Það eru meiðslavandræði á meisturum Golden State Warriors en tveir leikmenn liðsins meiddust í síðasta leik gegn Toronto Raptors í úrslitum NBA-deildarinnar.
Varamiðherjinn Kevon Looney meiddist illa og er talið afar ólíklegt að hann geti spilað meira með liðinu. Það mun hafa nokkur áhrif á liðið.
Svo haltraði Klay Thompson sömuleiðis af velli. Hann er ekki alvarlega meiddur en er mjög tæpur fyrir leik 3 milli liðanna á morgun.
Svo er Kevin Durant auðvitað enn fjarverandi og hefur verið í mánuð. Vonir standa til um að hann geti farið að taka þátt í fjörinu en ekkert er þó staðfest í þeim efnum.
Klay tæpur fyrir leik þrjú
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Fleiri fréttir
