Tókst ekki að varpa ljósi á hlut ríkisstjóra í rasískri árbókarmynd Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2019 16:11 Árbókarmyndin virtist líklega til að fella Northam ríkisstjóra á sínum tíma. Hann hefur hins vegar setið sem fastast. Vísir/EPA Lögmenn sem voru ráðnir til að rannsaka rasíska mynd sem birtist á árbókarsíðu ríkisstjóra Virginíu í Bandaríkjunum gátu ekki varpað frekara ljósi á uppruna myndarinnar eða hvort að ríkisstjórinn væri sjálfur á myndinni. Hann hefur sjálfur þrætt fyrir að vera á myndinni og stóð af sér kröfur um afsögn í vetur. Ralph Northam, ríkisstjóri Virginíu úr röðum demókrata, átti í vök að verjast í febrúar þegar hægrisinnaður vefmiðillinn hafði upp á rasískri mynd sem skreytti blaðsíðu hans í árbók læknaháskóla þar sem hann nam árið 1984. Á myndinni mátti sjá tvo menn. Annar þeirra hafði dekkt andlit sitt til að líkja eftir blökkumanni en hinn var klæddur kufli Kú Klúx Klan, haturssamtakanna alræmdu. Í fyrstu baðst Northam afsökunar á myndinni en dró fljótt í land og þrætti fyrir að myndin væri af honum. Viðurkenndi hann þó að hann hefði dekkt andlit sitt fyrir Michael Jackson-gervi um svipað leyti. Þrátt fyrir áköll um að Northam sæti áfram, þar á meðal frá fimm frambjóðendum í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar, sat hann sem fastast.Myndin eldfima var í árbók Læknaskóla Austur-Virginíu frá 1984.Vísir/APFundu engar upplýsingar um myndina Læknaskóli Austur-Virginíu réði lögfræðistofu til að rannsaka árbókarmyndina. Reuters-fréttastofan segir að lögmennirnir hafi ekki komist að niðurstöðu um hvort Northam væri raunverulega á myndinni. Ekkert vitni sem þeir ræddu við hafi fullyrt það eða getað sagt hver var á henni. Northam sjálfur hafi staðfastlega neitað að vera á myndinni og fullyrt að hann hafi aðeins sent inn aðrar myndir sem voru á síðunni. „Við fundum engar upplýsingar um að myndin hafi verið sett inn fyrir mistök þó að við viðurkennum að það sé fátt um upplýsingar um þetta mál 35 árum síðar,“ segir í skýrslu lögmannanna. Móðgangi myndir hafi verið algengar í árbókum nemenda. Þannig fundu lögmennirnir tíu sambærilegar myndir í árbókum frá 1976 til 2013. Sérstaklega hafi myndir af nemendum sem höfðu dekkt andlit sín verið algengar frá 1984 til 1985. Tvær slíkar myndir hafi verið í árbók Northam auk þeirrar sem var á hans síðu. Vandræði Demókrataflokksins í Virginíu voru rétt að hefjast þegar árbókarmynd Northam var birt. Rétt á eftir var Justin Fairfax, vararíkisstjóri, sem hefði tekið við af Northam hefði hann sagt af sér, sakaður um kynferðisbrot. Mark Herring, dómsmálaráðherra Virginíu, sem var næstur í röðinni steig þá fram og viðurkenndi að hann hefði sömuleiðis dekkt andlit sitt til að bregða sér í gervi svarts rappara á háskólaárum sínum. Skoðanakannanir benda til þess að Northam njóti enn stuðnings meirihluta blökkumanna í Virginíu. Meirihluta þeirra finnst að Northam ætti ekki að segja af sér vegna myndarinnar. Bandaríkin Tengdar fréttir Þrýstingurinn eykst á vararíkisstjóra Virginíu eftir ásakanir um kynferðisbrot Mikill fjöldi demókrata hafa undanfarna daga kallað eftir afsögn vara-ríkisstjóra Virginíuríkis vegna ásakana um kynferðisbrot. Tvær konur, Vanessa Tyson og Meredith Watson, hafa stigið fram og lýst kynnum sínum af vara-ríkisstjóranum Justin Fairfax. 9. febrúar 2019 23:06 Ríkisstjóri í klandri vegna rasísks grímubúnings Mynd úr árbók ríkisstjóra Virginíu skaut upp kollinum þar. Á henni var hann annað hvort í Kú Klúx Klan-kufli eða í gervi blökkumanns. 2. febrúar 2019 09:17 Baðst afsökunar á umdeildri árbókarmynd frá 1984 í gær en segist ekki vera á henni í dag Kallað hefur verið eftir afsögn Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu-ríkis Bandaríkjanna, eftir að árbókarmynd frá árinu 1984, þar sem sjá mann í einkennisbúningi Ku Klux Klan og annan með svokallað "blackface“ 2. febrúar 2019 21:51 Demókratar hafa áhyggjur af „algjörri rugl“ stöðu í Virginíu Æðstu þrír embættismenn Virginíu eru allir í vandræðum og hefur verið kallað eftir því að mennirnir þrír, sem allir eru Demókratar, segi af sér. 7. febrúar 2019 14:15 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Lögmenn sem voru ráðnir til að rannsaka rasíska mynd sem birtist á árbókarsíðu ríkisstjóra Virginíu í Bandaríkjunum gátu ekki varpað frekara ljósi á uppruna myndarinnar eða hvort að ríkisstjórinn væri sjálfur á myndinni. Hann hefur sjálfur þrætt fyrir að vera á myndinni og stóð af sér kröfur um afsögn í vetur. Ralph Northam, ríkisstjóri Virginíu úr röðum demókrata, átti í vök að verjast í febrúar þegar hægrisinnaður vefmiðillinn