Welcome to Althingi Bar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar 31. maí 2019 09:00 Í þeirri óskiljanlegu ríkisstjórn sem hér situr geysist forsætisráðherra um álfuna og flytur fagnaðarerindi Sósíaldemókrata meðan fjármálaráðherra boðar hagræðingaraðgerðir og biður okkur að fara betur með krónurnar okkar. Ég hef áhyggjur af Katrínu. Mér finnst eins og hún sé ekki með sjálfri sér. Er hún í álögum? Getur verið að fjármálaráðherra sé vampíra? Það er engu líkara en að fjármálaráðherra hafi bitið forsætisráðherra til blóðs og nú sé hún gersamlega á valdi hans. Meðan sultarólin er hert heimsækir hún Múlalund, gengur á Úlfarsfell og undirritar samkomulag um loftlagsmál og grænar lausnir. Ég kem þessu ekki heim og saman. Ekki veit ég hvernig þeir, sem missa nú vegna hagræðingar vinnuna, eiga að fara betur með sínar krónur. Straua þær og kyssa bless áður en atvinnuleysið tekur heimilin af fólkinu? En það er ljós í myrkrinu. Veikir og gamlir verða nú ekki í vandræðum með að fara vel með það sem þeir eiga ekki til! Í ferðaþjónustu er spáð samdrætti og ríkisstofnanir skulu skila arði segir fjármálaráðherra. Hvernig Landspítalanum á að takast það verður væntanlega svarað í næsta páskaeggi. Sér fjármálaráðherra fyrir sér einhverskonar hungurleika á Landspítalanum þar sem erlendir ferðamenn geta keypt sig inn til að fylgjast með sjúklingum og starfsfólki berjast fyrir lífi sínu og annara. Verður Alabama nýr áfangastaðir Icelandair í Bandaríkjunum í vetur? Annars er nú opið allan sólarhringinn á Alþingi voru þessa dagana svo réttast væri að opna þar án tafar strippbúllu og bar sem gæti sannarlega skilað ríkulegum arði í heimilisbókhaldi ráðherrahjónanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Steinunn Ólína Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í þeirri óskiljanlegu ríkisstjórn sem hér situr geysist forsætisráðherra um álfuna og flytur fagnaðarerindi Sósíaldemókrata meðan fjármálaráðherra boðar hagræðingaraðgerðir og biður okkur að fara betur með krónurnar okkar. Ég hef áhyggjur af Katrínu. Mér finnst eins og hún sé ekki með sjálfri sér. Er hún í álögum? Getur verið að fjármálaráðherra sé vampíra? Það er engu líkara en að fjármálaráðherra hafi bitið forsætisráðherra til blóðs og nú sé hún gersamlega á valdi hans. Meðan sultarólin er hert heimsækir hún Múlalund, gengur á Úlfarsfell og undirritar samkomulag um loftlagsmál og grænar lausnir. Ég kem þessu ekki heim og saman. Ekki veit ég hvernig þeir, sem missa nú vegna hagræðingar vinnuna, eiga að fara betur með sínar krónur. Straua þær og kyssa bless áður en atvinnuleysið tekur heimilin af fólkinu? En það er ljós í myrkrinu. Veikir og gamlir verða nú ekki í vandræðum með að fara vel með það sem þeir eiga ekki til! Í ferðaþjónustu er spáð samdrætti og ríkisstofnanir skulu skila arði segir fjármálaráðherra. Hvernig Landspítalanum á að takast það verður væntanlega svarað í næsta páskaeggi. Sér fjármálaráðherra fyrir sér einhverskonar hungurleika á Landspítalanum þar sem erlendir ferðamenn geta keypt sig inn til að fylgjast með sjúklingum og starfsfólki berjast fyrir lífi sínu og annara. Verður Alabama nýr áfangastaðir Icelandair í Bandaríkjunum í vetur? Annars er nú opið allan sólarhringinn á Alþingi voru þessa dagana svo réttast væri að opna þar án tafar strippbúllu og bar sem gæti sannarlega skilað ríkulegum arði í heimilisbókhaldi ráðherrahjónanna.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar