María fiskaði víti þegar Noregur fór áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júní 2019 20:45 María og norsku leikmennirnir fagna. vísir/getty María Þórisdóttir lék allan leikinn í vörn Noregs sem tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum HM kvenna með sigri á Suður-Kóreu, 1-2, í lokaleik sínum í A-riðli. Bæði mörk Noregs komu úr vítaspyrnum. Strax á 5. mínútu var togað í Maríu innan teigs og víti dæmt. Caroline Graham Hansen fór á punktinn og skoraði. Hansen fiskaði svo víti í upphafi seinni hálfleiks sem Isabell Herlovsen skoraði úr og kom Noregi í 0-2. Þrátt fyrir erfiða stöðu hélt Suður-Kórea áfram að sækja og uppskar mark á 78. mínútu þegar Min-ji Yeo kom boltanum framhjá Ingrid Hjelmseth í norska markinu. Þetta reyndist eina mark Suður-Kóreu á HM en liðið tapaði öllum þremur leikjunum sínum og endaði í neðsta sæti A-riðils. HM 2019 í Frakklandi
María Þórisdóttir lék allan leikinn í vörn Noregs sem tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum HM kvenna með sigri á Suður-Kóreu, 1-2, í lokaleik sínum í A-riðli. Bæði mörk Noregs komu úr vítaspyrnum. Strax á 5. mínútu var togað í Maríu innan teigs og víti dæmt. Caroline Graham Hansen fór á punktinn og skoraði. Hansen fiskaði svo víti í upphafi seinni hálfleiks sem Isabell Herlovsen skoraði úr og kom Noregi í 0-2. Þrátt fyrir erfiða stöðu hélt Suður-Kórea áfram að sækja og uppskar mark á 78. mínútu þegar Min-ji Yeo kom boltanum framhjá Ingrid Hjelmseth í norska markinu. Þetta reyndist eina mark Suður-Kóreu á HM en liðið tapaði öllum þremur leikjunum sínum og endaði í neðsta sæti A-riðils.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti