Rétt mataræði fyrir alla Teitur Guðmundsson skrifar 6. júní 2019 07:00 Þeir sem hafa fylgst með nýjustu upplýsingum úr heimi læknis- og næringarfræði vita að við færumst nær og nær því að meðhöndla sjúkdóma og byrjunarstig þeirra með því að taka á mataræði skjólstæðinga okkar. Það er alveg ljóst að þar liggur ákveðinn grunnur að þeim lífsstílsvanda sem við höfum séð vaxa á vestrænum löndum síðastliðna áratugi. Mikil vakning hefur orðið varðandi það að matvæli séu hrein og afurðir sem náttúrulegastar í stað geymsluþolshyggju. Við erum mjög meðvituð um unnar matvörur, ýmis litarefni og önnur uppfylliefni í matvælum. Ekki síst höfum við vaxandi áhyggjur af erfðabreytingu, sýklalyfjanotkun og skordýraeitri við ræktun og vinnslu matvæla. Hafi maður í huga gamla orðatiltækið „þú ert það sem þú borðar“ þá er eflaust óþægileg tilfinning að vita til þess að við innbyrðum töluvert af aukaefnum dagsdaglega. Mörg þeirra hafa verið með okkur lengi og deilt er um það hvort þau valdi óþægindum eða viðbragði af einhverjum toga í líkama einstaklinga. Það er erfitt að gera rannsóknir sem tengjast mataræði þar sem venjur okkar eru svo ólíkar. Iðulega byggja gögn á spurningalistum og skoðun á því hvað fólk kaupir og svo framvegis. Erfitt er að gera nákvæmar mælingar líkt og mögulegt er í blóðrannsókn. Samspil þessara þátta er svo mjög mikilvægt í ljósi erfða, umhverfis- og álagsþátta eins og streitu og fleira mætti telja sem auðveldlega getur sett starfsemi líkamans úr skorðum. Læknar eru að sannfærast meir og meir um tengingar sjúkdóma og mataræðis í víðara samhengi en áður. Meiri gagnrýni hefur komið fram á leiðbeiningar um mataræði og skemmst er frá því að segja að ýmsir kúrar sem komast í tísku hafa líka talsvert mikið með sér. Það er þó mín skoðun að enginn einn „kúr“ virki, heldur hljóti þetta alltaf að vera byggt á jafnvægi. Til þess að geta skoðað þessa hluti betur hafa læknar farið að skoða samsetningu garnaflóru og svo virðist sem ónæmiskerfi okkar og virkni þess tengist henni meir en áður var talið. Við höfum til dæmis rannsóknir varðandi bólguþætti og sjúkdóma sem virðast beinlínis tengjast mataræði. Hinn alræmdi hvíti sykur, einföld og auðmeltanleg kolvetni og þess háttar virðast hafa veruleg áhrif á suma einstaklinga. Aðrir finna meira fyrir mjólkurvörum, ýmsum kryddum og náttúrulegum afurðum ekki síður en þeim aukaefnum sem ég minntist á að ofan. Þetta er því flókið samspil margra þátta en það sem við þurfum að geta gert í framtíðinni er að beita einstaklingsmiðaðri nálgun varðandi mataræði og þróun sjúkdóma. Í dag er verið að prófa sig áfram við meðhöndlun þeirra og safnast nú saman gögn varðandi það með hverjum deginum sem líður. En um leið og við fáum alvöru rannsóknir á tengslum mataræðis og sjúkdóma, með það að markmiði að auka vellíðan og bæta heilsufar, þá erum við á réttri leið. Vegferðin er hafin og á næstu árum munu verða miklar breytingar á nálgun í læknisfræði í þessa veru. Við erum þegar komin vel á veg í einstaklingsbundinni krabbameinsmeðferð. Við höfum getað dregið úr aukaverkunum af meðferð með því að finna réttu lyfin til að ná hámarksvirkni gegn krabbanum. Við erum að sjá þetta líka í meðhöndlun sýkinga og við munum sjá þetta í forvörnum og meðhöndlun lífsstílsjúkdóma á sama hátt. Þannig er ljóst að matur er mannsins megin, en það sama hentar ekki öllum og skyldi enginn láta glepjast af sölumennsku og að það sé til einhver ein töfralausn. Þetta er samspil margra þátta og mikilvægt að hafa rétta nálgun á vandann, einstaklingsmiðaðan og studdan rannsóknum, en ekki bara reynsluvísindum þó það sé oft einmitt upphafið að endanlegri niðurstöðu. Framtíðin er að venju að koma, ég hlakka til og það ættir þú líka að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Teitur