Árásir á transfólk hérlendis sífellt alvarlegri Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júní 2019 13:02 Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir er kynjafræðingur. Hún er ötul í baráttu sinni fyrir mannréttindum trans- og intersexfólks á Íslandi. FBL/Stefán Þrjú nýleg dæmi eru um að veist hafi verið að transfólki á Íslandi. Baráttukona segir fordóma og hatursglæpi gegn transfólki í heiminum vera að aukast og því mikilvægt að Alþingi leiði í lög réttarbót fyrir þennan hóp, sem gæti orðið besta framfaraskref í málaflokknum á heimsvísu. Ráðist var gegn transkonu í Árbæ aðfaranótt síðastliðins föstudags. Talið er að þar hafi verið að verki tveir erlendir karlmenn sem réðust á konuna vegna kynvitundar hennar, og því um hatursglæp að ræða. Mennirnir voru á bak og burt þegar lögreglu bar að garði og samkvæmt upplýsingum frá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar er ekki vitað hverjir voru að verki, en að árásin sé til rannsóknar.Sjá nánar: Grunur um hatursglæp í Árbæ í nótt Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir er formaður samtakanna Trans Ísland, en samtökin hafa verið í samskiptum við þolanda árásarinnar, sem Ugla segir ekkert einsdæmi. Hún þekki til þriggja tilfella á skömmum tíma þar sem transmanneskja á Íslandi hefur orðið fyrir alvarlegum fordómum eða ofbeldi. „Glæpirnir eru að verða alvarlegri þótt þeir séu kannski ekkert endilega að færast í aukana, þannig. Ég held bara að þeir séu að koma meira fram á sjónarsviðið ef eitthvað.“ Ugla segir fordóma og hatursglæpi gegn transfólk vera að aukast í heiminum, ekki síst í Bandaríkjunum þar sem þrengt hefur verið að lagalegum réttum transfólks á síðustu misserum. „Við erum að sjá þetta alls staðar í heiminum ekki síst þar sem ákveðin pólitísk öfl eru í rauninni að rísa. Þetta eru pólitísk öfl sem eru hvað mest að beita sér gegn mannréttindum yfir höfuð og þá er náttúrulega transfólk eitt af þeim hópum sem verður fyrir barðinu á því.“ Þessi þróun undrirstrikar að mati Uglu mikilvægi þess að þrengja ekki að lögum um hatursorðræðu eins og Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra lagði til. Auk þess yrði það mikil réttarbót ef Alþingi samþykkti frumvarp um kynrænt sjálfræði, sem festir í lög rétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt sjálfir. „Vegna þess að frumvarpið um kynrænt sjálfræði í sjálfu sér myndi vera stærsta skref í réttindabaráttu transfólks og intersexfólks jafnvel í heiminum. Það er líf okkar sem er um að ræða þannig að auðvitað ættum við að fá að ráða ferðinni svolítið í þeim málum.“ Jafnréttismál Lögreglumál Tengdar fréttir Telur hatursglæpum hafa fjölgað hér á landi Lögreglan þarf að standa sig betur þegar kemur að hatursglæpum hér á landi að sögn aðjúnkts í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Þekkingu skorti innan lögreglunnar til að bera kennsl á hatursglæpi og skrá þá rétt og því lítil sem engin tölfræði til. 23. apríl 2019 20:30 Börnin sem hafa ekki rödd Börn eiga að hafa frelsi til þess að fá að taka upplýsta ákvörðun um eigin líkama. Það þarf ekki sérfræðing í hinsegin málefnum til þess að átta sig á því að mögulega er verið að gera breytingar á líkama barna sem þeim mun ekki hugnast í framtíðinni, en til eru fjölmörg dæmi um að kynvitund barna passi ekki við það kyn sem er valið. Þessar skurðaðgerðir geta beðið. 15. mars 2019 00:01 Grunur um hatursglæp í Árbæ í nótt Gerendurnir eru sagðir vera tveir erlendir karlmenn en þeir hafa ekki enn fundist. 31. maí 2019 06:31 Fólki verði gert mögulegt að breyta kynskráningu sinni í þjóðskrá Forsætisráðherra fer fyrir frumvarpi um kynrænt sjálfstæði einstaklinga. 24. febrúar 2019 20:43 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Þrjú nýleg dæmi eru um að veist hafi verið að transfólki á Íslandi. Baráttukona segir fordóma og hatursglæpi gegn transfólki í heiminum vera að aukast og því mikilvægt að Alþingi leiði í lög réttarbót fyrir þennan hóp, sem gæti orðið besta framfaraskref í málaflokknum á heimsvísu. Ráðist var gegn transkonu í Árbæ aðfaranótt síðastliðins föstudags. Talið er að þar hafi verið að verki tveir erlendir karlmenn sem réðust á konuna vegna kynvitundar hennar, og því um hatursglæp að ræða. Mennirnir voru á bak og burt þegar lögreglu bar að garði og samkvæmt upplýsingum frá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar er ekki vitað hverjir voru að verki, en að árásin sé til rannsóknar.Sjá nánar: Grunur um hatursglæp í Árbæ í nótt Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir er formaður samtakanna Trans Ísland, en samtökin hafa verið í samskiptum við þolanda árásarinnar, sem Ugla segir ekkert einsdæmi. Hún þekki til þriggja tilfella á skömmum tíma þar sem transmanneskja á Íslandi hefur orðið fyrir alvarlegum fordómum eða ofbeldi. „Glæpirnir eru að verða alvarlegri þótt þeir séu kannski ekkert endilega að færast í aukana, þannig. Ég held bara að þeir séu að koma meira fram á sjónarsviðið ef eitthvað.“ Ugla segir fordóma og hatursglæpi gegn transfólk vera að aukast í heiminum, ekki síst í Bandaríkjunum þar sem þrengt hefur verið að lagalegum réttum transfólks á síðustu misserum. „Við erum að sjá þetta alls staðar í heiminum ekki síst þar sem ákveðin pólitísk öfl eru í rauninni að rísa. Þetta eru pólitísk öfl sem eru hvað mest að beita sér gegn mannréttindum yfir höfuð og þá er náttúrulega transfólk eitt af þeim hópum sem verður fyrir barðinu á því.“ Þessi þróun undrirstrikar að mati Uglu mikilvægi þess að þrengja ekki að lögum um hatursorðræðu eins og Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra lagði til. Auk þess yrði það mikil réttarbót ef Alþingi samþykkti frumvarp um kynrænt sjálfræði, sem festir í lög rétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt sjálfir. „Vegna þess að frumvarpið um kynrænt sjálfræði í sjálfu sér myndi vera stærsta skref í réttindabaráttu transfólks og intersexfólks jafnvel í heiminum. Það er líf okkar sem er um að ræða þannig að auðvitað ættum við að fá að ráða ferðinni svolítið í þeim málum.“
Jafnréttismál Lögreglumál Tengdar fréttir Telur hatursglæpum hafa fjölgað hér á landi Lögreglan þarf að standa sig betur þegar kemur að hatursglæpum hér á landi að sögn aðjúnkts í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Þekkingu skorti innan lögreglunnar til að bera kennsl á hatursglæpi og skrá þá rétt og því lítil sem engin tölfræði til. 23. apríl 2019 20:30 Börnin sem hafa ekki rödd Börn eiga að hafa frelsi til þess að fá að taka upplýsta ákvörðun um eigin líkama. Það þarf ekki sérfræðing í hinsegin málefnum til þess að átta sig á því að mögulega er verið að gera breytingar á líkama barna sem þeim mun ekki hugnast í framtíðinni, en til eru fjölmörg dæmi um að kynvitund barna passi ekki við það kyn sem er valið. Þessar skurðaðgerðir geta beðið. 15. mars 2019 00:01 Grunur um hatursglæp í Árbæ í nótt Gerendurnir eru sagðir vera tveir erlendir karlmenn en þeir hafa ekki enn fundist. 31. maí 2019 06:31 Fólki verði gert mögulegt að breyta kynskráningu sinni í þjóðskrá Forsætisráðherra fer fyrir frumvarpi um kynrænt sjálfstæði einstaklinga. 24. febrúar 2019 20:43 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Telur hatursglæpum hafa fjölgað hér á landi Lögreglan þarf að standa sig betur þegar kemur að hatursglæpum hér á landi að sögn aðjúnkts í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Þekkingu skorti innan lögreglunnar til að bera kennsl á hatursglæpi og skrá þá rétt og því lítil sem engin tölfræði til. 23. apríl 2019 20:30
Börnin sem hafa ekki rödd Börn eiga að hafa frelsi til þess að fá að taka upplýsta ákvörðun um eigin líkama. Það þarf ekki sérfræðing í hinsegin málefnum til þess að átta sig á því að mögulega er verið að gera breytingar á líkama barna sem þeim mun ekki hugnast í framtíðinni, en til eru fjölmörg dæmi um að kynvitund barna passi ekki við það kyn sem er valið. Þessar skurðaðgerðir geta beðið. 15. mars 2019 00:01
Grunur um hatursglæp í Árbæ í nótt Gerendurnir eru sagðir vera tveir erlendir karlmenn en þeir hafa ekki enn fundist. 31. maí 2019 06:31
Fólki verði gert mögulegt að breyta kynskráningu sinni í þjóðskrá Forsætisráðherra fer fyrir frumvarpi um kynrænt sjálfstæði einstaklinga. 24. febrúar 2019 20:43
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent