Ægir Þór Steinarsson og félagar hans í argentínska félaginu Regatas héldu sér á lífi í baráttunni um argentínska meistaratitilinn í körfubolta í nótt.
Regatas hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í 8-liða úrslitunum gegn Instituto de Cordoba en vann þriðja leikinn í kvöld, 94-88.
Ægir skoraði 5 stig á 23 mínútum, tók 5 frákost og átti 5 stoðsendingar.
Cordoba er enn með forystu í einvíginu, 2-1, en fyrsta liðið til þess að vinna þrjá leiki fer í undanúrslit. Liðin mætast í fjórða sinn á mánudagskvöld.