Guðmundsson Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þeir sem hafa fylgst með nýjustu upplýsingum úr heimi læknis- og næringarfræði vita að við færumst nær og nær því að meðhöndla sjúkdóma og byrjunarstig þeirra með því að taka á mataræði skjólstæðinga okkar. Það er alveg ljóst að þar liggur ákveðinn grunnur að þeim lífsstílsvanda sem við höfum séð vaxa á vestrænum löndum síðastliðna áratugi. Mikil vakning hefur orðið varðandi það að matvæli séu hrein og afurðir sem náttúrulegastar í stað geymsluþolshyggju. Við erum mjög meðvituð um unnar matvörur, ýmis litarefni og önnur uppfylliefni í matvælum. Ekki síst höfum við vaxandi áhyggjur af erfðabreytingu, sýklalyfjanotkun og skordýraeitri við ræktun og vinnslu matvæla. Hafi maður í huga gamla orðatiltækið „þú ert það sem þú borðar“ þá er eflaust óþægileg tilfinning að vita til þess að við innbyrðum töluvert af aukaefnum dagsdaglega. Mörg þeirra hafa verið með okkur lengi og deilt er um það hvort þau valdi óþægindum eða viðbragði af einhverjum toga í líkama einstaklinga. Það er erfitt að gera rannsóknir sem tengjast mataræði þar sem venjur okkar eru svo ólíkar. Iðulega byggja gögn á spurningalistum og skoðun á því hvað fólk kaupir og svo framvegis. Erfitt er að gera nákvæmar mælingar líkt og mögulegt er í blóðrannsókn. Samspil þessara þátta er svo mjög mikilvægt í ljósi erfða, umhverfis- og álagsþátta eins og streitu og fleira mætti telja sem auðveldlega getur sett starfsemi líkamans úr skorðum. Læknar eru að sannfærast meir og meir um tengingar sjúkdóma og mataræðis í víðara samhengi en áður. Meiri gagnrýni hefur komið fram á leiðbeiningar um mataræði og skemmst er frá því að segja að ýmsir kúrar sem komast í tísku hafa líka talsvert mikið með sér. Það er þó mín skoðun að enginn einn „kúr“ virki, heldur hljóti þetta alltaf að vera byggt á jafnvægi. Til þess að geta skoðað þessa hluti betur hafa læknar farið að skoða samsetningu garnaflóru og svo virðist sem ónæmiskerfi okkar og virkni þess tengist henni meir en áður var talið. Við höfum til dæmis rannsóknir varðandi bólguþætti og sjúkdóma sem virðast beinlínis tengjast mataræði. Hinn alræmdi hvíti sykur, einföld og auðmeltanleg kolvetni og þess háttar virðast hafa veruleg áhrif á suma einstaklinga. Aðrir finna meira fyrir mjólkurvörum, ýmsum kryddum og náttúrulegum afurðum ekki síður en þeim aukaefnum sem ég minntist á að ofan. Þetta er því flókið samspil margra þátta en það sem við þurfum að geta gert í framtíðinni er að beita einstaklingsmiðaðri nálgun varðandi mataræði og þróun sjúkdóma. Í dag er verið að prófa sig áfram við meðhöndlun þeirra og safnast nú saman gögn varðandi það með hverjum deginum sem líður. En um leið og við fáum alvöru rannsóknir á tengslum mataræðis og sjúkdóma, með það að markmiði að auka vellíðan og bæta heilsufar, þá erum við á réttri leið. Vegferðin er hafin og á næstu árum munu verða miklar breytingar á nálgun í læknisfræði í þessa veru. Við erum þegar komin vel á veg í einstaklingsbundinni krabbameinsmeðferð. Við höfum getað dregið úr aukaverkunum af meðferð með því að finna réttu lyfin til að ná hámarksvirkni gegn krabbanum. Við erum að sjá þetta líka í meðhöndlun sýkinga og við munum sjá þetta í forvörnum og meðhöndlun lífsstílsjúkdóma á sama hátt. Þannig er ljóst að matur er mannsins megin, en það sama hentar ekki öllum og skyldi enginn láta glepjast af sölumennsku og að það sé til einhver ein töfralausn. Þetta er samspil margra þátta og mikilvægt að hafa rétta nálgun á vandann, einstaklingsmiðaðan og studdan rannsóknum, en ekki bara reynsluvísindum þó það sé oft einmitt upphafið að endanlegri niðurstöðu. Framtíðin er að venju að koma, ég hlakka til og það ættir þú líka að gera.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun