Þóra Björg Magnúsdóttir hefur tekið sæti í framkvæmdastjórn Coripharma.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en Þóra Björg hóf störf hjá Coripharma í kjölfar kaupa félagsins á þróunareiningu Actavis Group PTC í byrjun mánaðarins. Hún mun stýra rannsóknum og þróun hjá fyrirtækinu.
„Þóra Björg varð starfsmaður Actavis 2007, þá sem yfirmaður klínískra rannsókna í Evrópu og öðrum löndum utan Bandríkjanna. Áður var hún framkvæmdastjóri Lyfjaþróunar, fyrirtækis sem sérhæfði sig í tækni til inntöku lyfja með nefúða. Actavis keypti Lyfjaþróun árið 2007. Þóra Björg er með mastergráðu í lyfjafræði frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni.
Coripharma sérhæfir sig í þróun og framleiðslu samheitalyfja sem seld eru til annarra lyfjafyrirtækja um allan heim.
Þóra Björg í framkvæmdastjórn Coripharma
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“
Viðskipti innlent


Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju
Viðskipti innlent


VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi
Viðskipti innlent

Jón Guðni tekur við formennsku
Viðskipti innlent

Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera
Viðskipti erlent

Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs
Viðskipti innlent