Umdeilt víti og ótrúlegt sjálfsmark í sigri Frakklands á Noregi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júní 2019 20:45 Eugenie Le Sommer og Amel Majri fagna marki þeirrar fyrrnefndu. vísir/getty Frakkland er með fullt hús stiga í A-riðli heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta eftir sigur á Noregi, 2-1, í Nice í kvöld. Eugenie Le Sommer skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar 18 mínútur voru til leiksloka. Frakkland er með sex stig á toppi riðilsins en Noregur er með þrjú stig í 2. sæti. Nígería er einnig með þrjú stig í 3. sætinu. Staðan var markalaus í hálfleik en eftir aðeins 44 sekúndur í seinni hálfleik kom Gauvin Frökkum yfir. Amel Majri átti þá fyrirgjöf frá vinstri, Gauvin stakk sér fram fyrir Maríu Þórisdóttur og skoraði. Á 54. mínútu jafnaði Wendie Renard fyrir Norðmenn þegar hún skoraði ótrúlegt sjálfsmark. Renard, sem skoraði tvisvar í rétt mark í 4-0 sigri Frakklands á Suður-Kóreu í fyrsta leik mótsins, setti boltann í eigið mark þrátt fyrir að enginn leikmaður Noregs væri nálægt henni. Renard var því væntanlega fegnasti leikmaður vallarins þegar Le Sommer skoraði sigurmark Frakka á 72. mínútu. Bibina Steinhaus, dómari leiksins, dæmdi víti á Ingrid Engen fyrir brot á Marion Torrent með hjálp myndbandsdómgæslu. Norsku leikmennirnir voru afar ósáttir með dóminn sem var afar umdeildur. Le Sommer var hins vegar alveg sama og skoraði af öryggi. Hún skoraði einnig í sigrinum á Mexíkó og hefur skorað tólf mörk í síðustu tólf leikjum sínum fyrir franska liðið.12 - Eugénie Le Sommer has scored 12 goals in her last 12 international appearances for France, including a goal in both of France's games at the 2019 Women's World Cup. Spearhead. #FIFAWWCpic.twitter.com/Tl7SpXj8w8 — OptaJoe (@OptaJoe) June 12, 2019 María lék allan leikinn fyrir Noreg sem mætir Suður-Kóreu í Reims á mánudaginn. Sama dag mætir Frakkland Nígeríu í Rennes. Frakkar eru svo gott sem komnir í 16-liða úrslit og staða Norðmanna er einnig góð. HM 2019 í Frakklandi
Frakkland er með fullt hús stiga í A-riðli heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta eftir sigur á Noregi, 2-1, í Nice í kvöld. Eugenie Le Sommer skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar 18 mínútur voru til leiksloka. Frakkland er með sex stig á toppi riðilsins en Noregur er með þrjú stig í 2. sæti. Nígería er einnig með þrjú stig í 3. sætinu. Staðan var markalaus í hálfleik en eftir aðeins 44 sekúndur í seinni hálfleik kom Gauvin Frökkum yfir. Amel Majri átti þá fyrirgjöf frá vinstri, Gauvin stakk sér fram fyrir Maríu Þórisdóttur og skoraði. Á 54. mínútu jafnaði Wendie Renard fyrir Norðmenn þegar hún skoraði ótrúlegt sjálfsmark. Renard, sem skoraði tvisvar í rétt mark í 4-0 sigri Frakklands á Suður-Kóreu í fyrsta leik mótsins, setti boltann í eigið mark þrátt fyrir að enginn leikmaður Noregs væri nálægt henni. Renard var því væntanlega fegnasti leikmaður vallarins þegar Le Sommer skoraði sigurmark Frakka á 72. mínútu. Bibina Steinhaus, dómari leiksins, dæmdi víti á Ingrid Engen fyrir brot á Marion Torrent með hjálp myndbandsdómgæslu. Norsku leikmennirnir voru afar ósáttir með dóminn sem var afar umdeildur. Le Sommer var hins vegar alveg sama og skoraði af öryggi. Hún skoraði einnig í sigrinum á Mexíkó og hefur skorað tólf mörk í síðustu tólf leikjum sínum fyrir franska liðið.12 - Eugénie Le Sommer has scored 12 goals in her last 12 international appearances for France, including a goal in both of France's games at the 2019 Women's World Cup. Spearhead. #FIFAWWCpic.twitter.com/Tl7SpXj8w8 — OptaJoe (@OptaJoe) June 12, 2019 María lék allan leikinn fyrir Noreg sem mætir Suður-Kóreu í Reims á mánudaginn. Sama dag mætir Frakkland Nígeríu í Rennes. Frakkar eru svo gott sem komnir í 16-liða úrslit og staða Norðmanna er einnig góð.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti