Á Siðanefnd Alþingis að álykta um einstaka mál kjörinna fulltrúa? Kolbrún Baldursdóttir skrifar 21. maí 2019 09:08 Siðanefnd sem forsætisnefnd Alþingis skipaði hefur ályktað að þingmaður hafi brotið í bága við ákvæði siðareglna þingsins með ummælum sínum um annan þingmann. Um er að ræða ráðgefandi álit og hefur forsætisnefnd Alþingis síðasta orðið. Þetta hefur vakið upp ýmsar spurningar m.a. hvort siðanefnd á hinum pólitíska vettvangi ætti yfirhöfuð að vera til og ef hún er til hvert á þá hlutverk hennar að vera? Hlutverk þessarar nefndar sem hér um ræðir er m.a. að láta í ljós álit sitt á því hvort þingmaður hafi með hátterni sínu brotið gegn hátternisskyldum sínum og meginreglum um hátterni, sbr. 5. gr. siðareglna fyrir alþingismenn. Siðanefnd á vettvangi stjórnmála - á hún að fjalla um einstaklingsmál? Siðanefndir starfsstétta hafa vissulega margar hverjar það hlutverk að leggja mat á framkomu, hegðun og atferli aðila í viðkomandi starfsstétt. En öðru máli hlýtur að gegna um siðanefndir á pólitískum vettvangi. Sé slík nefnd til ætti hennar hlutverk kannski aðallega að beinast að tillögugerð um endurskoðun siðareglna og framsetningu þeirra frekar en að fjalla um og álykta um einstaka kvörtunarmál þingmanns yfir öðrum þingmanni. Það er mín skoðun að álit siðanefndar um einstök mál kjörinna fulltrúa geti ekki verið trúverðugt og hafi í raun litla þýðingu. Álit er bara álit og siðareglur eru auðvitað engin lög og þótt einhver segi að brotnar hafa verið siðareglur hefur það engar afleiðingar. Ég tel að siðanefndarkerfi eins og er á Alþingi henti illa fyrir kjörna fulltrúa. Af hverju hentar siðanefnd illa fyrir kjörna fulltrúa? Þingmaður/kjörinn fulltrúi er ekki í sömu stöðu og sá sem ræður sig í vinnu samkvæmt samningi sem grundvallaður er á réttindum og skyldum starfsmanna. Stéttarfélög halda utan um kjara- og réttindamál. Stjórnmálamaður er kosinn af fólkinu. Hegðun hans og framkoma m.a. á hinum pólitíska vettvangi er á ábyrgð hans sjálfs. Sé talið að hann hafi sýnt af sér dónalega eða óviðeigandi framkomu gagnvart öðrum þingmanni eða starfsmanni eða brotið af sér samkvæmt siðareglum á hann það fyrst og fremst við samvisku sína, flokkinn sem stendur að baki honum og kjósendur sína. Margir hafa tjáð sig um þetta fyrirkomulag á Alþingi og sumir segja að það gangi ekki upp. Einhverjir sjá lausnina í því að „fjarlægja“ forsætisnefndina úr ferlinu en hún hefur síðasta orðið í málinu um hvort brotið hafi verið í bága við siðareglur eða ekki. Ég get ekki séð að fyrirkomulagið verði bættara við að „fjarlægja“ forsætisnefndina með síðasta orðið. Eftir sem áður stæði álit siðanefndar sem verður án efa alltaf umdeilt hver svo niðurstaðan er. Hvað varðar þetta einstaka mál sem hæst hefur borið síðustu daga er ekki gott að segja um hvað verður. En ef horft er til framtíðar finnst mér tvennt koma til greina er varðar Siðanefndina á Alþingi: 1. Að Siðanefnd Alþingis fjalli ekki um einstaklingsmál 2. Að Siðanefnd Alþingis verði lögð niður. Siða- og samstarfsreglur Á vettvangi stjórnmála, hvort heldur á Alþingi eða í borgarstjórn, tel ég að ekki eigi að vera nein siðanefnd. Deila má um hvort setja eigi kjörnum fulltrúum einhverjar sérstakar siðareglur. Siðareglur um afmarkað efni geta verið góðar en einna helst finnst mér skipta máli að setja skýrar samstarfsreglur. Leiðbeinandi siða- og samstarfsreglur geta gagnast vel í samfélagi eins og okkar þar sem flæði upplýsinga er gríðarlegt og samskipti einstaklinga margbrotin og flókin. Úrvinnsla: samtal, dómstólaleið eða bara ekki neitt? Eftir áratuga reynslu af úrvinnslu eineltismála á vinnustöðum þar sem einmitt réttindi, skyldur og jafnræði aðila máls hafa iðulega komið til álita tel ég að leiðir til lausna mála þar sem kvartað er yfir kjörnum fulltrúa séu kannski tvenns konar. Fyrri leiðin er samtalsleiðin. Komi upp tilvik þar sem talið er að þingmaður/kjörinn fulltrúi hafi sýnt af sér hrokafulla eða dónalega framkomu er „samtal“ milli aðila stundum vænleg leið til lausnar þ.e.a.s. ef það hugnast báðum aðilum að ræða saman um atvikið. Frumkvæði að slíku samtali getur verið hjá „geranda eða þolanda“. Gangi sú leið ekki t.d. vegna alvarleika málsins, í tilfellum þar sem um er að ræða meint lagabrot eða grun um misferli/glæp kjörins fulltrúa fer málið til þar til bærra yfirvalda til rannsóknar og til dómstóla eftir atvikum.