Tími til að vakna Snorri Örn Arnaldsson skrifar 25. júní 2019 16:24 Síðustu misseri hefur nokkuð verið rætt um aðstöðumál landsliða og íþróttahreyfingarinnar, enda ekki vanþörf á. Mikið hefur verið ritað um Laugardalsvöll, ég ætla því að láta það ógert að blanda mér í það mál. Aftur á móti ætla ég að beina spjótum mínum að aðstöðuleysi körfubolta- og handboltalandsliðanna. KKÍ og HSÍ hafa barist ötullega fyrir bættri aðstöðu, en því miður ekki enn haft erindi sem erfiði.Úrelt keppnishöll Laugardalshöllin hefur þjónað landanum með ágætum frá því hún var tekin í notkun 1965, fyrir 54 árum síðan. Á þeim tíma var talið að höllin myndi nýtast í um 20 ár, en þó nokkuð er komið fram yfir þær áætlanir. Það væri svo sem ekkert vandamál ef höllin þjónaði því hlutverki sem henni er ætlað, að hýsa landsleiki í samræmi við þær kröfur og reglur sem um þá viðburði gilda. Þar stendur hnífurinn einmitt í kúnni, og er pikkfastur. Höllin uppfyllir fæsta þá staðla sem um keppnishallir gilda, og skiptir þá engu hvar tæpt er niður. Búningsaðstaða, aðstaða fyrir sjúkraþjálfun, aðstaða fyrir upphitun, stærð gólfflatar, fjöldi bílastæða, aðstaða fyrir fjölmiðla, aðstaða fyrir áhorfendur, aðkoma áhorfenda, aðstaða fyrir veitingasölu, aðstaða fyrir dómara, aðstaða til lyfjaprófana, lýsing og fjöldi sæta fyrir áhorfendur eru nokkur atriði sem má telja til. Í stuttu máli, þá er Laugardalshöllin að daðra við brottrekstrarvillu, eða á gulu spjaldi, hvernig sem við viljum orða það, og þess er ekki langt að bíða að FIBA og IHF/EHF banni landsleiki í Laugardalshöllinni. Landslið í íþróttatösku Landslið í körfubolta og handbolta þurfa að reiða sig á velvilja sinna aðildarfélaga til að fá æfingatíma fyrir landsliðin. A landslið, U21, U20, U19, U18, U17, U16, U15 og önnur afreksverkefni treysta á að aðildarfélögin spili með í þessu aðstöðuleysispili sem ríkisvaldið spilar, svo landslið geti undirbúið sig fyrir alþjóðamót. Birst hafa fréttir af því að A landslið hafi þurft að æfa vítt og dreift um höfuðborgarsvæðið í undirbúningi fyrir mikilvæga landsleiki. Heimavöllurinn í Laugardalnum er ekki meiri heimavöllur en svo að landsliðin geta ekki einu sinni undirbúið sig á "heimavelli". Hvað vantar? Hér vantar íþróttahús sem uppfyllir þá staðla og kröfur sem settar eru í dag. Það vantar íþróttahús fyrir meira en 5000 áhorfendur, þar sem aðstaða fyrir keppendur er góð, þar sem gert er ráð fyrir aðstöðu fyrir fjölmiðla, þar sem gert er ráð fyrir eðlilegri áhorfendaaðstöðu, þar sem gólfflötur er nægilegur og svo mætti áfram telja. Það vantar íþróttahús þar sem landsliðin geta æft og undirbúið sig fyrir alþjóðakeppnir, þar sem sérsamböndin geta sinnt sínu starfi með eðlilegum hætti. Reglugerðin Mennta- og menningarmálaráðherra setti reglugerð 388 um viðurkenningu þjóðarleikvanga í íþróttum árið 2018. Reglugerðin er gott fyrsta skref, en ekki mikið meira en það. Ljóst er að ríkið er ekki að fara eftir eigin reglugerð, en þar stendur orðrétt: „Markmið reglugerðar þessarar er að tryggja að íþróttamannvirki sem nota skal sem þjóðarleikvang í íþróttum séu viðurkennd samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar. Leitast skal við að veita sérsamböndum íþróttagreina, sem hafa skapað sér sterka stöðu alþjóðlega og skipuleggja alþjóðleg íþróttamót á Íslandi, nauðsynlega umgjörð og aðgengi að íþróttamannvirkjum sem standast kröfur um slíkar keppnir.“ Hvað þá? Þeim sem hafa sett sig inn í málin kæmi það lítið á óvart ef þolinmæði alþjóðasambanda myndi þrjóta áður en langt um líður, enda ekki hægt að vera endalaust á undanþágu frá þeim reglum sem öllum öðrum er gert að fylgja. Eina lausnin, þegar þolinmæðina þrýtur, er að leika landsleiki á erlendri grundu. Íslenska íþróttaundrið, eins og árangur íslenskra landsliða og íþróttamanna hefur gjarnan verið nefnt, getur þá ekki spilað á heimavelli. Með hverju ætla stjórnmálamenn að skreyta sig þá á tyllidögum?Höfundur er körfuboltaþjálfari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Íþróttir Körfubolti Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu misseri hefur nokkuð verið rætt um aðstöðumál landsliða og íþróttahreyfingarinnar, enda ekki vanþörf á. Mikið hefur verið ritað um Laugardalsvöll, ég ætla því að láta það ógert að blanda mér í það mál. Aftur á móti ætla ég að beina spjótum mínum að aðstöðuleysi körfubolta- og handboltalandsliðanna. KKÍ og HSÍ hafa barist ötullega fyrir bættri aðstöðu, en því miður ekki enn haft erindi sem erfiði.Úrelt keppnishöll Laugardalshöllin hefur þjónað landanum með ágætum frá því hún var tekin í notkun 1965, fyrir 54 árum síðan. Á þeim tíma var talið að höllin myndi nýtast í um 20 ár, en þó nokkuð er komið fram yfir þær áætlanir. Það væri svo sem ekkert vandamál ef höllin þjónaði því hlutverki sem henni er ætlað, að hýsa landsleiki í samræmi við þær kröfur og reglur sem um þá viðburði gilda. Þar stendur hnífurinn einmitt í kúnni, og er pikkfastur. Höllin uppfyllir fæsta þá staðla sem um keppnishallir gilda, og skiptir þá engu hvar tæpt er niður. Búningsaðstaða, aðstaða fyrir sjúkraþjálfun, aðstaða fyrir upphitun, stærð gólfflatar, fjöldi bílastæða, aðstaða fyrir fjölmiðla, aðstaða fyrir áhorfendur, aðkoma áhorfenda, aðstaða fyrir veitingasölu, aðstaða fyrir dómara, aðstaða til lyfjaprófana, lýsing og fjöldi sæta fyrir áhorfendur eru nokkur atriði sem má telja til. Í stuttu máli, þá er Laugardalshöllin að daðra við brottrekstrarvillu, eða á gulu spjaldi, hvernig sem við viljum orða það, og þess er ekki langt að bíða að FIBA og IHF/EHF banni landsleiki í Laugardalshöllinni. Landslið í íþróttatösku Landslið í körfubolta og handbolta þurfa að reiða sig á velvilja sinna aðildarfélaga til að fá æfingatíma fyrir landsliðin. A landslið, U21, U20, U19, U18, U17, U16, U15 og önnur afreksverkefni treysta á að aðildarfélögin spili með í þessu aðstöðuleysispili sem ríkisvaldið spilar, svo landslið geti undirbúið sig fyrir alþjóðamót. Birst hafa fréttir af því að A landslið hafi þurft að æfa vítt og dreift um höfuðborgarsvæðið í undirbúningi fyrir mikilvæga landsleiki. Heimavöllurinn í Laugardalnum er ekki meiri heimavöllur en svo að landsliðin geta ekki einu sinni undirbúið sig á "heimavelli". Hvað vantar? Hér vantar íþróttahús sem uppfyllir þá staðla og kröfur sem settar eru í dag. Það vantar íþróttahús fyrir meira en 5000 áhorfendur, þar sem aðstaða fyrir keppendur er góð, þar sem gert er ráð fyrir aðstöðu fyrir fjölmiðla, þar sem gert er ráð fyrir eðlilegri áhorfendaaðstöðu, þar sem gólfflötur er nægilegur og svo mætti áfram telja. Það vantar íþróttahús þar sem landsliðin geta æft og undirbúið sig fyrir alþjóðakeppnir, þar sem sérsamböndin geta sinnt sínu starfi með eðlilegum hætti. Reglugerðin Mennta- og menningarmálaráðherra setti reglugerð 388 um viðurkenningu þjóðarleikvanga í íþróttum árið 2018. Reglugerðin er gott fyrsta skref, en ekki mikið meira en það. Ljóst er að ríkið er ekki að fara eftir eigin reglugerð, en þar stendur orðrétt: „Markmið reglugerðar þessarar er að tryggja að íþróttamannvirki sem nota skal sem þjóðarleikvang í íþróttum séu viðurkennd samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar. Leitast skal við að veita sérsamböndum íþróttagreina, sem hafa skapað sér sterka stöðu alþjóðlega og skipuleggja alþjóðleg íþróttamót á Íslandi, nauðsynlega umgjörð og aðgengi að íþróttamannvirkjum sem standast kröfur um slíkar keppnir.“ Hvað þá? Þeim sem hafa sett sig inn í málin kæmi það lítið á óvart ef þolinmæði alþjóðasambanda myndi þrjóta áður en langt um líður, enda ekki hægt að vera endalaust á undanþágu frá þeim reglum sem öllum öðrum er gert að fylgja. Eina lausnin, þegar þolinmæðina þrýtur, er að leika landsleiki á erlendri grundu. Íslenska íþróttaundrið, eins og árangur íslenskra landsliða og íþróttamanna hefur gjarnan verið nefnt, getur þá ekki spilað á heimavelli. Með hverju ætla stjórnmálamenn að skreyta sig þá á tyllidögum?Höfundur er körfuboltaþjálfari
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun