Yfirburðir Modis raktir til þjóðernishyggju Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. júní 2019 08:30 Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands. Nordicphotos/AFP Slæmt efnahagsástand, mikið atvinnuleysi og skattastefna sem stefndi litlum og meðalstórum fyrirtækjum í lífshættu – þættir sem þessir hefðu alla jafna komið í veg fyrir að Narendra Modi og BJP-flokkurinn ynnu stórsigur í nýafstöðnum kosningum á Indlandi. Þetta kom fram í umfjöllun Foreign Policy. Allt kom þó fyrir ekki, BJP fékk 303 þingsæti af 543, kosningabandalag flokksins heil 352 og Modi situr áfram sem fastast. Útskýra má þennan óvenjulega stórsigur Modis, samkvæmt Foreign Policy, með því að forsætisráðherrann hafi náð að ala á ótta gagnvart ólöglegum innflytjendum, þjóðaröryggishættum og hryðjuverkasamtökum. Hann hafi, með þjóðernishyggjuna að vopni, náð að fylkja hindúum að baki sér. Þetta mátti til að mynda sjá á sigurræðu Modis þar sem hann sagði veraldarhyggjuna og hugmyndina um aðskilnað ríkis og trúar hefðu borið skipbrot. Haft var eftir Mohan Bhagwat, einum hugmyndasmiða BJP, í þessu samhengi að íbúar Indlands væru hindúar. BJP hafi því komið því í gegn á síðasta ári að múslimar í ríkjum á borð við Assam, sem er á landamærunum við Bangladess og hýsir því nokkurn fjölda múslima, yrðu með í manntalinu. Þessir múslimar voru því ekki á kjörskrá en hefðu trúlega síður kosið BJP enda byggist flokkurinn á hindúaþjóðernishyggju. Í ljósi stefnumála má segja að Modi sé nokkurs konar indversk hliðstæða Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Áherslan liggur á þjóðaröryggi gagnvart utanaðkomandi ógn á borð við ólöglega innflytjendur og hryðjuverkasamtök. Þá fullyrða báðir að „hinn þögli meirihluti“ styðji sig. Hins vegar virðist staða Modis mun sterkari en Trumps, sé miðað við kosningarnar á Indlandi og skoðanakannanir í Bandaríkjunum. Birtist í Fréttablaðinu Indland Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Slæmt efnahagsástand, mikið atvinnuleysi og skattastefna sem stefndi litlum og meðalstórum fyrirtækjum í lífshættu – þættir sem þessir hefðu alla jafna komið í veg fyrir að Narendra Modi og BJP-flokkurinn ynnu stórsigur í nýafstöðnum kosningum á Indlandi. Þetta kom fram í umfjöllun Foreign Policy. Allt kom þó fyrir ekki, BJP fékk 303 þingsæti af 543, kosningabandalag flokksins heil 352 og Modi situr áfram sem fastast. Útskýra má þennan óvenjulega stórsigur Modis, samkvæmt Foreign Policy, með því að forsætisráðherrann hafi náð að ala á ótta gagnvart ólöglegum innflytjendum, þjóðaröryggishættum og hryðjuverkasamtökum. Hann hafi, með þjóðernishyggjuna að vopni, náð að fylkja hindúum að baki sér. Þetta mátti til að mynda sjá á sigurræðu Modis þar sem hann sagði veraldarhyggjuna og hugmyndina um aðskilnað ríkis og trúar hefðu borið skipbrot. Haft var eftir Mohan Bhagwat, einum hugmyndasmiða BJP, í þessu samhengi að íbúar Indlands væru hindúar. BJP hafi því komið því í gegn á síðasta ári að múslimar í ríkjum á borð við Assam, sem er á landamærunum við Bangladess og hýsir því nokkurn fjölda múslima, yrðu með í manntalinu. Þessir múslimar voru því ekki á kjörskrá en hefðu trúlega síður kosið BJP enda byggist flokkurinn á hindúaþjóðernishyggju. Í ljósi stefnumála má segja að Modi sé nokkurs konar indversk hliðstæða Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Áherslan liggur á þjóðaröryggi gagnvart utanaðkomandi ógn á borð við ólöglega innflytjendur og hryðjuverkasamtök. Þá fullyrða báðir að „hinn þögli meirihluti“ styðji sig. Hins vegar virðist staða Modis mun sterkari en Trumps, sé miðað við kosningarnar á Indlandi og skoðanakannanir í Bandaríkjunum.
Birtist í Fréttablaðinu Indland Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira