„Við munum væntanlega bara afhenda ráðherra lyklana að útgerðunum okkar“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. júní 2019 18:30 Smábátaútgerðir ætla að höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu verði frumvarp um kvótasetningu á makríl að lögum. Málshöfðunin er meðal annars til komin vegna breytinga atvinnuveganefndar Alþingis á frumvarpinu sem fyrirtækin telja að gangi í berhögg við jafnræðisreglu stjórnarskrár. Önnur umræða um frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stjórn veiða á makríl stendur nú yfir á Alþingi. Sú leið að miða úthlutun kvóta við veiðireynslu bestu tíu ára af síðustu ellefu felur í sér mikla skerðingu á veiðiheimildum lítilla útgerðarfyrirtækja, sem hófu makrílveiðar á síðustu sex til sjö árum. Mun þetta í reynd færa miklar heimildir frá minnstu og viðkvæmustu útgerðum landsins til stærstu útgerðarfyrirtækjanna. Verði frumvarpið að lögum munu uppsjávarskip í eigu stærri útgerðarfyrirtækja fá 15 prósent meira af úthlutuðum makrílkvóta. Frystiskip missa tíu prósent af sínum kvóta, ísfisktogarar í eigu meðalstórra útgerðarfyrirtækja missa 40 prósent af kvótanum sínum og krókaskip í eigu lítilla útgerða missa 45 prósent. Eitt það umdeildasta í frumvarpinu eru breytingartillögur meirihluta atvinnuveganefndar sem fela í sér að makrílkvóti skiptist í tvo flokka, A- og B-flokk. Í B-flokki verða línu- og handfærabátar og verður þeim óheimilt að framselja kvótann en öll önnur skip sem eru með makrílkvóta í A-flokki þurfa ekki að þola slíkar skerðingar á heimildum sínum. Þau fyrirtæki sem standa að Félagi makrílveiðimanna hafa ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu verði frumvarpið að lögum en þau telja miklum vafa undirorpið að frumvarpið, eins og það lítur út núna eftir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis, standist jafnræðisreglu stjórnarskrár. Í álitsgerð sem lögmaðurinn Jóhannes Bjarni Björnsson vann fyrir félagið segir að það sé „afar ósennilegt að það standist kröfur stjórnarskrár um jafnræði við úthlutun aflaheimilda í makríl, að tilteknir bátar eða útgerðir fá aflaheimildir sem séu takmarkaðri en aðrar aflaheimildir sem úthlutað er á sama tíma.“ „Það er alveg greinilegt að í þessu frumvarpi er verið að hygla stórútgerðinni og við sjáum okkur ekki fært að reka þessar útgerðir miðað við þær forsendur sem nú liggja fyrir. Við sjáum ekkert annað í stöðunni en að fara í mál við ríkið og útgerðirnar hafa nú þegar lagt félaginu til fjármagn til að undirbúa þessi málaferli,“ segir Ásmundur Skeggjason, talsmaður Félags makrílveiðimanna. Ásmundur segir að rekstrarforsendur þessara smábátaútgerða séu í reynd brostnar. „Við munum væntanlega bara afhenda ráðherra lyklana að útgerðunum okkar og leyfa honum að ráðstafa því sem eftir er þangað sem hann vill.“ Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira
Smábátaútgerðir ætla að höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu verði frumvarp um kvótasetningu á makríl að lögum. Málshöfðunin er meðal annars til komin vegna breytinga atvinnuveganefndar Alþingis á frumvarpinu sem fyrirtækin telja að gangi í berhögg við jafnræðisreglu stjórnarskrár. Önnur umræða um frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stjórn veiða á makríl stendur nú yfir á Alþingi. Sú leið að miða úthlutun kvóta við veiðireynslu bestu tíu ára af síðustu ellefu felur í sér mikla skerðingu á veiðiheimildum lítilla útgerðarfyrirtækja, sem hófu makrílveiðar á síðustu sex til sjö árum. Mun þetta í reynd færa miklar heimildir frá minnstu og viðkvæmustu útgerðum landsins til stærstu útgerðarfyrirtækjanna. Verði frumvarpið að lögum munu uppsjávarskip í eigu stærri útgerðarfyrirtækja fá 15 prósent meira af úthlutuðum makrílkvóta. Frystiskip missa tíu prósent af sínum kvóta, ísfisktogarar í eigu meðalstórra útgerðarfyrirtækja missa 40 prósent af kvótanum sínum og krókaskip í eigu lítilla útgerða missa 45 prósent. Eitt það umdeildasta í frumvarpinu eru breytingartillögur meirihluta atvinnuveganefndar sem fela í sér að makrílkvóti skiptist í tvo flokka, A- og B-flokk. Í B-flokki verða línu- og handfærabátar og verður þeim óheimilt að framselja kvótann en öll önnur skip sem eru með makrílkvóta í A-flokki þurfa ekki að þola slíkar skerðingar á heimildum sínum. Þau fyrirtæki sem standa að Félagi makrílveiðimanna hafa ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu verði frumvarpið að lögum en þau telja miklum vafa undirorpið að frumvarpið, eins og það lítur út núna eftir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis, standist jafnræðisreglu stjórnarskrár. Í álitsgerð sem lögmaðurinn Jóhannes Bjarni Björnsson vann fyrir félagið segir að það sé „afar ósennilegt að það standist kröfur stjórnarskrár um jafnræði við úthlutun aflaheimilda í makríl, að tilteknir bátar eða útgerðir fá aflaheimildir sem séu takmarkaðri en aðrar aflaheimildir sem úthlutað er á sama tíma.“ „Það er alveg greinilegt að í þessu frumvarpi er verið að hygla stórútgerðinni og við sjáum okkur ekki fært að reka þessar útgerðir miðað við þær forsendur sem nú liggja fyrir. Við sjáum ekkert annað í stöðunni en að fara í mál við ríkið og útgerðirnar hafa nú þegar lagt félaginu til fjármagn til að undirbúa þessi málaferli,“ segir Ásmundur Skeggjason, talsmaður Félags makrílveiðimanna. Ásmundur segir að rekstrarforsendur þessara smábátaútgerða séu í reynd brostnar. „Við munum væntanlega bara afhenda ráðherra lyklana að útgerðunum okkar og leyfa honum að ráðstafa því sem eftir er þangað sem hann vill.“
Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira