Rússneska blaðamanninum sleppt úr fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2019 19:12 Golunov táraðist þegar honum var sleppt úr haldi í Moskvu í dag. Lögreglustjórinn þar felldi niður allar ákærur á hendur honum. AP/Pavel Golovkin Ívan Golunov, rússneska blaðamanninum sem var fangelsaður vegna ákæru um fíkniefnabrot, hefur verið sleppt úr haldi. Mál Golunov hefur vakið hneykslan á meðal rússnesks almennings. Rannsókn hefur verið boðuð á hvernig reynt var að koma sök á rannsóknarblaðamanninn. Stuðningsmenn Golunov hafa mótmælt fangelsun hans og hefur mál hans vakið athygli á heimsvísu. Sem blaðamaður hefur Golunov meðal annars rannsakað ritskoðun og vafasama fjármálagerninga í Rússlandi. Yfirvöld sökuðu hann um fíkniefnasölu. Nú segir Vladímír Kolokoltsev, innanríkisráðherra Rússlands, að ekki hafi verið sýnt fram á sekt Golunov sem hefur verið haldið í stofufangelsi. Ákveðið hafi verið að leysa Golunov úr haldi eftir „réttarfræðilegar, líffræðilegar, fingrafara- og erfðafræðilegar tilraunir“. Ráðherrann boðar rannsókn á hvernig málið gegn honum kom til og hefur beðið Vladímír Pútín forseta um að reka tvo háttsetta embættismenn vegna málsins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Golunov felldi tár og hét því að halda áfram rannsóknarblaðamennsku sinni þegar hann var látinn laus í dag. Hann hefur meðal annars starfað fyrir fréttasíðuna Meduza sem er rekin í Lettlandi. Rússneskir blaðamenn stofnuðu síðuna eftir að nýir eigendur hliðhollir stjórnvöldum í Kreml tóku yfir fréttasíðuna Lenta.ru þar sem þeir stöfuðu áður.Lögreglan þurfti að draga falskar myndir til baka Jonah Fisher, fréttaritari BBC í Moskvu, segir að mál Golunov hafi verið það vandræðalegasta fyrir rússnesk yfirvöld. Þannig þurfti lögreglan að draga til baka myndir sem hún hafði birt af hlutum fyrir fíkniefnaneyslu eftir að sýnt var fram á að þær voru ekki teknar í íbúð Golunov eins og hún hafði haldið fram. Rannsókn hafi svo leitt í ljós að engin tengsl hafi verið á milli Golunov og fíkniefna sem lögreglan sagðist hafa fundið á honum þegar hann var stöðvaður í Moskvu í síðustu viku. Lögmenn Golunov fullyrða að lögreglumenn hafi komið eiturlyfjunum fyrir á honum. Lögreglumennirnir eru einnig sagðir hafa lumbrað á Golunov. Svo virðist sem að ákvörðunin um að leysa Golunov úr haldi hafi verið tekin á æðstu stöðum í Kreml þegar ljóst var að málið hyrfi ekki í gleymskunnar dá. Boðað hafði verið til mótmæla vegna handtöku blaðamannsins í Moskvu á morgun. Fjölmiðlar Rússland Tengdar fréttir Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasölu Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. 8. júní 2019 17:12 „Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför“ Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. 8. júní 2019 22:41 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Ívan Golunov, rússneska blaðamanninum sem var fangelsaður vegna ákæru um fíkniefnabrot, hefur verið sleppt úr haldi. Mál Golunov hefur vakið hneykslan á meðal rússnesks almennings. Rannsókn hefur verið boðuð á hvernig reynt var að koma sök á rannsóknarblaðamanninn. Stuðningsmenn Golunov hafa mótmælt fangelsun hans og hefur mál hans vakið athygli á heimsvísu. Sem blaðamaður hefur Golunov meðal annars rannsakað ritskoðun og vafasama fjármálagerninga í Rússlandi. Yfirvöld sökuðu hann um fíkniefnasölu. Nú segir Vladímír Kolokoltsev, innanríkisráðherra Rússlands, að ekki hafi verið sýnt fram á sekt Golunov sem hefur verið haldið í stofufangelsi. Ákveðið hafi verið að leysa Golunov úr haldi eftir „réttarfræðilegar, líffræðilegar, fingrafara- og erfðafræðilegar tilraunir“. Ráðherrann boðar rannsókn á hvernig málið gegn honum kom til og hefur beðið Vladímír Pútín forseta um að reka tvo háttsetta embættismenn vegna málsins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Golunov felldi tár og hét því að halda áfram rannsóknarblaðamennsku sinni þegar hann var látinn laus í dag. Hann hefur meðal annars starfað fyrir fréttasíðuna Meduza sem er rekin í Lettlandi. Rússneskir blaðamenn stofnuðu síðuna eftir að nýir eigendur hliðhollir stjórnvöldum í Kreml tóku yfir fréttasíðuna Lenta.ru þar sem þeir stöfuðu áður.Lögreglan þurfti að draga falskar myndir til baka Jonah Fisher, fréttaritari BBC í Moskvu, segir að mál Golunov hafi verið það vandræðalegasta fyrir rússnesk yfirvöld. Þannig þurfti lögreglan að draga til baka myndir sem hún hafði birt af hlutum fyrir fíkniefnaneyslu eftir að sýnt var fram á að þær voru ekki teknar í íbúð Golunov eins og hún hafði haldið fram. Rannsókn hafi svo leitt í ljós að engin tengsl hafi verið á milli Golunov og fíkniefna sem lögreglan sagðist hafa fundið á honum þegar hann var stöðvaður í Moskvu í síðustu viku. Lögmenn Golunov fullyrða að lögreglumenn hafi komið eiturlyfjunum fyrir á honum. Lögreglumennirnir eru einnig sagðir hafa lumbrað á Golunov. Svo virðist sem að ákvörðunin um að leysa Golunov úr haldi hafi verið tekin á æðstu stöðum í Kreml þegar ljóst var að málið hyrfi ekki í gleymskunnar dá. Boðað hafði verið til mótmæla vegna handtöku blaðamannsins í Moskvu á morgun.
Fjölmiðlar Rússland Tengdar fréttir Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasölu Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. 8. júní 2019 17:12 „Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför“ Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. 8. júní 2019 22:41 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasölu Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. 8. júní 2019 17:12
„Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför“ Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. 8. júní 2019 22:41