Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2024 15:44 Harrison Li með mynd af föður sínum, Kai Li, hefur verið sleppt úr fangelsi í Kína. AP/Jeff Chiu Þremur Bandaríkjamönnum sem hafa setið um árabil í kínverskum fangelsum hefur verið sleppt. Það var gert í skiptum fyrir ótilgreinda kínverska ríkisborgara í haldi Bandaríkjamanna. Um er að ræða þá Mark Swidan, Kai Li og John Leung. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sagt þá alla hafa verið ranglega fangelsaða. Li, sem er sjötugur, var handtekinn árið 2016 og dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir njósnir. Swidan var handtekinn árið 2012 og dæmdur til dauða fyrir fíkniefnalagabrot sem rannsakendur Sameinuðu þjóðanna hafa sagt að eigi ekki við rök að styðjast. Fjölskylda hans hefur einnig sagt að hann hafi ítrekaði verið pyntaður í fangelsi. Leung var handtekinn árið 2021 og dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir njósnir. Samkvæmt CNN hefur hann lengi leitt nokkur samtök í Bandaríkjunum sem þykja hliðholl yfirvöldum í Peking og hefur ítrekað fundað með og hitt háttsetta embættismenn í Kína. Kínverjar slepptu fjórða manninum, David Lin, presti, úr haldi fyrir tveimur mánuðum en hann hafði setið í fangelsi í Kína í tuttugu ár eftir að hann var dæmdur fyrir svik. AP fréttaveitan segir að ríkisstjórn Joes Biden hafi átt í löngum viðræðum við ráðamenn í Kína á undanförnum árum um að fá mennina heim. Það að viðræðurnar hafi gengið eftir þykir til marks um að ráðamenn í Kína hafi ekki viljað bíða eftir að Donald Trump taki við embætti í janúar en hann hefur boðað harða stefnu í garð Kína. Samband Kína og Bandaríkjanna hefur beðið mikla hnekki á undanförnum árum. Fyrir því eru fjölmargar ástæður eins og málefni Taívan og Suður-Kínahafs, stuðnings Kínverja við Rússa, mannréttindamála og hafa Bandaríkjamenn lengi verið reiðir í garð Kínverja vegna sölu þeirra á efnum sem notuð eru til að framleiða Fentanyl til glæpasamtaka. Bandaríkin Joe Biden Kína Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Sjá meira
Um er að ræða þá Mark Swidan, Kai Li og John Leung. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sagt þá alla hafa verið ranglega fangelsaða. Li, sem er sjötugur, var handtekinn árið 2016 og dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir njósnir. Swidan var handtekinn árið 2012 og dæmdur til dauða fyrir fíkniefnalagabrot sem rannsakendur Sameinuðu þjóðanna hafa sagt að eigi ekki við rök að styðjast. Fjölskylda hans hefur einnig sagt að hann hafi ítrekaði verið pyntaður í fangelsi. Leung var handtekinn árið 2021 og dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir njósnir. Samkvæmt CNN hefur hann lengi leitt nokkur samtök í Bandaríkjunum sem þykja hliðholl yfirvöldum í Peking og hefur ítrekað fundað með og hitt háttsetta embættismenn í Kína. Kínverjar slepptu fjórða manninum, David Lin, presti, úr haldi fyrir tveimur mánuðum en hann hafði setið í fangelsi í Kína í tuttugu ár eftir að hann var dæmdur fyrir svik. AP fréttaveitan segir að ríkisstjórn Joes Biden hafi átt í löngum viðræðum við ráðamenn í Kína á undanförnum árum um að fá mennina heim. Það að viðræðurnar hafi gengið eftir þykir til marks um að ráðamenn í Kína hafi ekki viljað bíða eftir að Donald Trump taki við embætti í janúar en hann hefur boðað harða stefnu í garð Kína. Samband Kína og Bandaríkjanna hefur beðið mikla hnekki á undanförnum árum. Fyrir því eru fjölmargar ástæður eins og málefni Taívan og Suður-Kínahafs, stuðnings Kínverja við Rússa, mannréttindamála og hafa Bandaríkjamenn lengi verið reiðir í garð Kínverja vegna sölu þeirra á efnum sem notuð eru til að framleiða Fentanyl til glæpasamtaka.
Bandaríkin Joe Biden Kína Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Sjá meira