Kanada komið í 16-liða úrslitin Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. júní 2019 21:00 Kanada er komið áfram vísir/getty Kanada tryggði sæti sitt í 16-liða úrslitum á HM kvenna í fótbolta með tveggja marka sigri á Nýjá-Sjálandi. Þær kanadísku höfðu mikla yfirburði í leiknum en náðu þó ekki að skora í fyrri hálfleik þrátt fyrir þrettán skot að marki. Strax í seinni hálfleik kom hins vegar fyrsta markið þegar Jessie Fleming skoraði á 48. mínútu. Mörkunum rigndi ekki inn þrátt fyrir áframhaldandi yfirburði kanadíska liðsins. Þær nýsjálensku voru ekki líklegar til þess að jafna leikinn og Nichelle Prince tryggði Kanada svo sigurinn á 79. mínútu. Betsy Hassett, leikmaður KR í Pepsi Max deildinni, spilaði 85 mínútur fyrir Nýja-Sjáland í kvöld. Nýja-Sjáland er úr leik í E-riðli eins og Kamerún en Kanada og Holland eru komin áfram. HM 2019 í Frakklandi
Kanada tryggði sæti sitt í 16-liða úrslitum á HM kvenna í fótbolta með tveggja marka sigri á Nýjá-Sjálandi. Þær kanadísku höfðu mikla yfirburði í leiknum en náðu þó ekki að skora í fyrri hálfleik þrátt fyrir þrettán skot að marki. Strax í seinni hálfleik kom hins vegar fyrsta markið þegar Jessie Fleming skoraði á 48. mínútu. Mörkunum rigndi ekki inn þrátt fyrir áframhaldandi yfirburði kanadíska liðsins. Þær nýsjálensku voru ekki líklegar til þess að jafna leikinn og Nichelle Prince tryggði Kanada svo sigurinn á 79. mínútu. Betsy Hassett, leikmaður KR í Pepsi Max deildinni, spilaði 85 mínútur fyrir Nýja-Sjáland í kvöld. Nýja-Sjáland er úr leik í E-riðli eins og Kamerún en Kanada og Holland eru komin áfram.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti