Framfaraskref fyrir innflytjendur Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 14. júní 2019 07:00 Alþingi samþykkti í vikunni þingsályktunartillögu um að komið verði á fót ráðgjafarstofu fyrir innflytjendur. Auk mín voru á tillögunni fleiri úr þingflokki Vinstri grænna. Það er mikið ánægjuefni að málið hafi náð í gegn, en nú bíður ráðherra félagsmála að útfæra tillöguna betur og hvernig að ráðgjafarstofunni verði best staðið. Í þeirri vinnu er gríðarlega mikilvægt að vera í sem bestu samstarfi við þau sem að málaflokknum koma. Það að taka sig upp og setjast að í nýju samfélagi getur verið erfitt, sama af hvaða völdum það er. Fólk sem finnur sig statt í nýju umhverfi, þekkir ekki réttindi sín og skyldur, hvernig það best getur komið sér fyrir í nýju samfélagi. Það að hjálpa fólki við þær aðstæður er því sjálfsagt mál. Ráðgjafarstofa innflytjenda mun einmitt gera það, vera gátt inn í nýtt samfélag fyrir fólk sem af einhverjum ástæðum hefur ákveðið að setjast hér að, til skemmri eða lengri tíma. Nógu erfitt getur verið fyrir okkur sjálf að vita hvert best er að snúa sér í hinum ýmsu aðstæðum, hvað þá þegar maður talar ekki tungumálið og þarf að sækja sér þjónustu eða er í atvinnuleit. Okkur, sem höfum dvalið langdvölum hér á landi og sum jafnvel frá fæðingu, getur reynst erfitt að skilja það regluverk sem hið opinbera hefur sett utan um líf okkar. Það er ennþá flóknara fyrir fólk sem er nýtt í samfélaginu. Þetta þekkja þau sem hafa dvalið í öðrum löndum, í dag eru um 47 þúsund Íslendingar til dæmis búsettir í öðrum löndum en Íslandi. Þeir lesendur sem það hafa reynt geta velt því fyrir sér hvort ekki hefði verið gott að geta sótt þjónustu í álíka stofnun og einhver hafa kannski gert það, því þær eru víða til. Því meira sem flækjustigið verður, því meira sem fólk þarf að fara af einum stað á annan og jafnvel fara bónleitt til búðar því það er ekki á réttum stað, því verr líður fólki. Skilvirknin er svo annað mál, en fyrst og fremst eigum við að hugsa út frá líðan fólks. Afi minn og amma kenndu mér að taka vel á móti gestum, það á enn frekar við um innflytjendur. Því það er fólk sem hefur ákveðið að sækjast eftir því að vera hluti af okkar samfélagi. Bjóðum það velkomið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Halldór 08.03.2025 Halldór Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Alþingi samþykkti í vikunni þingsályktunartillögu um að komið verði á fót ráðgjafarstofu fyrir innflytjendur. Auk mín voru á tillögunni fleiri úr þingflokki Vinstri grænna. Það er mikið ánægjuefni að málið hafi náð í gegn, en nú bíður ráðherra félagsmála að útfæra tillöguna betur og hvernig að ráðgjafarstofunni verði best staðið. Í þeirri vinnu er gríðarlega mikilvægt að vera í sem bestu samstarfi við þau sem að málaflokknum koma. Það að taka sig upp og setjast að í nýju samfélagi getur verið erfitt, sama af hvaða völdum það er. Fólk sem finnur sig statt í nýju umhverfi, þekkir ekki réttindi sín og skyldur, hvernig það best getur komið sér fyrir í nýju samfélagi. Það að hjálpa fólki við þær aðstæður er því sjálfsagt mál. Ráðgjafarstofa innflytjenda mun einmitt gera það, vera gátt inn í nýtt samfélag fyrir fólk sem af einhverjum ástæðum hefur ákveðið að setjast hér að, til skemmri eða lengri tíma. Nógu erfitt getur verið fyrir okkur sjálf að vita hvert best er að snúa sér í hinum ýmsu aðstæðum, hvað þá þegar maður talar ekki tungumálið og þarf að sækja sér þjónustu eða er í atvinnuleit. Okkur, sem höfum dvalið langdvölum hér á landi og sum jafnvel frá fæðingu, getur reynst erfitt að skilja það regluverk sem hið opinbera hefur sett utan um líf okkar. Það er ennþá flóknara fyrir fólk sem er nýtt í samfélaginu. Þetta þekkja þau sem hafa dvalið í öðrum löndum, í dag eru um 47 þúsund Íslendingar til dæmis búsettir í öðrum löndum en Íslandi. Þeir lesendur sem það hafa reynt geta velt því fyrir sér hvort ekki hefði verið gott að geta sótt þjónustu í álíka stofnun og einhver hafa kannski gert það, því þær eru víða til. Því meira sem flækjustigið verður, því meira sem fólk þarf að fara af einum stað á annan og jafnvel fara bónleitt til búðar því það er ekki á réttum stað, því verr líður fólki. Skilvirknin er svo annað mál, en fyrst og fremst eigum við að hugsa út frá líðan fólks. Afi minn og amma kenndu mér að taka vel á móti gestum, það á enn frekar við um innflytjendur. Því það er fólk sem hefur ákveðið að sækjast eftir því að vera hluti af okkar samfélagi. Bjóðum það velkomið.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun