Weinstein nær samkomulagi við þær sem bera hann sökum Birgir Olgeirsson skrifar 24. maí 2019 13:56 Harvey Weinstein. Vísir/Getty Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein og fyrrverandi stjórnarmeðlimir fyrirtækis hans hafa náð bráðabirgða samkomulagi við konurnar sem sökuðu Weinstein um kynferðislega misnotkun. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC hefur eftir lögmönnum aðila málsins að samkomulagið, sem á að leysa úr málshöfðunum og bæta meintum fórnarlömbum hans miska, sé 44 milljóna dollara virði, eða því sem nemur um 5,4 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Á níunda tug kvenna sökuðu Weinstein um að hafa brotið á þeim og fjöldi þeirra hafa höfðað einkamál gegn honum. The New York Times segir ástæðu þess vera þá að þær ásakanir sem þær hafa fært fram á hendur honum varði ekki hegningarlög og verði því ekki tekin upp af saksóknara. Fellur kynferðisleg áreitni undir þann flokk. Fyrir dóm í New York í júní Ásakanir tveggja kvenna hafa þó leitt til ákæru gegn honum sem þýðir að saksóknari mun sækja hann til saka í New York í júní næstkomandi. Ásakanir kvennanna varða kynferðislegt ofbeldi, þar á meðal nauðgun. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér fangelsisvist til æviloka. Samkomulagið sem fjallað er um í Bandaríkjunum í dag varðar einkamál sem konur hafa höfðað gegn honum. Það tengist því ekki þeim ákærum sem hann þarf að verjast í New York í júní. Upphæð þessa bráðabirgða samkomulags, 44 milljónir Bandaríkjadala, er minna en helmingur þess sem var til tals í fyrra þegar rætt var um bætur til þeirra sem hafa sakað hann um áreitni. Samkvæmt þessu samkomulagi þá munu þrjátíu milljónir dollara renna til þeirra sem hafa sakað hann um áreitni. Afgangurinn færi í greiðslu til lögmanna sem bæði höfða mál og verja þá sem er stefnt. Tryggingafélög eru sögð eiga að greiða þessa upphæð. Innihald samkomulagsins er trúnaðarmál og því ekki vitað nákvæmlega í hverju það felst. Þar á meðal hvort þar megi finna viðurkenningu Weinstein á sekt. Einn sá valdamesti um árabil Weinstein er 67 ára gamall og var einn valdamesti maður Hollywood um árabil. Kvikmyndir sem hann hefur framleitt hafa hlotið 81 Óskarsverðlaun frá árinu 1999. Árið 2017 greindi Quartz frá því að hann hefði verið orðinn svo valdamikill í Hollywood að honum hefði verið þakkað jafn oft og guði í þakkarræðum Óskarsverðlaunahafa. Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira
Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein og fyrrverandi stjórnarmeðlimir fyrirtækis hans hafa náð bráðabirgða samkomulagi við konurnar sem sökuðu Weinstein um kynferðislega misnotkun. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC hefur eftir lögmönnum aðila málsins að samkomulagið, sem á að leysa úr málshöfðunum og bæta meintum fórnarlömbum hans miska, sé 44 milljóna dollara virði, eða því sem nemur um 5,4 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Á níunda tug kvenna sökuðu Weinstein um að hafa brotið á þeim og fjöldi þeirra hafa höfðað einkamál gegn honum. The New York Times segir ástæðu þess vera þá að þær ásakanir sem þær hafa fært fram á hendur honum varði ekki hegningarlög og verði því ekki tekin upp af saksóknara. Fellur kynferðisleg áreitni undir þann flokk. Fyrir dóm í New York í júní Ásakanir tveggja kvenna hafa þó leitt til ákæru gegn honum sem þýðir að saksóknari mun sækja hann til saka í New York í júní næstkomandi. Ásakanir kvennanna varða kynferðislegt ofbeldi, þar á meðal nauðgun. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér fangelsisvist til æviloka. Samkomulagið sem fjallað er um í Bandaríkjunum í dag varðar einkamál sem konur hafa höfðað gegn honum. Það tengist því ekki þeim ákærum sem hann þarf að verjast í New York í júní. Upphæð þessa bráðabirgða samkomulags, 44 milljónir Bandaríkjadala, er minna en helmingur þess sem var til tals í fyrra þegar rætt var um bætur til þeirra sem hafa sakað hann um áreitni. Samkvæmt þessu samkomulagi þá munu þrjátíu milljónir dollara renna til þeirra sem hafa sakað hann um áreitni. Afgangurinn færi í greiðslu til lögmanna sem bæði höfða mál og verja þá sem er stefnt. Tryggingafélög eru sögð eiga að greiða þessa upphæð. Innihald samkomulagsins er trúnaðarmál og því ekki vitað nákvæmlega í hverju það felst. Þar á meðal hvort þar megi finna viðurkenningu Weinstein á sekt. Einn sá valdamesti um árabil Weinstein er 67 ára gamall og var einn valdamesti maður Hollywood um árabil. Kvikmyndir sem hann hefur framleitt hafa hlotið 81 Óskarsverðlaun frá árinu 1999. Árið 2017 greindi Quartz frá því að hann hefði verið orðinn svo valdamikill í Hollywood að honum hefði verið þakkað jafn oft og guði í þakkarræðum Óskarsverðlaunahafa.
Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira