Viðbrögð tyrkneskra stjórnvalda komu utanríkisráðherra á óvart Sylvía Hall skrifar 11. júní 2019 22:25 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Starfsmenn utanríkisráðuneytisins voru ræstir út í gær vegna fjaðrafoksins í kringum tyrkneska landsliðið. Skipti engu þó um frídag væri að ræða þar sem ekki er hægt að bíða með svona mál að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sem var í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Guðlaugur átti símafund við tyrkneska utanríkisráðherrann í morgun þar sem málið var rætt. Tyrkneska landsliðið kvartaði undan seinagangi við vegabréfaskoðun og öryggisleit en farið hafði verið fram á flýtimeðferð fyrir landsliðið. Ekki var orðið við þeirri beiðni enda er slík flýtimeðferð einungis veitt embættismönnum og annað væri undantekning frá því verklagi sem hér þekkist. „Eins og menn vita þá voru þeir ekki sáttir við móttökurnar og það sem ég lagði áherslu á það að hér væri ekki um neitt annað að ræða en hefðbundið verklag. Flugvélin kom frá flugvelli sem er ekki innan Schengen-svæðisins og það var farið eftir hefðbundnu verklagi og öryggisskoðun,“ segir Guðlaugur.Tyrknesk stjórnvöld óskuðu í gær eftir skýringum á meintum töfum við eftirlitið. Áréttaði utanríkisráðuneytið að framkvæmdin hafi verið í samræmi við hefðbundið verklag en Isavia sagði raftæki og vökva hafa tafið leitina. „Það var misskilningur í gangi um að þeir hefðu verið þarna mjög lengi, það leið klukkutími og tuttugu mínútur frá því að þeir komu á flugvöllinn þar til þeir fóru í rútuna,“ segir Guðlaugur.Ýmislegt sem kemur upp í starfi utanríkisráðherra Guðlaugur segir ekki kippa sér mikið upp við málið enda komi ýmislegt á borð hans. Það sé eðli vinnu hans að málin séu fjölbreytt og því hafi þetta ekki komið neitt á óvart. Honum hafi þótt sjálfsagt að eiga þennan fund við utanríkisráðherra Tyrklands fyrst óskað var eftir því. „Auðvitað vorum við ekki sammála, það liggur alveg fyrir, en við höfum rætt saman áður og tekist að komast í gegnum mál sem eru flókin úrlausnar og í þessu tilfelli var auðvitað alveg sjálfsagt að verða við beiðni hans að taka þennan símafund. Svo fer ég bara yfir okkar sjónarmið í málinu og útskýri það sem mér finnst vera ekki skýrt og hann kemur síðan með sín sjónarmið,“ segir Guðlaugur. Hann segir kjarna málsins vera í því að knattspyrnan sé augljóslega mikilvæg hjá fleiri þjóðum en bara okkur en málið atburðarásin sé þó ótrúleg tilviljun. Viðbrögð tyrkneskra stjórnvalda hafi þó komið honum á óvart. „Ég skal alveg viðurkenna það að viðbrögð tyrkneskra stjórnvalda hafa komið mér á óvart. Samskipti landana hafa verið góð um áratuga skeið og okkur tekist að ræða erfið málefni og ég treysti því að svo verði áfram,“ segir Guðlaugur sem spáði jafnframt rétt fyrir um úrslit leiksins og sagði hann fara 2-1 fyrir Íslandi. Tyrkland Tengdar fréttir Isavia segir raftæki og vökva hafa tafið öryggisleit tyrkneska liðsins Leitin tók óvenjulega langan tíma. 10. júní 2019 12:41 Tyrknesk stjórnvöld óskuðu skýringa á meintum töfum á flugvellinum Sendiráð Tyrklands í Osló hafði óskað eftir hraðmeðferð fyrir liðið. 10. júní 2019 16:41 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira
Starfsmenn utanríkisráðuneytisins voru ræstir út í gær vegna fjaðrafoksins í kringum tyrkneska landsliðið. Skipti engu þó um frídag væri að ræða þar sem ekki er hægt að bíða með svona mál að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sem var í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Guðlaugur átti símafund við tyrkneska utanríkisráðherrann í morgun þar sem málið var rætt. Tyrkneska landsliðið kvartaði undan seinagangi við vegabréfaskoðun og öryggisleit en farið hafði verið fram á flýtimeðferð fyrir landsliðið. Ekki var orðið við þeirri beiðni enda er slík flýtimeðferð einungis veitt embættismönnum og annað væri undantekning frá því verklagi sem hér þekkist. „Eins og menn vita þá voru þeir ekki sáttir við móttökurnar og það sem ég lagði áherslu á það að hér væri ekki um neitt annað að ræða en hefðbundið verklag. Flugvélin kom frá flugvelli sem er ekki innan Schengen-svæðisins og það var farið eftir hefðbundnu verklagi og öryggisskoðun,“ segir Guðlaugur.Tyrknesk stjórnvöld óskuðu í gær eftir skýringum á meintum töfum við eftirlitið. Áréttaði utanríkisráðuneytið að framkvæmdin hafi verið í samræmi við hefðbundið verklag en Isavia sagði raftæki og vökva hafa tafið leitina. „Það var misskilningur í gangi um að þeir hefðu verið þarna mjög lengi, það leið klukkutími og tuttugu mínútur frá því að þeir komu á flugvöllinn þar til þeir fóru í rútuna,“ segir Guðlaugur.Ýmislegt sem kemur upp í starfi utanríkisráðherra Guðlaugur segir ekki kippa sér mikið upp við málið enda komi ýmislegt á borð hans. Það sé eðli vinnu hans að málin séu fjölbreytt og því hafi þetta ekki komið neitt á óvart. Honum hafi þótt sjálfsagt að eiga þennan fund við utanríkisráðherra Tyrklands fyrst óskað var eftir því. „Auðvitað vorum við ekki sammála, það liggur alveg fyrir, en við höfum rætt saman áður og tekist að komast í gegnum mál sem eru flókin úrlausnar og í þessu tilfelli var auðvitað alveg sjálfsagt að verða við beiðni hans að taka þennan símafund. Svo fer ég bara yfir okkar sjónarmið í málinu og útskýri það sem mér finnst vera ekki skýrt og hann kemur síðan með sín sjónarmið,“ segir Guðlaugur. Hann segir kjarna málsins vera í því að knattspyrnan sé augljóslega mikilvæg hjá fleiri þjóðum en bara okkur en málið atburðarásin sé þó ótrúleg tilviljun. Viðbrögð tyrkneskra stjórnvalda hafi þó komið honum á óvart. „Ég skal alveg viðurkenna það að viðbrögð tyrkneskra stjórnvalda hafa komið mér á óvart. Samskipti landana hafa verið góð um áratuga skeið og okkur tekist að ræða erfið málefni og ég treysti því að svo verði áfram,“ segir Guðlaugur sem spáði jafnframt rétt fyrir um úrslit leiksins og sagði hann fara 2-1 fyrir Íslandi.
Tyrkland Tengdar fréttir Isavia segir raftæki og vökva hafa tafið öryggisleit tyrkneska liðsins Leitin tók óvenjulega langan tíma. 10. júní 2019 12:41 Tyrknesk stjórnvöld óskuðu skýringa á meintum töfum á flugvellinum Sendiráð Tyrklands í Osló hafði óskað eftir hraðmeðferð fyrir liðið. 10. júní 2019 16:41 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira
Isavia segir raftæki og vökva hafa tafið öryggisleit tyrkneska liðsins Leitin tók óvenjulega langan tíma. 10. júní 2019 12:41
Tyrknesk stjórnvöld óskuðu skýringa á meintum töfum á flugvellinum Sendiráð Tyrklands í Osló hafði óskað eftir hraðmeðferð fyrir liðið. 10. júní 2019 16:41