hafði upp á rasískri mynd sem skreytti blaðsíðu hans í árbók læknaháskóla þar sem hann nam árið 1984. Á myndinni mátti sjá tvo menn. Annar þeirra hafði dekkt andlit sitt til að líkja eftir blökkumanni en hinn var klæddur kufli Kú Klúx Klan, haturssamtakanna alræmdu. Í fyrstu baðst Northam afsökunar á myndinni en dró fljótt í land og þrætti fyrir að myndin væri af honum. Viðurkenndi hann þó að hann hefði dekkt andlit sitt fyrir Michael Jackson-gervi um svipað leyti. Þrátt fyrir áköll um að Northam sæti áfram, þar á meðal frá fimm frambjóðendum í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar, sat hann sem fastast.Myndin eldfima var í árbók Læknaskóla Austur-Virginíu frá 1984.Vísir/APFundu engar upplýsingar um myndina Læknaskóli Austur-Virginíu réði lögfræðistofu til að rannsaka árbókarmyndina. Reuters-fréttastofan segir að lögmennirnir hafi ekki komist að niðurstöðu um hvort Northam væri raunverulega á myndinni. Ekkert vitni sem þeir ræddu við hafi fullyrt það eða getað sagt hver var á henni. Northam sjálfur hafi staðfastlega neitað að vera á myndinni og fullyrt að hann hafi aðeins sent inn aðrar myndir sem voru á síðunni. „Við fundum engar upplýsingar um að myndin hafi verið sett inn fyrir mistök þó að við viðurkennum að það sé fátt um upplýsingar um þetta mál 35 árum síðar,“ segir í skýrslu lögmannanna. Móðgangi myndir hafi verið algengar í árbókum nemenda. Þannig fundu lögmennirnir tíu sambærilegar myndir í árbókum frá 1976 til 2013. Sérstaklega hafi myndir af nemendum sem höfðu dekkt andlit sín verið algengar frá 1984 til 1985. Tvær slíkar myndir hafi verið í árbók Northam auk þeirrar sem var á hans síðu. Vandræði Demókrataflokksins í Virginíu voru rétt að hefjast þegar árbókarmynd Northam var birt. Rétt á eftir var Justin Fairfax, vararíkisstjóri, sem hefði tekið við af Northam hefði hann sagt af sér, sakaður um kynferðisbrot. Mark Herring, dómsmálaráðherra Virginíu, sem var næstur í röðinni steig þá fram og viðurkenndi að hann hefði sömuleiðis dekkt andlit sitt til að bregða sér í gervi svarts rappara á háskólaárum sínum. Skoðanakannanir benda til þess að Northam njóti enn stuðnings meirihluta blökkumanna í Virginíu. Meirihluta þeirra finnst að Northam ætti ekki að segja af sér vegna myndarinnar.
Bandaríkin Tengdar fréttir Þrýstingurinn eykst á vararíkisstjóra Virginíu eftir ásakanir um kynferðisbrot Mikill fjöldi demókrata hafa undanfarna daga kallað eftir afsögn vara-ríkisstjóra Virginíuríkis vegna ásakana um kynferðisbrot. Tvær konur, Vanessa Tyson og Meredith Watson, hafa stigið fram og lýst kynnum sínum af vara-ríkisstjóranum Justin Fairfax. 9. febrúar 2019 23:06 Ríkisstjóri í klandri vegna rasísks grímubúnings Mynd úr árbók ríkisstjóra Virginíu skaut upp kollinum þar. Á henni var hann annað hvort í Kú Klúx Klan-kufli eða í gervi blökkumanns. 2. febrúar 2019 09:17 Baðst afsökunar á umdeildri árbókarmynd frá 1984 í gær en segist ekki vera á henni í dag Kallað hefur verið eftir afsögn Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu-ríkis Bandaríkjanna, eftir að árbókarmynd frá árinu 1984, þar sem sjá mann í einkennisbúningi Ku Klux Klan og annan með svokallað "blackface“ 2. febrúar 2019 21:51 Demókratar hafa áhyggjur af „algjörri rugl“ stöðu í Virginíu Æðstu þrír embættismenn Virginíu eru allir í vandræðum og hefur verið kallað eftir því að mennirnir þrír, sem allir eru Demókratar, segi af sér. 7. febrúar 2019 14:15 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Þrýstingurinn eykst á vararíkisstjóra Virginíu eftir ásakanir um kynferðisbrot Mikill fjöldi demókrata hafa undanfarna daga kallað eftir afsögn vara-ríkisstjóra Virginíuríkis vegna ásakana um kynferðisbrot. Tvær konur, Vanessa Tyson og Meredith Watson, hafa stigið fram og lýst kynnum sínum af vara-ríkisstjóranum Justin Fairfax. 9. febrúar 2019 23:06
Ríkisstjóri í klandri vegna rasísks grímubúnings Mynd úr árbók ríkisstjóra Virginíu skaut upp kollinum þar. Á henni var hann annað hvort í Kú Klúx Klan-kufli eða í gervi blökkumanns. 2. febrúar 2019 09:17
Baðst afsökunar á umdeildri árbókarmynd frá 1984 í gær en segist ekki vera á henni í dag Kallað hefur verið eftir afsögn Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu-ríkis Bandaríkjanna, eftir að árbókarmynd frá árinu 1984, þar sem sjá mann í einkennisbúningi Ku Klux Klan og annan með svokallað "blackface“ 2. febrúar 2019 21:51
Demókratar hafa áhyggjur af „algjörri rugl“ stöðu í Virginíu Æðstu þrír embættismenn Virginíu eru allir í vandræðum og hefur verið kallað eftir því að mennirnir þrír, sem allir eru Demókratar, segi af sér. 7. febrúar 2019 14:15