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Siðanefnd sem forsætisnefnd Alþingis skipaði hefur ályktað að þingmaður hafi brotið í bága við ákvæði siðareglna þingsins með ummælum sínum um annan þingmann. Um er að ræða ráðgefandi álit og hefur forsætisnefnd Alþingis síðasta orðið. Þetta hefur vakið upp ýmsar spurningar m.a. hvort siðanefnd á hinum pólitíska vettvangi ætti yfirhöfuð að vera til og ef hún er til hvert á þá hlutverk hennar að vera? Hlutverk þessarar nefndar sem hér um ræðir er m.a. að láta í ljós álit sitt á því hvort þingmaður hafi með hátterni sínu brotið gegn hátternisskyldum sínum og meginreglum um hátterni, sbr. 5. gr. siðareglna fyrir alþingismenn. Siðanefnd á vettvangi stjórnmála - á hún að fjalla um einstaklingsmál? Siðanefndir starfsstétta hafa vissulega margar hverjar það hlutverk að leggja mat á framkomu, hegðun og atferli aðila í viðkomandi starfsstétt. En öðru máli hlýtur að gegna um siðanefndir á pólitískum vettvangi. Sé slík nefnd til ætti hennar hlutverk kannski aðallega að beinast að tillögugerð um endurskoðun siðareglna og framsetningu þeirra frekar en að fjalla um og álykta um einstaka kvörtunarmál þingmanns yfir öðrum þingmanni. Það er mín skoðun að álit siðanefndar um einstök mál kjörinna fulltrúa geti ekki verið trúverðugt og hafi í raun litla þýðingu. Álit er bara álit og siðareglur eru auðvitað engin lög og þótt einhver segi að brotnar hafa verið siðareglur hefur það engar afleiðingar. Ég tel að siðanefndarkerfi eins og er á Alþingi henti illa fyrir kjörna fulltrúa. Af hverju hentar siðanefnd illa fyrir kjörna fulltrúa? Þingmaður/kjörinn fulltrúi er ekki í sömu stöðu og sá sem ræður sig í vinnu samkvæmt samningi sem grundvallaður er á réttindum og skyldum starfsmanna. Stéttarfélög halda utan um kjara- og réttindamál. Stjórnmálamaður er kosinn af fólkinu. Hegðun hans og framkoma m.a. á hinum pólitíska vettvangi er á ábyrgð hans sjálfs. Sé talið að hann hafi sýnt af sér dónalega eða óviðeigandi framkomu gagnvart öðrum þingmanni eða starfsmanni eða brotið af sér samkvæmt siðareglum á hann það fyrst og fremst við samvisku sína, flokkinn sem stendur að baki honum og kjósendur sína. Margir hafa tjáð sig um þetta fyrirkomulag á Alþingi og sumir segja að það gangi ekki upp. Einhverjir sjá lausnina í því að „fjarlægja“ forsætisnefndina úr ferlinu en hún hefur síðasta orðið í málinu um hvort brotið hafi verið í bága við siðareglur eða ekki. Ég get ekki séð að fyrirkomulagið verði bættara við að „fjarlægja“ forsætisnefndina með síðasta orðið. Eftir sem áður stæði álit siðanefndar sem verður án efa alltaf umdeilt hver svo niðurstaðan er. Hvað varðar þetta einstaka mál sem hæst hefur borið síðustu daga er ekki gott að segja um hvað verður. En ef horft er til framtíðar finnst mér tvennt koma til greina er varðar Siðanefndina á Alþingi: 1. Að Siðanefnd Alþingis fjalli ekki um einstaklingsmál 2. Að Siðanefnd Alþingis verði lögð niður. Siða- og samstarfsreglur Á vettvangi stjórnmála, hvort heldur á Alþingi eða í borgarstjórn, tel ég að ekki eigi að vera nein siðanefnd. Deila má um hvort setja eigi kjörnum fulltrúum einhverjar sérstakar siðareglur. Siðareglur um afmarkað efni geta verið góðar en einna helst finnst mér skipta máli að setja skýrar samstarfsreglur. Leiðbeinandi siða- og samstarfsreglur geta gagnast vel í samfélagi eins og okkar þar sem flæði upplýsinga er gríðarlegt og samskipti einstaklinga margbrotin og flókin. Úrvinnsla: samtal, dómstólaleið eða bara ekki neitt? Eftir áratuga reynslu af úrvinnslu eineltismála á vinnustöðum þar sem einmitt réttindi, skyldur og jafnræði aðila máls hafa iðulega komið til álita tel ég að leiðir til lausna mála þar sem kvartað er yfir kjörnum fulltrúa séu kannski tvenns konar. Fyrri leiðin er samtalsleiðin. Komi upp tilvik þar sem talið er að þingmaður/kjörinn fulltrúi hafi sýnt af sér hrokafulla eða dónalega framkomu er „samtal“ milli aðila stundum vænleg leið til lausnar þ.e.a.s. ef það hugnast báðum aðilum að ræða saman um atvikið. Frumkvæði að slíku samtali getur verið hjá „geranda eða þolanda“. Gangi sú leið ekki t.d. vegna alvarleika málsins, í tilfellum þar sem um er að ræða meint lagabrot eða grun um misferli/glæp kjörins fulltrúa fer málið til þar til bærra yfirvalda til rannsóknar og til dómstóla eftir atvikum.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun