Segir góða fasteign á góðum stað á Spáni standa vel fyrir sínu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júní 2019 10:30 Fasteignasali sem selt hefur fasteignir á Spáni í um 20 ár segir bæði tímasetningu og staðsetningu skipta máli þegar velja skal eign. vísir/getty Aðalheiður Karlsdóttir, fasteignasali hjá Spánareignum, kveðst sammála Ómari Sigurðssyni, skipstjóra, varðandi það að nauðsynlegt sé að skoða vel og kanna allar aðstæður vel áður en fest eru kaup á fasteign á Spáni. Hún sé hins vegar ekki sammála því að nýjar eignir verðfalli um 20 prósent strax við afhendingu, eins og Ómar sagði í Bítinu á Bylgjunni í gær og fjallað var um á Vísi í morgun. Rætt var við Aðalheiði í Bítinu í morgun. Hún segir að það geti átt við í einstaka tilfellum að eign falli í verði en það sé ekki almenna reglan. „Almenna reglan er sú að ef maður velur góða fasteign á góðum stað þá stendur hún vel fyrir sínu til lengri tíma,“ segir Aðalheiður. Staðsetning skipti máli en líka tímasetning, hvenær maður kaupir og hvernig markaðurinn er.Algengt að taka 50 til 60 prósent lán Aðalheiður hefur verið að selja fasteignir á Spáni í um 20 ár og segir að í dag sjái hún að fólk vilji eiga meira í eigninni en áður var. „Það er algengt að fólk sé að taka 50 til 60 prósent lán ef það er að taka lán á annað borð. Ef eignin er á góðum stað og jafnvel leigð út að hluta þá er þetta bara góð fjárfesting því þá stendur eignin vel undir sínu og fyrir afborgunum. En ég vil ítreka að það er náttúrulega mjög mikilvægt að undirbúa kaupin vel, skoða vel svæðið, eignir, finna út hvað hentar best,“ segir Aðalheiður. Hún mælir til dæmis ekki með því að fólk farið í skoðunarferðir undir einhverri pressu um að það verði að kaupa heldur gefi sér góðan tíma. Aðalheiður segir að fólk komi jafnvel tvisvar til þrisvar sinnum áður en það kaupi eign. Það þurfi að vanda valið vel.„Ströndin er alltaf á sínum stað“ Aðspurð segir hún að svæði á Spáni fari ekki fyrr úr tísku heldur en hér á landi. „Nei, alls ekki. Ströndin er alltaf á sínum stað og verslunarmiðstöðvar og þjónustukjarnar. Ef fólk passar vel upp á að vera vel staðsett og nálægt því sem það vill sækja þá er þetta undantekningalítið góð fjárfesting, sérstaklega ef eignirnar eru vel byggðar og vel skipulagðar þá er þetta eitthvað sem stendur alltaf fyrir sínu. Fasteignir eru í eðli sínu langtímafjárfesting þannig að heilt á litið er ég ekki sammála þessu með þessi 20 prósent,“ segir Aðalheiður. Þá bendir hún á að rekstrarkostnaður á fasteign á Spáni sé minni á Íslandi. Vissulega geti kostnaður fari upp ef fólk er að bruðla mikið með vatn og rafmagn en yfirleitt sé þessi kostnaður ekki íþyngjandi og lægri en við meðalsumarhús á Íslandi. Varðandi eldri eign eða nýja segir Aðalheiður að það geti verið ágætt að kaupa eldri eignir og það geti átt vel við í einstaka tilfellum. „En flestir sem eru að kaupa í dag vilja ekki kalla yfir sig mikið viðhald og endurbætur og þegar upp er staðið þá gleymist nú oft að taka inn í það kostnaðinn og vinnuna. Þannig að það er oft ekkert hagstæðara þegar upp er staðið,“ segir Aðalheiður. Ferðalög Spánn Tengdar fréttir Ráðleggur Íslendingum að fara varlega í fasteignakaupum á Spáni Ómar Sigurðsson, skipstjóri, ráðleggur Íslendingum að fara varlega ætli fólk að kaupa sér fasteign á Spáni. Að ýmsu sé að hyggja og helst þurfi maður að eiga að lágmarki 60 prósent af eigin fé ætli maður sér að kaupa húsnæði á Spáni. 