Miður sín vegna ummæla Whoopi Goldberg um nektarmyndirnar Sylvía Hall skrifar 19. júní 2019 13:19 Bella Thorne. Vísir/Getty Leikkonan Bella Thorne vakti athygli nú á dögunum þegar hún ákvað að birta nektarmyndir sem hún tók af sjálfri sér. Ástæða birtingarinnar var sú að hakkari hafði komist yfir myndirnar og hótaði að birta þær gegn hennar vilja. Thorne deildi einnig skjáskotum af SMS-samskiptum sínum við hakkarann þar sem hann sést senda henni myndirnar og segist eiga sambærileg myndbönd af henni sem hann ætli að deila. Leikkonan tók þá málið í sínar hendur, tilkynnti hakkarann til alríkislögreglunnar og deildi myndunum sjálf.Sjá einnig: Birti nektarmyndirnar sjálf eftir að hakkari hótaði að kúga hana með þeim Ákvörðun Thorne hefur vakið mikla athygli og ræddu þáttastjórnendur í The View málið nú á dögunum. Leikkonan Whoopi Goldberg, einn þáttastjórnenda, gagnrýndi Thorne fyrir myndirnar og sagði frægt fólk ekki eiga að taka slíkar myndir. „Um leið og þú tekur þessa mynd fer hún í skýið og er aðgengileg öllum hökkurum sem vilja, ef þú veist ekki af þessu vandamáli árið 2019, mér þykir það leitt en þú færð ekki að gera það,“ sagði Goldberg.BELLA THORNE POSTS NUDE PICS TO THWART HACKER: Actress Bella Thorne said she took her “power back” by sharing nude photos of herself after blackmailers threatened to leak them – the co-hosts discuss if this was the right move. https://t.co/1091s9Fn2dpic.twitter.com/VqFXmggPle — The View (@TheView) June 17, 2019 Thorne svaraði ummælum Goldberg á Instagram-síðu sinni þar sem hún sagðist vera miður sín vegna ummæla hennar. Hún hafi verið mikill aðdáandi Goldberg lengi og þetta hafi ekki verið viðbrögðin sem hún átti von á. „Að skella skuldinni á stelpur fyrir það að hafa yfirhöfuð tekið myndina? Það er sjúkt og í fullri einlægni frekar ógeðslegt,“ skrifaði Thorne.Þá spyr hún Goldberg hvort stelpur megi ekki senda kærustum sínum myndir af sér sem eru kynþokkafullar þegar þeir hafa að öllum líkindum séð það sem er á myndunum áður og hvort þær ættu að hræðast allt bara vegna þess að þær eru konur. „Ég er móðguð fyrir hönd allra þeirra sem hafa tekið kynþokkafulla mynd af sér. Ég er móðguð fyrir hönd Jennifer Lawrence sem fannst sér hafa verið nauðgað opinberlega. Ég er móðguð fyrir hönd allra þeirra sem hafa framið sjálfsvíg eftir að einhver lak nektarmyndum þeirra. Þín skoðun á þessu máli er hræðileg og ég vona að þú skiptir um skoðun í ljósi þess að þú ert í þætti að tala við ungar konur,“ skrifaði Thorne. Thorne upplýsti að hún hafi átt að koma í viðtal í þættinum en hún hafi skipt um skoðun þar sem hún vilji ekki vera „skotin í kaf af hópi af eldri konum“. Hún birti síðar myndband af sér þar sem hún brotnaði niður vegna ummæla Goldberg. „Ég ætla ekki að ljúga því, mig langar að segja að mér líður frekar ógeðslega,“ segir Thorne í myndbandinu. „Ég get rétt ímyndað mér alla krakkana sem hafa lent í því að myndirnar þeirra eru birtar og þau fremja sjálfsvíg í kjölfarið. Þú ert svo klikkuð fyrir að hafa svona hræðilegar hugmyndir um svona ömurlegar aðstæður,“ sagði hún. Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Birti nektarmyndirnar sjálf eftir að hakkari hótaði að kúga hana með þeim Bandaríska leikkonan Bella Thorne birti í gær nektarmyndir sem hún tók af sjálfri sér, en hafði ekki ætlað til opinberrar birtingar, eftir að hakkari komst yfir myndirnar og hótaði að birta þær. 16. júní 2019 21:47 Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Leikkonan Bella Thorne vakti athygli nú á dögunum þegar hún ákvað að birta nektarmyndir sem hún tók af sjálfri sér. Ástæða birtingarinnar var sú að hakkari hafði komist yfir myndirnar og hótaði að birta þær gegn hennar vilja. Thorne deildi einnig skjáskotum af SMS-samskiptum sínum við hakkarann þar sem hann sést senda henni myndirnar og segist eiga sambærileg myndbönd af henni sem hann ætli að deila. Leikkonan tók þá málið í sínar hendur, tilkynnti hakkarann til alríkislögreglunnar og deildi myndunum sjálf.Sjá einnig: Birti nektarmyndirnar sjálf eftir að hakkari hótaði að kúga hana með þeim Ákvörðun Thorne hefur vakið mikla athygli og ræddu þáttastjórnendur í The View málið nú á dögunum. Leikkonan Whoopi Goldberg, einn þáttastjórnenda, gagnrýndi Thorne fyrir myndirnar og sagði frægt fólk ekki eiga að taka slíkar myndir. „Um leið og þú tekur þessa mynd fer hún í skýið og er aðgengileg öllum hökkurum sem vilja, ef þú veist ekki af þessu vandamáli árið 2019, mér þykir það leitt en þú færð ekki að gera það,“ sagði Goldberg.BELLA THORNE POSTS NUDE PICS TO THWART HACKER: Actress Bella Thorne said she took her “power back” by sharing nude photos of herself after blackmailers threatened to leak them – the co-hosts discuss if this was the right move. https://t.co/1091s9Fn2dpic.twitter.com/VqFXmggPle — The View (@TheView) June 17, 2019 Thorne svaraði ummælum Goldberg á Instagram-síðu sinni þar sem hún sagðist vera miður sín vegna ummæla hennar. Hún hafi verið mikill aðdáandi Goldberg lengi og þetta hafi ekki verið viðbrögðin sem hún átti von á. „Að skella skuldinni á stelpur fyrir það að hafa yfirhöfuð tekið myndina? Það er sjúkt og í fullri einlægni frekar ógeðslegt,“ skrifaði Thorne.Þá spyr hún Goldberg hvort stelpur megi ekki senda kærustum sínum myndir af sér sem eru kynþokkafullar þegar þeir hafa að öllum líkindum séð það sem er á myndunum áður og hvort þær ættu að hræðast allt bara vegna þess að þær eru konur. „Ég er móðguð fyrir hönd allra þeirra sem hafa tekið kynþokkafulla mynd af sér. Ég er móðguð fyrir hönd Jennifer Lawrence sem fannst sér hafa verið nauðgað opinberlega. Ég er móðguð fyrir hönd allra þeirra sem hafa framið sjálfsvíg eftir að einhver lak nektarmyndum þeirra. Þín skoðun á þessu máli er hræðileg og ég vona að þú skiptir um skoðun í ljósi þess að þú ert í þætti að tala við ungar konur,“ skrifaði Thorne. Thorne upplýsti að hún hafi átt að koma í viðtal í þættinum en hún hafi skipt um skoðun þar sem hún vilji ekki vera „skotin í kaf af hópi af eldri konum“. Hún birti síðar myndband af sér þar sem hún brotnaði niður vegna ummæla Goldberg. „Ég ætla ekki að ljúga því, mig langar að segja að mér líður frekar ógeðslega,“ segir Thorne í myndbandinu. „Ég get rétt ímyndað mér alla krakkana sem hafa lent í því að myndirnar þeirra eru birtar og þau fremja sjálfsvíg í kjölfarið. Þú ert svo klikkuð fyrir að hafa svona hræðilegar hugmyndir um svona ömurlegar aðstæður,“ sagði hún.
Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Birti nektarmyndirnar sjálf eftir að hakkari hótaði að kúga hana með þeim Bandaríska leikkonan Bella Thorne birti í gær nektarmyndir sem hún tók af sjálfri sér, en hafði ekki ætlað til opinberrar birtingar, eftir að hakkari komst yfir myndirnar og hótaði að birta þær. 16. júní 2019 21:47 Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Birti nektarmyndirnar sjálf eftir að hakkari hótaði að kúga hana með þeim Bandaríska leikkonan Bella Thorne birti í gær nektarmyndir sem hún tók af sjálfri sér, en hafði ekki ætlað til opinberrar birtingar, eftir að hakkari komst yfir myndirnar og hótaði að birta þær. 16. júní 2019 21:47