Weinstein nær samkomulagi við þær sem bera hann sökum Birgir Olgeirsson skrifar 24. maí 2019 13:56 Harvey Weinstein. Vísir/Getty Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein og fyrrverandi stjórnarmeðlimir fyrirtækis hans hafa náð bráðabirgða samkomulagi við konurnar sem sökuðu Weinstein um kynferðislega misnotkun. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC hefur eftir lögmönnum aðila málsins að samkomulagið, sem á að leysa úr málshöfðunum og bæta meintum fórnarlömbum hans miska, sé 44 milljóna dollara virði, eða því sem nemur um 5,4 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Á níunda tug kvenna sökuðu Weinstein um að hafa brotið á þeim og fjöldi þeirra hafa höfðað einkamál gegn honum. The New York Times segir ástæðu þess vera þá að þær ásakanir sem þær hafa fært fram á hendur honum varði ekki hegningarlög og verði því ekki tekin upp af saksóknara. Fellur kynferðisleg áreitni undir þann flokk. Fyrir dóm í New York í júní Ásakanir tveggja kvenna hafa þó leitt til ákæru gegn honum sem þýðir að saksóknari mun sækja hann til saka í New York í júní næstkomandi. Ásakanir kvennanna varða kynferðislegt ofbeldi, þar á meðal nauðgun. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér fangelsisvist til æviloka. Samkomulagið sem fjallað er um í Bandaríkjunum í dag varðar einkamál sem konur hafa höfðað gegn honum. Það tengist því ekki þeim ákærum sem hann þarf að verjast í New York í júní. Upphæð þessa bráðabirgða samkomulags, 44 milljónir Bandaríkjadala, er minna en helmingur þess sem var til tals í fyrra þegar rætt var um bætur til þeirra sem hafa sakað hann um áreitni. Samkvæmt þessu samkomulagi þá munu þrjátíu milljónir dollara renna til þeirra sem hafa sakað hann um áreitni. Afgangurinn færi í greiðslu til lögmanna sem bæði höfða mál og verja þá sem er stefnt. Tryggingafélög eru sögð eiga að greiða þessa upphæð. Innihald samkomulagsins er trúnaðarmál og því ekki vitað nákvæmlega í hverju það felst. Þar á meðal hvort þar megi finna viðurkenningu Weinstein á sekt. Einn sá valdamesti um árabil Weinstein er 67 ára gamall og var einn valdamesti maður Hollywood um árabil. Kvikmyndir sem hann hefur framleitt hafa hlotið 81 Óskarsverðlaun frá árinu 1999. Árið 2017 greindi Quartz frá því að hann hefði verið orðinn svo valdamikill í Hollywood að honum hefði verið þakkað jafn oft og guði í þakkarræðum Óskarsverðlaunahafa. Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraliði myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein og fyrrverandi stjórnarmeðlimir fyrirtækis hans hafa náð bráðabirgða samkomulagi við konurnar sem sökuðu Weinstein um kynferðislega misnotkun. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC hefur eftir lögmönnum aðila málsins að samkomulagið, sem á að leysa úr málshöfðunum og bæta meintum fórnarlömbum hans miska, sé 44 milljóna dollara virði, eða því sem nemur um 5,4 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Á níunda tug kvenna sökuðu Weinstein um að hafa brotið á þeim og fjöldi þeirra hafa höfðað einkamál gegn honum. The New York Times segir ástæðu þess vera þá að þær ásakanir sem þær hafa fært fram á hendur honum varði ekki hegningarlög og verði því ekki tekin upp af saksóknara. Fellur kynferðisleg áreitni undir þann flokk. Fyrir dóm í New York í júní Ásakanir tveggja kvenna hafa þó leitt til ákæru gegn honum sem þýðir að saksóknari mun sækja hann til saka í New York í júní næstkomandi. Ásakanir kvennanna varða kynferðislegt ofbeldi, þar á meðal nauðgun. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér fangelsisvist til æviloka. Samkomulagið sem fjallað er um í Bandaríkjunum í dag varðar einkamál sem konur hafa höfðað gegn honum. Það tengist því ekki þeim ákærum sem hann þarf að verjast í New York í júní. Upphæð þessa bráðabirgða samkomulags, 44 milljónir Bandaríkjadala, er minna en helmingur þess sem var til tals í fyrra þegar rætt var um bætur til þeirra sem hafa sakað hann um áreitni. Samkvæmt þessu samkomulagi þá munu þrjátíu milljónir dollara renna til þeirra sem hafa sakað hann um áreitni. Afgangurinn færi í greiðslu til lögmanna sem bæði höfða mál og verja þá sem er stefnt. Tryggingafélög eru sögð eiga að greiða þessa upphæð. Innihald samkomulagsins er trúnaðarmál og því ekki vitað nákvæmlega í hverju það felst. Þar á meðal hvort þar megi finna viðurkenningu Weinstein á sekt. Einn sá valdamesti um árabil Weinstein er 67 ára gamall og var einn valdamesti maður Hollywood um árabil. Kvikmyndir sem hann hefur framleitt hafa hlotið 81 Óskarsverðlaun frá árinu 1999. Árið 2017 greindi Quartz frá því að hann hefði verið orðinn svo valdamikill í Hollywood að honum hefði verið þakkað jafn oft og guði í þakkarræðum Óskarsverðlaunahafa.
Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraliði myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna