Arion selur hlut sinn í Stoðum Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júní 2019 16:56 Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða Arion banki hf. segist hafa samið um sölu á öllum hlut bankans í fjárfestingafélaginu Stoðum hf. Í tilkynningu frá bankanum segir að kaupendurnir séu „dreifður hópur fjárfesta“ en bankinnn hefur haft hlutinn, sem nam 19% af útistandandi hlutafé Stoða, til sölu um alllangt skeið - „enda um eign í óskyldum rekstri að ræða,“ eins og það er orðað í tilkynningunni. Eignir Stoða nema um 23 milljörðum króna en helstu eignir félagsins eru í Símanum hf., TM hf. og Arion banka. Meðal meirihlutaeigenda Stoða eru Jón Sigurðsson, Einar Örn Ólafsson, Magnús Ármann og TM. Stærstu hluthafar Stoða eru eignarhaldsfélagið S121, sem átti 62 prósenta hlut fyrir sölu dagsins, og Landsbankinn sem átti 15 prósenta hlut. Sjá einnig: Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsinsMarkaðurinn greindi frá söluþreifingum Arion banka á hlut sínum í Stoðum um miðjan maí, í tengslum við fyrirhugaða hlutafjáraukningu Stoða upp á allt að fjóra milljarða. Meðal þeirra sem sagðir voru áhugasamir kaupendur á hlut Arion voru sjóðstýringafyrirtækið Stefnir og var verðmæti hlutarins sem um ræðir áætlað í kringum 3 milljarðar króna. Í byrjun apríl urðu Stoðir umsvifamesti íslenski fjárfestirinn í hluthafahópi Arion banka. Félagið margfaldaði þá eignarhlut sinn í bankanum þegar það keypti um þriðjung af þeim tíu prósenta hlut sem eignarhaldsfélagið Kaupþing, stærsti einstaki hluthafi Arion banka, seldi þá til innlendra og erlendra fjárfesta. Eftir kaupin eru Stoðir fimmti stærsti hluthafi bankans með 4,65 prósenta hlut. Íslenskir bankar Markaðir Tengdar fréttir Stoðir hagnast um 1.100 milljónir Samkvæmt ársreikningi Stoða, sem var lagður fyrir aðalfund síðastliðinn fimmtudag, námu fjárfestingar á árinu 2018 samtals 5,3 milljörðum og var eigið fé félagsins um 17,5 milljarðar í lok ársins. 26. júní 2019 09:00 Stoðir lánuðu GAMMA einn milljarð króna Fjárfestingafélagið veitti GAMMA lán til nokkurra mánaða til að bæta lausafjárstöðuna á meðan viðræður stóðu yfir við Kviku. GAMMA þurfti að greiða Stoðum um 150 milljónir í þóknun vegna lánsins. 19. júní 2019 08:15 Stoðir með næstum eitt prósent í Högum Fjárfestingafélagið Stoðir eignaðist um 0,7 prósenta hlut í smásölurisanum Högum í lok síðasta mánaðar, jafnvirði um 350 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, sem endurgjald fyrir nýtt hlutafé í félaginu 19. júní 2019 09:00 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Arion banki hf. segist hafa samið um sölu á öllum hlut bankans í fjárfestingafélaginu Stoðum hf. Í tilkynningu frá bankanum segir að kaupendurnir séu „dreifður hópur fjárfesta“ en bankinnn hefur haft hlutinn, sem nam 19% af útistandandi hlutafé Stoða, til sölu um alllangt skeið - „enda um eign í óskyldum rekstri að ræða,“ eins og það er orðað í tilkynningunni. Eignir Stoða nema um 23 milljörðum króna en helstu eignir félagsins eru í Símanum hf., TM hf. og Arion banka. Meðal meirihlutaeigenda Stoða eru Jón Sigurðsson, Einar Örn Ólafsson, Magnús Ármann og TM. Stærstu hluthafar Stoða eru eignarhaldsfélagið S121, sem átti 62 prósenta hlut fyrir sölu dagsins, og Landsbankinn sem átti 15 prósenta hlut. Sjá einnig: Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsinsMarkaðurinn greindi frá söluþreifingum Arion banka á hlut sínum í Stoðum um miðjan maí, í tengslum við fyrirhugaða hlutafjáraukningu Stoða upp á allt að fjóra milljarða. Meðal þeirra sem sagðir voru áhugasamir kaupendur á hlut Arion voru sjóðstýringafyrirtækið Stefnir og var verðmæti hlutarins sem um ræðir áætlað í kringum 3 milljarðar króna. Í byrjun apríl urðu Stoðir umsvifamesti íslenski fjárfestirinn í hluthafahópi Arion banka. Félagið margfaldaði þá eignarhlut sinn í bankanum þegar það keypti um þriðjung af þeim tíu prósenta hlut sem eignarhaldsfélagið Kaupþing, stærsti einstaki hluthafi Arion banka, seldi þá til innlendra og erlendra fjárfesta. Eftir kaupin eru Stoðir fimmti stærsti hluthafi bankans með 4,65 prósenta hlut.
Íslenskir bankar Markaðir Tengdar fréttir Stoðir hagnast um 1.100 milljónir Samkvæmt ársreikningi Stoða, sem var lagður fyrir aðalfund síðastliðinn fimmtudag, námu fjárfestingar á árinu 2018 samtals 5,3 milljörðum og var eigið fé félagsins um 17,5 milljarðar í lok ársins. 26. júní 2019 09:00 Stoðir lánuðu GAMMA einn milljarð króna Fjárfestingafélagið veitti GAMMA lán til nokkurra mánaða til að bæta lausafjárstöðuna á meðan viðræður stóðu yfir við Kviku. GAMMA þurfti að greiða Stoðum um 150 milljónir í þóknun vegna lánsins. 19. júní 2019 08:15 Stoðir með næstum eitt prósent í Högum Fjárfestingafélagið Stoðir eignaðist um 0,7 prósenta hlut í smásölurisanum Högum í lok síðasta mánaðar, jafnvirði um 350 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, sem endurgjald fyrir nýtt hlutafé í félaginu 19. júní 2019 09:00 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Stoðir hagnast um 1.100 milljónir Samkvæmt ársreikningi Stoða, sem var lagður fyrir aðalfund síðastliðinn fimmtudag, námu fjárfestingar á árinu 2018 samtals 5,3 milljörðum og var eigið fé félagsins um 17,5 milljarðar í lok ársins. 26. júní 2019 09:00
Stoðir lánuðu GAMMA einn milljarð króna Fjárfestingafélagið veitti GAMMA lán til nokkurra mánaða til að bæta lausafjárstöðuna á meðan viðræður stóðu yfir við Kviku. GAMMA þurfti að greiða Stoðum um 150 milljónir í þóknun vegna lánsins. 19. júní 2019 08:15
Stoðir með næstum eitt prósent í Högum Fjárfestingafélagið Stoðir eignaðist um 0,7 prósenta hlut í smásölurisanum Högum í lok síðasta mánaðar, jafnvirði um 350 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, sem endurgjald fyrir nýtt hlutafé í félaginu 19. júní 2019 09:00