19. júní 2019 08:30 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Aðalheiður Karlsdóttir, fasteignasali hjá Spánareignum, kveðst sammála Ómari Sigurðssyni, skipstjóra, varðandi það að nauðsynlegt sé að skoða vel og kanna allar aðstæður vel áður en fest eru kaup á fasteign á Spáni. Hún sé hins vegar ekki sammála því að nýjar eignir verðfalli um 20 prósent strax við afhendingu, eins og Ómar sagði í Bítinu á Bylgjunni í gær og fjallað var um á Vísi í morgun. Rætt var við Aðalheiði í Bítinu í morgun. Hún segir að það geti átt við í einstaka tilfellum að eign falli í verði en það sé ekki almenna reglan. „Almenna reglan er sú að ef maður velur góða fasteign á góðum stað þá stendur hún vel fyrir sínu til lengri tíma,“ segir Aðalheiður. Staðsetning skipti máli en líka tímasetning, hvenær maður kaupir og hvernig markaðurinn er.Algengt að taka 50 til 60 prósent lán Aðalheiður hefur verið að selja fasteignir á Spáni í um 20 ár og segir að í dag sjái hún að fólk vilji eiga meira í eigninni en áður var. „Það er algengt að fólk sé að taka 50 til 60 prósent lán ef það er að taka lán á annað borð. Ef eignin er á góðum stað og jafnvel leigð út að hluta þá er þetta bara góð fjárfesting því þá stendur eignin vel undir sínu og fyrir afborgunum. En ég vil ítreka að það er náttúrulega mjög mikilvægt að undirbúa kaupin vel, skoða vel svæðið, eignir, finna út hvað hentar best,“ segir Aðalheiður. Hún mælir til dæmis ekki með því að fólk farið í skoðunarferðir undir einhverri pressu um að það verði að kaupa heldur gefi sér góðan tíma. Aðalheiður segir að fólk komi jafnvel tvisvar til þrisvar sinnum áður en það kaupi eign. Það þurfi að vanda valið vel.„Ströndin er alltaf á sínum stað“ Aðspurð segir hún að svæði á Spáni fari ekki fyrr úr tísku heldur en hér á landi. „Nei, alls ekki. Ströndin er alltaf á sínum stað og verslunarmiðstöðvar og þjónustukjarnar. Ef fólk passar vel upp á að vera vel staðsett og nálægt því sem það vill sækja þá er þetta undantekningalítið góð fjárfesting, sérstaklega ef eignirnar eru vel byggðar og vel skipulagðar þá er þetta eitthvað sem stendur alltaf fyrir sínu. Fasteignir eru í eðli sínu langtímafjárfesting þannig að heilt á litið er ég ekki sammála þessu með þessi 20 prósent,“ segir Aðalheiður. Þá bendir hún á að rekstrarkostnaður á fasteign á Spáni sé minni á Íslandi. Vissulega geti kostnaður fari upp ef fólk er að bruðla mikið með vatn og rafmagn en yfirleitt sé þessi kostnaður ekki íþyngjandi og lægri en við meðalsumarhús á Íslandi. Varðandi eldri eign eða nýja segir Aðalheiður að það geti verið ágætt að kaupa eldri eignir og það geti átt vel við í einstaka tilfellum. „En flestir sem eru að kaupa í dag vilja ekki kalla yfir sig mikið viðhald og endurbætur og þegar upp er staðið þá gleymist nú oft að taka inn í það kostnaðinn og vinnuna. Þannig að það er oft ekkert hagstæðara þegar upp er staðið,“ segir Aðalheiður.
Ferðalög Spánn Tengdar fréttir Ráðleggur Íslendingum að fara varlega í fasteignakaupum á Spáni Ómar Sigurðsson, skipstjóri, ráðleggur Íslendingum að fara varlega ætli fólk að kaupa sér fasteign á Spáni. Að ýmsu sé að hyggja og helst þurfi maður að eiga að lágmarki 60 prósent af eigin fé ætli maður sér að kaupa húsnæði á Spáni. 19. júní 2019 08:30 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Ráðleggur Íslendingum að fara varlega í fasteignakaupum á Spáni Ómar Sigurðsson, skipstjóri, ráðleggur Íslendingum að fara varlega ætli fólk að kaupa sér fasteign á Spáni. Að ýmsu sé að hyggja og helst þurfi maður að eiga að lágmarki 60 prósent af eigin fé ætli maður sér að kaupa húsnæði á Spáni. 19. júní 2019 08:30