, nýti sér fjölmiðla til að bera á borð fullyrðingar sem ekki standist skoðun. Hann fari af stað með dylgjur í garð þeirra stjórnenda sem tekið hafi erfiðar ákvarðanir fyrir hönd Isavia vegna WOW air. 9. maí 2019 16:05 ALC segist hafa tapað 67 milljónum vegna kyrrsetningar Isavia Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið ALC segist hafa tapað sem nemur 67 milljónum króna vegna kyrrsetningar Isavia á farþegaþotu sem WOW air var með á leigu. Eftir tíu daga nemi tapið sömu upphæð og WOW air skuldaði vegna vélarinnar. 17. maí 2019 18:45 „Réttarfarsleg klemma“ í máli ALC og Isavia Isavia og ALC deila enn um farþegaþotu sem Isavia kyrrsetti eftir fall Wow air í mars. 22. maí 2019 13:25 Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Saka lögmann ALC um dylgjur í garð stjórnenda Isavia Upplýsingafulltrúi Isavia segir að Oddur Ástráðsson, lögmaður flugvélaleigusalans ALC, nýti sér fjölmiðla til að bera á borð fullyrðingar sem ekki standist skoðun. Hann fari af stað með dylgjur í garð þeirra stjórnenda sem tekið hafi erfiðar ákvarðanir fyrir hönd Isavia vegna WOW air. 9. maí 2019 16:05
ALC segist hafa tapað 67 milljónum vegna kyrrsetningar Isavia Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið ALC segist hafa tapað sem nemur 67 milljónum króna vegna kyrrsetningar Isavia á farþegaþotu sem WOW air var með á leigu. Eftir tíu daga nemi tapið sömu upphæð og WOW air skuldaði vegna vélarinnar. 17. maí 2019 18:45
„Réttarfarsleg klemma“ í máli ALC og Isavia Isavia og ALC deila enn um farþegaþotu sem Isavia kyrrsetti eftir fall Wow air í mars. 22. maí 2019 13:25
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun